Sýnir fals stjórnvalda í hnotskurn

Fáum ætti að dyljast að stjórnvöld á Íslandi bera litla umhyggju fyrir velferð almennings í landinu.

Það er áberandi hvernig fjölmiðlar fara fram með rangfærslur til þess að telja almenningi trú um að það sé þeirra hagur að styðja ríkisábyrgð á Icesave.

Við vitum að fjölmiðlarnir eru allir í eigu þeirra sem settu landið á hausinn. Það er einnig líka nokkuð augljóst að flokkarnir eru í eigu þeirra sem settu landið á hausinn. Það má sjá hvernig þessir aðilar ganga í takt núna. 

Við búum við þá kaldranalegu staðreynd að bæði fjölmiðlar og stjórnmál eru í eigu þeirrar mafíu sem sópaði verðmætum út úr landinu.


mbl.is Kosið 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sannfærður um að fólk hafnar IceSave í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Friðkaupastefna í anda Neville Chamberlain's hefur aldrei borgað sig.  

Samþykki á IceSave kemur kröfuhöfum hrundu bankanna á blóðbragðið þannig að áður en vitum af verða stjórnvöld búin að lofa að ábyrgjast tap þeirra líka í nafni siðaðra manna eins og lögmenn bankaræningjanna orða það- reyndar er það óbeint gert með framlagi stjórnvalda til bankanna og framlagi Landsbankans til skilanefndar.

Samþykki á IceSave eykur sjálfstraust bankaræningjanna þar sem verið er að lýsa því yfir að bankarán séu lögleg og á ábyrgð samborgaranna.

Samþykki á IceSave er opinbert veiðileyfi til handa erlendum aðilum á íslenska skattgreiðendur.

Samþykki á IceSave er vanhugsuð uppgjöf en ekki kalt hagsmunamat.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta Torfi. Það sem ég hef mestar áhyggjur af varðandi Icesave er ekki sjálft tapið heldur hugmyndafræðin sem er verið að gefa lögmæti með þessum samningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2011 kl. 13:21

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jakobína ég er sammála þér sem og Torfa, ég er líka nokkuð viss um að Þjóðin felli þennan samning.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.2.2011 kl. 13:31

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er einfaldlega of mikil áhætta að fara með þetta í dómstóla.

Þó við segjum NEI þá hverfur þetta Icesave mál ekkert.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband