Margir á brókinni í hríðaveðri

Hitt er kannski athyglisverðara að sumir hafa valið að vera brókarlausir úti í orrahríðinni. Það á ég við stóriðjusinna, þá sem vilja troða Icesave ofan í kok á þjóðinni og ekki síst hina (oft þeir sömu) sem ekki vilja sjá lýðræðislegar umbætur á Íslandi (hafna brókinni sem að þeim er rétt).

Bloggarinn grænmeti  skrifar:

Mér taldist til að á þessu tímabili hafi Rúv tekið 24 viðtöl við fjórtán stuðningsmenn stóriðju en einungis eitt viðtal við einn andstæðing stóriðjuuppbyggingar! Í flestum þessum viðtölum var umhverfisráðherra sakaður um að tefja lagningu suðvesturlínu og bera þannig ábyrgð á atvinnuleysi þúsunda manna á Suðurnesjum.

Áróðursherferðin var svo fullkomnuð þegar fyrirtæki á Suðurnesjum splæstu í lesnar auglýsingar á Rúv þar sem atvinnuleysi á Suðurnesjum var sagt í boði umhverfisráðherra.

Nú er rúmt ár liðið frá því að málið fór af borði umhverfisráðherra og ekkert varð af sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum. Hversu margir hafa fengið vinnu við lagningu suðvesturlínu síðan þá? Enginn. Það var öll atvinnusköpunin sem umhverfisráðherra stöðvaði.


mbl.is Læstist úti í óveðri á nærbuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband