Æi, æi, æi...

Mér líður eins og ég sé að reka sömu tána í sama þröskuldinn í fimmta skiptið.

Mér líður eins og að himnarnir hafi opnast og yfir mig rigni grænum froskum.

Mér líður eins og ég hafa vaknað upp í landi fáránleikans og að hópur trúða hafi tekið völdin í borginni.

Mér líður eins og ég hafi vaknað upp í furðuheimum þar sem kóngurinn vill að þegnarnir greiði skatt til óvinakóngsins í nágrannaríkinu.

Mér líður eins og Alþingi hafi gengið af göflunum og vilji flýta sér að koma þjóðarbúinu á vonarvöl.

Mér líður eins og forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafi vaknað upp alsber á gangi niður Laugaveginn.


mbl.is Icesave á hraðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ææææ

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 09:25

2 identicon

Stjórnvöld eru að hjálpa hryðjuverkamönnum að komast undan. Hver einasta manneskja inni á þingi sem tekur það skítverk að sér er ærulaus.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 09:28

3 identicon

Það á að húðstrýkja hann steingrím á almannafæri og sömuleiðis alla þessa helv. þjóðarsvikara.

En ég bara spyr, hvar er lögreglan?

Þetta pakk er að brjóta stjórnarskrána og lögin í landinu, ekki er það ósakhæft vegna þess að þau eru þingmenn?

Geir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 09:31

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Við þurfum að spyrja okkur hvort við séum maurar eða menn. Núverandi forysta stjórnmálann virðist ráfa um með bundið fyrir augum i því völundarhúsi sem fyrrverandi valdhafar hafa byggt upp. Benda síðan á Grýlu (Davíð Oddson) þegar hún er gangrýnd.

Ég vil sjá stjórnmálaforystu sem tekur sér sleggju í hönd og brýtur niður veggi völundarhússins. Til þess þarf kraft, þor og úrræði. Það virst eki vera til staðar í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2011 kl. 10:02

5 identicon

Dapurlegt að sjá Jónas Kristjánsson, mentor blaðamanna, verja hryðjuverkamenn með kjafti og klóm.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:06

6 Smámynd: Þórdís Bachmann

Svo ég vitni í Hannes Pétursson, í Kvæðabók frá 1955:

,,Hið rotna stjórnarfar og mikla böl" er til staðar hjá okkur -

en hvar er ,,æstur lýður, hvað þá grimm vopn"?

Svo maður minnist nú ekki á ,,hvítan draum hugsuðanna,

framtíð hollari, betri og eina völ"?

Því ég sé hvergi örla á framtíðarsýn - alla vega ekki "hollri" framtíðarsýn sem almenningur (sá sem borgar gillið) getur sætt sig við.

En takk fyrir að standa vaktina, Jakobína!

Þórdís Bachmann, 15.2.2011 kl. 11:09

7 identicon

M.a.s. Friðrik Þór Guðmundsson, sem vildi starfa fyrir Breiðavíkursamtökin, sér ekkert athugavert við það að Breiðavíkurdrengir greiði skuldir Halldórs J. Kristjánssonar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:30

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið skil ég þig! og þakkir fyrir að reyna að koma vitinu fyrir Björn Val Gíslason þann forherta þing- og áróðursref

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.2.2011 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband