2011-03-27
Hví ekki að borga skuldir Björgólfs Thors?
Gáfumenn Áframhópsins eru nú í óða önn að svara þessari spurningu.
Hvers vegna ekki að fækka kennslustundum í grunnskólum...reka starfslið leikskóla og hætta að sinna veikindum fólks á landsbyggðinni til þess að Björgólfur Thor geti áhyggjulaus farið í siglingu á snekkjunni sinni með fjölskylduna?
Já það þarf miklar gáfur til þess að finna góðar ástæður til þess að senda Ísland til fjandans svo að Björgólfur Thor geti gengið reistur í útlöndum og sagt að hann hafi látið ríkisstjórn Íslands redda þessu.
Þegar fyrri Icesave samningur lá fyrir spáðu málpípur ríkisstjórnarinnar því að Ísland myndi verða Kúba norðursins ef þjóðin hafnaði Icesave.
Nú ganga Já menn sem kalla sig Áfram hópinn og segjast vera gáfaðri en Nei hópurinn.
Niðurstaða þeirra er því að þjóðin á að taka að sér að greiða skuldir banka sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gaf Björgólfi Thor & co sem skröpuðu allt fé innan úr honum vegna þess að það sé gáfulegt.
Gáfumennirnir í Áframhópnum virðast ekki skilja innihald samningsins þrátt fyrir miklar gáfur. Því er gjarnan haldið fram af gáfumannadeild áframhópsins að nú sé Ísland ekki ábyrgt fyrir höfuðstólnum vegna þess að Ísland sé bara ábyrgt fyrir því sem verður afgangs af höfuðstólnum eftir endurheimtur árið 2016. Ég spyr hver er munurinn?
Áframdeildin hefur valið Bjarna Ben og Tryggva Þór Herbertsson sem lukkudýr fyrir hreyfingu sína. Þessi lukkudýr eru helstu talsmenn ójöfnuðar og báðir mjög flæktir í útrásina með vafasömum hætti.
Innistæður opinberra stofnana, tryggingafélaga og fjárfestingarfélaga á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi nema hundruð milljarða íslenskra króna. Íslensk stjórnvöld nýttu ekki heimild í EES-samningunum til að undanþiggja þennan hluta innlánanna ábyrgð sjóðsins þrátt fyrir að vænn hópur hafi þegið nefndargreiðslur í tvö ár fyrir að sjá um innleiðingu þessarar heimildar í ráðuneyti Björgvins G Sigurðssonar.
Icesave-hópar stækka ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér má lesa um heimspeki Björgólfs Thors:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=284730&pageId=4139027&lang=is&q=Er%20bankinn%20ekki%20allur%20til%20s%F6lu
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 18:14
Icesave kjörseðillinn, Nei = Bjöggi á að borga
http://kryppa.com/ja-til-helvitis-me-island/
A4 mynd, tilbúin til útprentunar: http://kryppa.com/wp-content/uploads/2011/03/icesave.atkv_.a4.jpg
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 18:27
ið förum þangað sem aðrir veigra sér við að fara,“ segir Björgólfur
Thor um fjárfestingarstefnu Novators. „Okkur þykir best ef flækjustigið
er hátt og fælir frá aðra fjárfesta.“ Við þetta má bæta að Björgólfur er mjög hrifin af því að aðrir borgi skuldir hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.3.2011 kl. 18:31
Bara að benda fólki á að í annarri viku október tók FME yfir Landsbankann og þar með skuldir hans. Því er það náttúrulega brandari að tala um skuldir Björgúlfs Thors. Ekki það að ef hann hefur tekið peninga úr Landsbanka til eigin nota ólöglega þá hlýtur hann að vera sakfeldur og dæmdur fyrir það. Minnir endilega að það hafi verið þúsundir hlutahafa í flestum þessum bönkum þó aðaleigendur hafi náttúrulega verið nærri alls ráðandi þar. En þetta með að við séum að borga skuldir þessa eða hins erun náttúrulega brandari. Alltaf þegar fyrirtæki eða banki fer á hausinn þá lendir kostnaður í ríkinu hvort sem er vangreidd gjöld eða vegna vangreiddra lána. Fyrirtæki og þeirra lán eru ekki persónulega á ábyrgð eigenda. Þetta vita allir sem vilja vita það. Sem og að ríkið var að verja innistæður fólks í Landsbanka. Mér skilst reynar að Björgvins Thor skuldi aðallega þýskum bönkum sem hafi yfirtekið flest fyrirtæki hans og vinni með honum að skuldaaðlögun.
Finnst alveg nóg að við sitljum uppi með afleiðingar þessara brjálæðinga þó fólk sé ekki að láta sig dreyma um að þeir séu beint eða óbeint borgunarmenn fyrir Icesave.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2011 kl. 19:15
Magnús það er prinsipp atriði að eigendur og stjórnendur gamla Landsbanka verði dregnir til ábyrgðar ásmat því að komast til botns í hvað varð um peningana sem þeir tóku úr Icesave og þá fyrst getum við farið að ræða hver á að borga og hve mikið! Meðan Björgólfur T Björgólfsson er skráður ríkasti íslendingurinn i heiminum þá get ég ekki með nokkru móti samþykkt að kjósa já við IcesaveIII og mun því með stolti kjósa nei. Annað mál gegnir um þig og þína líka flokkræðissinnar og landráðamenn því miður, það á eftir að koma í bakið á ykkur ef svo slysalega vildi til að IcesaveIII fengi brautagengi frá þér og flokksræðinu ásamt elítunni sem sér ekkert nema ESB í hillingum til bætts lífs og framfara!
Sigurður Haraldsson, 27.3.2011 kl. 19:40
Magnús það voru Bretar sem tóku yfir Landsbankann með hryðuverkalögum ef ég man rétt. Það breytir þó engu um það að það var Björgólfur Thor sem safnaði þessum skuldum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.3.2011 kl. 19:49
Það er enginn að biðja þig að greiða skuldir Björgvins Thors, því að það eru ekki skuldir Landsbankans sem verið er að kljást um í Icesave-deilunni heldur endurgreiðslur til innistæðueigenda sem greiddar voru af breskum og hollenskum skattgreiðendum. Þetta má snertir ekki Björgvin Thor, hvernig sem það fer, því að Landsbankinn féll með látum hér um árið og þar með voru Björgvinarnir úr þeirri mynd. Vissulega er undarlegt að þeir skuli ekki vera á bakvið slá, en enn undarlegra að þeir skuli hafa -- í skjóli vina sinna á háum sætum -- getað komið bankanum í þá stöðu sem hann komst. En undarlegast og nöturlegast af öllu er þó að horfa upp á hverja mannvitsbrekkuna á fætur annarri að éta upp hroðann úr ritstjóra Morgunblaðsins, sem í fyrra lífi afhenti vinum sínum bankana og svaf eins og Þyrnirós á meðan þeir spiluðu rassinn úr okkar buxum, en reynir nú eins og rjúpan að koma skömminni á aðra. En það er svo indælt að láta hafa sig að fífli.
Pétur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:09
Bið alla Björgvina þessa heims og annarra forláts að bendla þá við Björgólfs-kóna!
Pétur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:13
Afskaplega er þetta nú ómerkileg og illa ígrunduð færsla Jakobína. Það fer ekki vel að tala niður til og væna stóran hóp fólks um heimsku og illan ásetning.
Staðreyndin er sú að um er að ræða flókið mál sem enginn getur vitað niðurstöðuna af. Enginn veit hvað það mun kosta okkur að segja já og enginn veit hvað það mun kosta okkur að segja nei. Fyrir báðum hliðum eru góð og vond rök en eftir stendur að þjóðin er sett í þá stöðu að kjósa um mál sem hún veit ekkert um og getur aldrei vitað hvor kosturinn er betri. Við stöndum frammi fyrir tveimur kostum og báðir eru vondir. Spurningin er bara hvor er minna vondur og um það getur enginn sagt fyrr en eftir á.
Þannig að fólk sem vill segja "já" er ekki heimsk fífl og landráðamenn og á sama hátt er fólk sem vill segja "nei" ekki heldur heimsk fífl og landráðamenn. Þetta er einfaldlega venjulegt fólk með misjafnt mat á stöðuna.
Hættiði svo að rífast.
Páll (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 23:04
Páll það segir ekkert í þessum pistli um "heimsu eða illan ásetning".
Þetta mál er hreint ekkert flókið. Björgólfur Thor lúrir eins og ormur á gulli á aflandsreikningum og krumpuðum Icesavepeningum sem hann notar til þess að fjárfesta í gagnaverum og öðru í skjóli skattaverndar ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri til þess að koma böndum á hans glæpi sem settu þjóðarbúið í þennan vanda.
Fyrir mér er málið einfalt. Almenningur fær mitt atkvæði og ég segi nei.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.3.2011 kl. 00:04
Þú talar fjálglega og kaldhæðnislega um miklar gáfur. Klárleg er meining þín litlar gáfur.
Þú talar um að senda Ísland til fjandans. Hvað er það annað en "illur ásetningur"?
Hverju Björgólfur Thor liggur á eða ekki kemur stöðu okkar gagnvart þessum IceSave-samningi í dag akkúrat ekkert við. Ég myndi vilja sjá þig ætla að segja "nei" af því það er hagstæðara fyrir þjóðina en "já". Ekki fyrir eitthvað kjánalegt stolt, ósveigjanlega þrjósku eða prinsipp um skuldir einhverra kalla sem koma málinu ekki lengur við.
Páll (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 01:18
Áfram hópurinn auglýsir sig sjálfur sem gáfufólk sem hefur lesið skýrslur o.s.frv. Vissulega er það ásetningur þeirra að leiða þjóðina í ósjálfbæra skuldagildru eða til fjandans en mér sýnist að þeir telji þann ásetningi ekki illan enda kemur þetta sér vel fyrir útvalda einstaklinga eins og t.d. Björgólf Thor og aðra sem eru sekir í aðdraganda hrunsins eins og t.d. hrunstjórnina með Jóhönnu og Össur innanborðs.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.3.2011 kl. 13:10
Nei eða já, af eða á sungum við forðum. Hvort er betri kostur er ómögulegt að segja.
Mér finnst hins vegar ekki rétt að láta atkvæði sitt ráðast af heift og gremju í garð manna eins og ég hef á tilfinningunni að margir geri. Betra er að taka yfirvegaða ákvörðun í samræmi við hvor niðurstaðan komi sér betur fyrir Ísland og Íslendinga í víðu samhengi í framtíðinni. Þar stend ég á gati eins og væntanlega allir því við vitum ekki neitt.
Páll (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 15:31
Ég hef haft tvö ár til þess að kynna mér alla þræði Icesave og ég segi nei og það er kallt mat. Það er til merkis um málefnafátækt Já-sinna að þeir skuli rakka niður þá sem eru andvígir því að börnin okkar verði þvinguð til þess að greiða skuldir Björgólfs Thors. Tal um heift og gremju rennur undan lægstu hvötum þeirra sem svo tala.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2011 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.