2011-03-21
Gefum skít í börnin en verjum spillt kerfi..
...virðist vera mottó ríkisstjórnarinnar.
Sendi eftirfarandi pistil á Smuguna fyrir nokkru sem hún hefur ekki séð sér fært að birta:
Það vekur athygli þessa daganna að reka á yfir tug stjórnenda í leikskólum og grunnskólum. Sameina á skóla og leikskóla og þrengja að börnum í samfélaginu. Í sömu viku berast fréttir af því að kerfi sem hefur verið styrkt með hundruðum milljarða úr vösum skattgreiðenda lætur sér ekki muna um að greiða bankastjórum, skilanefndarmönnum og skiptastjórum margföld leikskólastjóralaun.
Stjórnvöld vilja auka atvinnustig með því að ríkið kosti mannvirkjagerð en á sama tíma er heilbrigðisstarfólki sagt upp. Meiri steypa og minni þjónusta virðist vera mottó ríkisstjórnarinnar.
Stjórnvöld hafa skuldsett ríkissjóð fyrir yfir þúsund milljarða sem börnunum sem er verið að þrengja að núna er ætlað að greiða í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar eins og hún hefur birst á síðustu árum er ósjálfbær og miðar að því að tryggja velsæld þess hóps sem setti þjóðarbúið á hausinn og senda reikninginn til afkomenda.
Það hefur ekki skort á yfirlýsingarnar frá ráðherrunum sem líta svo á að þeir séu sveittir upp fyrir haus við að bjarga þóðinni. Yfirlýsingarnar hafa þó holan hljóm. Árangurinn í breytingarstarfsemi er enginn. Leyndarhyggan ræður ríkjum og blekkingarleikurinn heldur áfram á meðan fólk líður skort almennri heilsu hrakar ofbeldi eykst og börn og unglingar ganga svöng í skólanum.
Hvað er það sem ráðherrarnir eru að bjóða almenningi upp á? Jú þeir krefjast þess að velferðarkerfið sé rifið niður til varnar kerfinu sem leiddi ógæfu yfir þjóðina. Og hvað bjóða þeir í staðinn:
Það hvílir leynd yfir því hverjir eiga bankanna.
Það hvílir leynd yfir því hverjum var bjargað með neyðarlögunum.
Flokkarnir halda áfram að nota aðstöðu sína á þingi til þess að skammta sjálfum sér fjármuni úr vösum skattgreiðenda.
Mútur til flokkanna hafa verið festar í sessi í nýjum lögum.
Stjórnvöld halda áfram að reka nagla í líkkistu réttarfarsins með því að hunsa hæstaréttardóma sem eru lélagir‟ en láta undir höfuð leggast að gera umbætur á spilltu dómskerfi.
Í stjórnsýslunni er vangeta umborin og kostnaðurinn sem hlýst af vangetunni færður yfir á skattgreiðendur.
Mennirnir sem hafa rústað samfélaginu ganga um á sjálfteknum eftirlaunum þótt þeir séu í toppstörfum sem Össur Skarphéðinsson hefur útvegað þeim. Stjórnalaþingið er grín og það skrifast á lélega stjórnendur. Fjármálaráðherrann hannar kerfi utan um bankanna sem gerir honum kleyft að víkjast undan ábyrgð. Er þetta heigulsháttur spilling eða heimska. Ég læt hann um að svara því.
Ráðherrarnir hreinlega prumpa yfir þjóðina svo ég orði þetta nú bara pent.
Almenningur á heimtingu á því að vita hverjir eiga bankanna sem honum er gert að styrkja og eiga viðskipti við. Gleymum ekki að þessir bankar voru færðir úr eigu almennings með mjög vafasömum aðferðum í einkavæðingaferlum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Almenningur á heimtingu á að upplýst sé um hverjum var bjargað með neyðarlögunum og hvernig fjárstreymið var í Landsbankanum árið fyrir hrun. Umgengni stjórnmálamanna við almenning er ruddaleg. Öllum megninþáttum mála er haldið leyndum en heimtað af almenningi að hann fylli svartholin sem glæpastarfsemi í bönkunum hefur skilið eftir sig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Segja sig úr þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Jakobína, til að breyta þessu öllu dugar ekkert annað bylting. Hvar er hún.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 21.3.2011 kl. 13:58
...Mútur til flokkanna hafa verið festar í sessi í nýjum lögum...
Ég geri tafarlausa kröfur sem borgari til þess að þessi lög verði felld úr gildi í ljósi þess að stjórnmálaflokkum á - sé raunverulegrar sanngirni og réttlætis gætt - að vera óheimilt að taka við styrkjum frá einstaklingum og lögaðilum. Nóg er að benda á hörmulegar afleiðingar þess að fjórflokksfélagar tóku við mútufé - uppsafnað þúsundum milljóna - frá óreiðumönnum Íslands og loftbólufyrirtækjum þeirra á löngu árabili.
Styrkir til Samfylkingarinnar flokki "jöfnuðar og jafnréttis" árið 2006 frá lögaðilum nam 102.000.000 ISK - að núvirði um 195.000.000 ISK og þá eru hundruðir milljóna ekki tilteknar sem braskar flokksins, feitir og sællegir, sölsuðu undir sig í skjóli tengsla sinna inn í fjármálastofnanir s.s. SPRON.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.