...og fnyk leggur af gamalmennum

Fréttir hafa farið af því að vart sé hægt að baða gamalmenni nema á fardögum vegna manneklu á elliheimilum. Seðlabankinn og ríkisstjórn jafnaðarmanna virðist þá vera ánægð með "batnandi" efnahagsástand.

Haustið 2008 voru skuldir þjóðarbúsins sem nemur 45 milljónum á hvert mannsbarn í landinu. Samkvæmt reikningum voru skuldir ríkissjóðs engar. Skuldir bankanna um 10 þúsund milljarðar og skuldir ríkisfyrirtækja og sveitafélaga yfir þúsund milljarðar.

Staða ríkissjóðs var þó nokkuð feikuð því útstandandi voru yfir fimmhundruð milljarðar vegna krónubréfaviðskipta. Þessi staða kallaði á kaup á erlendum gjaldeyri og hrun krónunnar. Lífeyrissjóðirnir voru látnir beila hluta af þessari skuld ríkissjóðs í fyrra.

Þjóðarbúið var ein allsherjar spilaborg sem hrundi. Undanfarin tvö ár hafa stjórnvöld að áeggjan AGS hugsað um það eitt að reisa við ónýtt kerfi. Bankar voru einkavæddir af fjármálaráðherranum en í hans flokk eru skráðir margir af helstu kommúnismahugsjónamönnum landsins.

Fréttir fara af kjölfestufjárfestum sem fá fyrirtæki og auðlindir á vildarkjörum. Menn vilja gefa útrásarvíkingum undanþágu frá skatti og virkja jarðvarma og vatnsföll á ábyrgð almennings þannig að þeir geti grætt meira.

Velferðarkerfið er allt undir hnífnum. Grunnskólar, leikskólar, sjúkrahús og elliheimili. Fnyk leggur af gamalmennum sem ekki er hægt að baða vegna manneklu. Mötuneyti í skólum eru undir hnífnum og málum hjá barnaverndarnefnd fjölgar. Ofbeldi færist í aukanna og löggæsla dregst saman.

Skoðanakannanir sýna þverrandi traust almennings á stofnunum enda spillingin viðvarandi. Ráðherrar sjá ekki ástæðu til þess að auglýsa stöður og yppa bara öxlum þegar þeir eru gagnrýndir.

Blekkingaleikurinn og hræðsluáróðurinn er viðvarandi. Yfir 20 þúsund störf hafa glatast. Stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár er farsi.

Yfirlýsingin frá Seðlabanka Íslands er dropi í þeim blekkingaleik sem fer fram í stjórnmálum og stjórnsýslu.


mbl.is Hreinar skuldir ekki jafn litlar lengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband