Steingrímur endanlega gengin í Sjálfstæðisflokkinn

 Steingrímur J. mars '03: "Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri"

 Í tveggja ára valdatíð "vinstri fokkanna" hefur í raun ekkert breyst síðan Sjáfstæðisflokkurinn var við völd. Mannréttindum fórnað til þess að viðhalda forréttindum fámenns hóps í landinu.

Engar umbætur hafa verið gerðar í stjórnsýslu, dómskerfið eða innviðum stjórnmálanna.

Flokksræðið er enn ríkjandi og nú krefst Steingrímur þess að það verði festi í sessi. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt sóst eftir því að koma á einræði á Íslandi. Það kemur ekkert á óvart.

Flokkurinn er eign fjármálaaflanna í landinu og hefur verið það í áratugi og unnið skefjalaust að hagsmunum þeirra á kostnað þjóðarinnar.

Steingrímur virðist hafa gleymt sér í hroka sínum og er sestur við borð með Davíð Oddsyni og Engeyjarklíkunni.  Björgólfsarmur Samfylkingarinnar situr við sama borð.

Það á að þrengja að lýðræðinu enn frekar með því að setja fólki í landinu skorður. Setja forsetanum skorður.

Hefði forsetinn ekki haft heimild til þess að vísa Icesave til þjóðarinnar á síðasta ári væri efnahagslegar forsendur til búsetu í landinu þrotnar. Þetta veit Steingrímur.

Steingrímur segðu af þér.

Þú ert búin að svíkja allt sem stefna þíns flokks stendur fyrir.  

 


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hataðast par landsins Steingrímur og Jóhanna,þvílík vitfyrring og einungis 11 prósent landsmanna hafa álit á Alþingi samkvæmt síðustum mælingum. Nú skal verða uppreisn og ekkert annað henda þeim útúr Alþingi. Og þettað pakk kaus ég. Steingrímur er búinn að hafa fjölda þúsunda fólks að fíflum,þá miða ég við þann kosningasigur er VG hlaut í kosningunum. Hvernig skyldi Íslandssagan skrifa um þaug skötuhjú=hin illu.

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:48

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Auðvita vill Steingrímur afnema lýðræðið frá Íslendingum og færa það til ráðherra eins og alræðisstjórnir hafa gert fyrirmyndin er sótt til systurflokkana í Egiptalandi Túnis og Líbýu og ógnastjórnir í mið austurlöndum eftir vill er fyrir mynd hans Gaddafi.

After Iraq's Saddam Hussein and Tunisia's Ben Ali, Gaddafi is the worst of the Arabs’ surviving illegitimate rulers. He is now reaping what he has sown: terror, nepotism, tribal politics, and abuse of power.

Rauða Ljónið, 22.2.2011 kl. 15:57

3 identicon

Kemur ekki á óvart. Vinstri grænu klappstýrurnar enn í afneitun og veifa nú Jóni Val í stað Davíðs áður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:23

4 identicon

það litur út fyrir að við eigum þá bæði Múbarakk og Gaddafi sitjandi hlið við hlið i Rikisstjórnarstóla forustinni !     Er ekki komið nóg núna ? Eigum við ekki að hjálpa þeim burt  og biðja forsetan að setja utanþingsstjónr i bili svo fólk geti andað i friði  fram að kostingum ??

Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:54

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er alla vega búin að fá mig fullsadda á vanhæfni þessarar ríkisstjórnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2011 kl. 19:54

6 identicon

Þessir valdaræningjar eiga engan rétt á að breyta OKKAR lögum og OKKAR stjórnarskrá. Það væri aðeins réttlætanlegt ef það myndi framkvæma LÖGLEGA KJÖRIÐ stjórnlagaþing, helst ekki fleiri einstaklinga en skrifuðu undir Declaration of Independence fyrir hönd Bandaríkjanna, því of mannmargur múgur skilar engum árangri nema gjammi og leiðindum og froðusnakki, betra að nokkrir sannir hugsuðir og heimspekingar setjist niður  og geri sér far um að slípa stjórnarskránna okkar svo ljós hennar megi glóa enn skærar. Slíkt þing yrði að vera kjörið af amk 70% þjóðarinnar, og fara með bindandi umboð. Nefndir og annað froðusnakk er ekki tekið gilt og hegna skal hverjum þeim stjórnvöldum sem viðhafa ólöglegar kosningar.

Hard Core Democrat (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:18

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Nefndir og annað froðusnakk,  er eins og Formúlu-kappakstur.  Þessi stjórn ætti löngu að vera farin frá,ekki af því ég (og aðrir)vilja það,heldur vegna brota sinna,og m.a.Icesave- II  klúðrinu,sem var kolfellt. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2011 kl. 23:42

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur J. mars '03: "Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2011 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband