Icesave kostar 1.200 milljarða ef neyðarlögunum verður hnekkt

Það verður ekki skafið af fjármálaráðherranum að hann hefur verið einn af ötlustu áróðursvélum Hollendinga og Breta. Sennilega í öðru sæti á eftir Þórólfi Matthíassyni sem kveður hart að því í erlendum fjölmiðlum að skuldir Björgólf Þórs séu skuldir skattgreiðenda á Íslandi.

Bendi á þessa færslu Friðriks Hansen:

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabú Landsbankans. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.

 


mbl.is Samúð erlendra fjölmiðla ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held nú að Friðrik ætti nú aðeins að slaka á. Í raun er að hann að rökstyðja að við göngum að þessum samningum um uppgjör á Icesave. Því að við erum að semja við Hollendinga og Breta um að borga innistæðutrygginar sem eru upp á um 600 milljarða eða eitthvað svoleiðis. Breta og Hollendingar sækja um 600 milljarða í þrotabúið. En það er vegna þess sem þeir borguðu umfram innistæðutrygginar. Þannig að samningu nú er uppgjör á útgjöldum þeirra. Þ.e. við fáum helming af eignum Gamla Landsbankans en Bretar og Hollendingar hinn helminginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er alveg hættur að botna í þessari Icesave vitleysu. Ég hef ekkert efni á því að borga skuldir einhvers dópista útí bæ. Ef einhver rukkar mig fyrir hans hönd þá tekur maður bara upp hnefana og hringir í lögregluna áður en rukkarinn missir meðvitund.

Hins vegar hefði ég talið að ferlið ætti að vera svona:

  1. Bankinn fer á hausinn.
  2. Innistæðueigendur eiga að fá 20.000 evrur úr tryggingasjóði bankanna.
  3. Aðrir sækja kröfur sínar í þrotabúið, líka þeir sem eiga umfram 20.000 evrur.
  4. Ef ekkert fæst upp í þær kröfur þá er málið dautt.

Það er enginn ríkisábyrgð á tryggingasjóði banka.

Ef ríkisstjórnin vil ábyrgjast þessar innistæður á kostnað núlifandi skattgreiðenda og barna þeirra - þá hlýtur eitthvað mjög alvarlegt vera í gangi sem ég veit svo sannarlega ekki um.

Ps. ég get aldrei verið sóttur um miskabætur fyrir að hjálpa bróðir mínum úr slysi í götunni minni frekar en að láta samsvarandi framlag í söfnunarbauk til styrktar mörgæsum sem ég þekki ekki neitt á suðurpólnum þó ég borði fisk af og til eins og þær.

Sumarliði Einar Daðason, 26.2.2011 kl. 04:19

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæl!  Eru ekki allir, sem telja að farsælast sé að samþykkja samninginn og opna kjaftinn um það, eða skrifa í þá veru, hluti af áróðursvél Breta og Hollendinga?  Ég var enda við að hlusta á Lárus Blöndal, lögfræðing!  Hann bókstaflega sópaði fullyrðingum Frðriks út af borðinu!  Lárus er væntalega, að þínu mati, áróðursmaður Breta og Hollendinga, svo og Ragnar Hall og Lee Bucheit!  Gangi þér vel í áróðursherferð þinni, jafnvel þó hún sé reist á blekkingum og bulli! 

Auðun Gíslason, 28.2.2011 kl. 01:34

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér sýnist á öllu að Lárus sé í vasanum á einhverjum. Hann sópaði engu út af borðinu. Hann hikaði ekki við að leggja fram öfgafyllstu sviðsmyndina í dómstólaleiðinni en hunsaði öfgafyllstu leiðina ef Icessamningurinn er samþykktur.

Þetta er ekkert annað en blekkingaleikur. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband