Jóhanna skilur ekki hugtakið mannréttindi

Ég sótti um stöðu skrifstofustjóra í ráðuneyti Jóhönnu í lok 2007 eða byrjun 2008. Þá var Jóhanna ráðherra jafnréttismála.

Umrædd staða hét skrifstofustjóri stjórnsýslu og stefnumótunnar. Ég hef lokið námi í stjórnsýslufræði með áherlsu á felagshagfræði og lýðheilsu við erlendan háskóla sem raðast langt fyrir ofan HÍ í gæðum. Ég hef einnig lokið meistaranámi í stefnumótun og stjórnun við HÍ.

Sá sem ráðin var í stöðuna var karlmaður...lögfræðingur...með fimm ára menntun og enga stjórnunarreynslu.

Ég var með tíu ára menntun...mikla stjórnunarreynslu og menntun sem hæfði betur stöðunni en ég var og er enn kona.

Ég kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem heyrði undir ráðuneyti Jóhönnu og tapaði málinu.

Það er mjög alvarlegt mannréttindabrot að hafa að engu margra ára menntun og gera hana þar með verðlausa af þeim sem eiga að bera ábyrgð á mannréttindamálum í landinu.

Jóhanna hefur á ferli sínum sem ráðherra marg oft brotið lög sem eiga að tryggja mannréttindi og það er á engan hátt nægilegt að hún setji nefnd í málið.

Hún er einfaldlega vanhæf.

Ég hvet femínistafélagið til þess að gera úttekt á ferli mannaráðninga Jóhönnu frá því að hún varð ráðherra.


mbl.is Tekur niðurstöðuna alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá forvitni. Hver var röksemd kærunefndar til að dæma þér í óhag?

Ef jafnréttisnefnd var óhæf til að dæma í þínu máli (miðað við það sem þú segir finnst mér fáránlegt að það hafi verið gengið framhjá þér) er hún þá hæfari til að dæma í máli Önnu?

Björn (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stofnanir á Íslandi hvort sem um er að ræða kærunefnd eða dómstóla eru hallar undir valdið. Flest mál af þessu tagi hafa tapast annað hvort í kærunefnd eða fyrir dómstólum. Konur eru nánast hættar að kæra vegna þessa.

Röksemdir kærunefndar voru nánast engar. Hún vísaði bara í annað mál (eitthvað um vald stjórnenda minnir mig). Flestum mínum rökum var ekki svarað í niðurstöðunni. Ég geymi öll gögn vegna þessa máls og skrifa kannski um það síðar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2011 kl. 17:17

3 identicon

Já það er sorglegt, það verður gaman að heyra þína sögu um þetta, þótt síðar verði.

Björn (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband