Landsvirkjun tapaði hundrað milljörðum í áhættufárfestingum

Já sinnaðir tala mikið um að samþykkja þurfi Icesave til þess að auka traust í alþjóðasamfélaginu. Látið er að því liggja að "alþjóðasamfélagið" þurfi að treysta Landsvirkjun betur og að hver íslensk fjölskylda eigi að borga Bretum og Hollendingum nokkrar milljónir svo að Landsvirkjun geti fengið hagstæðari lán til þess að reisa fleiri virkjanir fyrir álver.

Friðrik Sóphusson og stjórn Landsvirkjunar þ.á.m. Samfylkingarkonan Bryndís Hlöðversdóttir voru fyrir hrun eins og margir pólitíkusar og embættismenn mjög upptekin af því að græða. Landsvirkjun var eins og spilavíti þar sem veðjað var á gengisbreytingar og afleiðingarnar voru tap upp á hundrað milljarða.

Þessu er reint að sópa undir mottuna eins og ýmsu öðru sem gekk á meðal þeirra sem virðast hafa misst bæði rænu og vit fyrir bankahrun. Nú á að redda þessu með því að rukka börnin okkar um þetta.

Jóhannes Björn segir á bloggi sínu:

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.

 


mbl.is Kannar afstöðu lesenda til Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nákvæmlega....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2011 kl. 00:36

2 identicon

einstaklega rétt og vel orðað =)

dagur thomas (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 02:10

3 Smámynd: Óskar

Það að Landsvirkjun hafi staðið í einhverjum áhættufjárfestingum árið 2007 kemur þessu máli bara nákvæmlega ekkert við.  Hversvegna getið þið Nei sinnar ekki skilið að Neiið ykkar kemur til með að kosta margfalt icesave?  Hvaða stífla í hausnum á ykkur veldur því að mjög einfaldar staðreyndir komast ekki inn fyrir skelina?

Óskar, 25.3.2011 kl. 02:35

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Jakobína, já það hafa verið miklar vengaveltur yfir því hjá mér af hverju Ráðamenn okkar vilja bara að við borgum þó svo að ábyrgðin okkar sé ekki til staðar...

Þetta er merkilegur punktur sem þú kemur með...

Óskar hvaða staðreyndir ert þú að tala um...

Landsvirkjun sem verið hefur í áratugi á ekki eða ætti ekki að vera í skuldarstöðu...

Eins ætti að vera hægt að segja um OR...

Að bæði þessi fyrirtæki skuli vera í þessari fjárhagsstöðu segir okkur hinum að það er sko ekki búið að vera góðir stjórnendur þar við völd...

Icesave hefur ekki Ríkisábyrgð og verður ekki löglegur okkur til borgunar nema samþykktur verði og það segir allt sem segja þarf um ábyrgð okkar á þessum ósóma sem er verið að reyna að troða á okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.3.2011 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband