Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra!

Árásir samfylkinnar á undirskriftalista vegna þjóðaratkvæðagreiðslu er orðnar að farsa.

Þessi undirskriftalisti er hvorki betri né verri en aðrir undirskriftalistar og hefur sama gildi og aðrir undirskriftalistar.

 Óstaðfestar fréttir herma að Ólafur Ragnar Grímsson hafa ætlað til útlanda í dag en hætt við. Látið er að því liggja að asi alþingis skýrist af því að ríkisstjórnin hafi viljað að lögin færu fyrir forseta á meðan Jóhanna og Ragnheiður Ásta færu með handhafavaldið. 

 Það er alla vega ljóst að ríkisstjórnin vill troða þessum samningi ofan í  kok á þjóðinni og það er jafnljóst að þjóðin vill ekki taka að sér að borga þá skuldasúpu sem kjölfestufjárfestarnir hafa skilið eftir sig.

Bent hefur verið á að samningurinn hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir forsendur efnahagsþróunar í landinu.  Þjóðarbúið mun sitja fast í gjaldeyrishöftum um ókomna tíð. Hvatinn að þessu framferð ríkisstjórnarinnar virðist vera að laða að stóriðju, bjóða erlendum fjárfestum á brunaútsölur á Íslandi og koma sér í mjúkinn hjá fjármálakerfinu.

Á þessu ári vill ríkisstjórnin færa Bretum og Hollendingum 28 milljarða. 

 Ef ríkisstjórnin myndi ákveða að verja svipaðri fjárhæð í atvinnuuppbyggingu þá mætti fækka talsvert þeim sem þurfa að þyggja atvinnuleysisbætur.

 Ríkisstjórninni virðist vera fyrirmunað að grípa til aðgerða sem lækka skuldir þjóðarbúsins en berst fyrir þess í stað að auka þær. 


mbl.is Kvartaði yfir undirskriftasöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað ætlar þú að gera í þessu? Bara blogga eins og flest allir hinir í stað þess að mæta þeim sem stjórna auglitis til auglitis og láta þá heyra það beint í æð og ef þeir hlusta ekki þá verður að henda þeim út í orðsins fyllstu merkingu!

Sigurður Haraldsson, 17.2.2011 kl. 20:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jakobína já við skulum vona að forsetinn hafni þessum ólögum og við fáum að kjósa um málið.  Því hvernig sem sú kosning fer, þá verður aldrei friður um þessa ákvörðun nema við fáum að segja okkar síðasta orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 20:09

3 identicon

Þarna hæfir kjaftur, skel.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður ég hef átt fjölda funda með stjórnmálamönnum vegna Icesave og skrifað fjölda tölvupósta. Ég hef talað bæði við forsætisraðherra og fjármálaráðherra og fjölda annarra. Stjórnmálamönnum er fullkunnugt um mina sýn í þessu máli og það þarf ekki að tyggja það frekar í þá. Annars furða ég mig á því að þú teljir þig vita hvað ég hafi gert vegna þessa málefnis.

Í fyrra skrifðaði ég öllum þingmönnum bæði í Noregi og Svíþjóð vegna þessa máls. Ég mætti í fjölda viðtala við erlenda fréttamenn og skrifaði greinar í erlenda fjölmiðla. Ég skrifað norskum ráðherrum vegna ummæla þeirra. Ég bendi t.d. á þetta hér http://www.abcnyheter.no/node/93958

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 20:48

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ásthildur ég tek undir það að lyktir þessa máls eiga eftir að fylgja þjóðinni um ókomna framtíð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 20:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, þess vegna er mikilvægt að þjóðin sjálf fái að segja álit sitt á hvorn veginn sem það fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 21:08

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð baráttujaxlar, Sigurður og Jakobína.

Þið eruð bæði ómetanleg, hvort ykkar á sinn hátt.

Sigurður, á fyrsta fundinn í Austur Berlín, mættu þrír.  Nokkrum vikum seinna þá voru kommarnir búnir að gefast upp, og Rússarnir byrjaðir að pakka niður.

Hvað þarf til að kveikja neista beinna aðgerða er mér hulið.  Ég hélt persónulega að það væri að gerast við þingsetninguna, en svo gufaði allt upp.  Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni, að það skorti leiðtogann, einhvern sem fjöldinn hlusti á.

En í Arabaheiminum þá spratt þetta út frá Netinu, en sorglegir atburðir, það er sjálfsíkveikjur fólks kveiktu neistann.

En ef við höfum ekki það sem við þó höfum, hvað höfum við þá??????????

Ég veit samt allavega að það hlustar enginn á mig í mínu nærumhverfi, ég hef ekki kristnað neinn.  Nema þá í mikilli fjarlægð.

En við lögðum þó ríkisstjórnina í ICEsave deilunni hinni fyrri, þar tel ég að bloggarar hafi átt ríkan þátt.  

Málið er það að við þurfum bara að eiga fleiri Jakobínur og Elleur.  Þær stöllur hafa lagt á sig ómældar vinnustundir við að kynna málstað þjóðar okkar, hundrað svoleiðis í viðbót og þursinn lyppaðist niður.

Og það er langt síðan að ég vildi klóna þig Sigurður.

Heiti kjarninn er einfaldlega of fámennur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 23:40

8 identicon

Ég er hræddur um að þessi fífl á alþingi fari ekkert nema það komi óeirðir, molotov kokteilar og svoleiðis.

Ekki virðist lögregla né saksóknari ætla að gera nokkuð varðandi þessi landráð, en hún stoppar hasshausa hvenær sem þeir geta, en ef þú ætlar að nauðga allri þjóðinni og framtíðar þegnum þessa lands, þá bara gjörðu svo vel.

Geir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband