Jáið byggir á litlu hyggjuviti

Auknar erlendar skuldir munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar og draga úr almennum kaupmætti. Þetta skiptir litu máli fyrir stjórnmálamenn og bankastjórna því þeir hækka bara launin sín þegar vöruverð hækkar.

Skuldastaða Íslands er grafalvarleg og mun versna ef ríkissjóður samþykkir Icesave.

Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru yfir 300% af vergri landsframleiðslu. Þetta þýðir að Ísland er áhættupappír. Það vita það allir sem hafa eitthvað vit á fjármálafræði að aukin áhætta hækkar vaxtaprósentu -þ.e. að vaxtaprósenta speglar áhættu.

Þetta vissu fjárfestarnir sem lögðu fjármuni inn a hávaxtareikninga Icesave. Þeir hirtu í mörg ár gróðann af háum vöxtum en vilja núna færa tapið á íslenska skattgreiðendur sem ekki tóku þátt í þessum viðskiptum.

Með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave er verið að taka miklar skuldbindingar á ríkið sem hefur engar skuldbindingar gagnvart Icesave eins og staðan er í dag.

Það eru eingöngu þeir sem ekki þekkja til Icesave og stjórnmálamenn og málpípur þeirra sem láta sér detta í hug að Jáið sé kostur.

Hvers vegna vila stjórnmálamenn já við Icesave. Jú Jóhannes Björn telur skýringuna vera:

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.

Nei við Icesave.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk þú er sönn í vörn okkar gegn stjórnarmafíunni og elítunni sem hér er allt að drepa! Straumurinn út frá landinu mun aukast gríðarlega ef IcesaveIII verður samþykkt!

Sigurður Haraldsson, 26.3.2011 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband