Já, hvar er birtan?

Eru það merki um betri tíma að Aríonbanki mútar nýjum bankastjóra sem sætir rannsókn vegna verðsamráðs til þess að koma til starfa. Er ofurtrú "kröfuhafanna" og stjórnar bankans slík á einokunar og samráðshugsjónum?

Er það merki um birtu að stjórnlagaþingsfulltrúar eru að fyllast af leiða vegna ruglsins í ríkisstjórninni og valdablokkunum við að yfirtaka þetta fyrirbæri?

Er það merki um bjarta tíma þegar bankarnir senda fjölskyldur á vergang til þess að tryggja "kröfuhöfunum" arð?

Er það merki um bjarta tíma misréttið í samfélaginu eykst í sífellu?

Er það merki um bjarta tíma að einstæðum mæðrum og öryrkjum er gert að lifa á framfærslu sem dugar ekki fyrir mat?

Er það merki um birtu þegar meginþorri manna hefur vart efni á því að ferðast innanbæjar hvað þá heldur lengra?

 


mbl.is Merki um að tekið sé að birta til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei en bankar og fyrirtæki mörg hver mata krókinn sem aldrei fyrr! Skammgóður vermir og leiðir til hruns alls hagkefírs okkar á skömmum tíma ef ekkert verður að gert!

Sigurður Haraldsson, 11.3.2011 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband