Ég lagði þessa spurningu fyrir alla þingmenn. Nokkur földi hefur svarað spurningunni en Jóhanna og Steingrímur eru þó ekki þar á meðal. Ég birti hér svörin frá þingmönnum:
Þingmaður 1 Nei er það
Þingmaður 2 Já ég get svarað þessari spurningu. Svarið er nei.
Þingmaður 3 Ríkisstjórnin fer með framkvæmdarvaldið og getur ekki framselt það. 'Eg hef setið á Alþingi í Íslendinga í umboði þeirra sem hafa kosið mig og sinni verkefnum mínum af heiðarleika en verður annarra að meta störf mín þegar þar að kemur.
Þingmaður 4 Ég er bara hjartanlega sammála þér Jakobína, þetta er ömurlegt. Takk fyrir endalaust baráttuþrek
Þingmaður 5 Áttu við hvort VE stjórni Íslandi eða hvort það sé launatékkinn eða völd sem haldi þingmönnum í sætum sínum?
SA og önnur hagsmunasamtök stjórna allt of miklu en þó mun minna en ég held að þau hafi gert á valdatíð Sjálfstæðismanna. Hvort það séu völd eða laun sem haldi þingmönnum í stólum sínum get ég bara svarað fyrir mig; hvorugt. Ég hafði betur upp úr mér fyrir mun minni vinnu sem sjálfstætt starfandi (...) og upplifi ekki að ég hafi nein völd. Fyrir mér er þingmennskan þegnskylduvinna.
Þingmaður 6 Nei, hann gerir það ekki. En menn eins og hann, sem berjast fyri sérhagsmunum og ekki almannahagsmunum, hafa alltof mikil völd.
Þingmaður 6 Það er ekki útséð um það hversu miklu SAA munu fá framgengt í sinni kröfugerð en víst er að þeir tala eins og sá sem valdið hefur, og telja sig augljóslega vera þess umkomna að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Ég held að ástæðan fyrir því hversu augljóst þetta er nú um stundir sé sú, að í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins þurftu þeir aldrei að byrsta sig. Þér réðu einfaldlega því sem þeir vildu ráða. Sá er munurinn.
Þingmaður 7 Nei, það má náttúrlega alls ekki vera þannig að Vilhjálmur Egilsson eða SA stjórni Íslandi. Ég verð að játa að mér finnst bíræfni þeirra og frekjugangur oft fram úr hófi. En við verðum að standa gegn þeim það ætla ég minnsta kosti að gera.
Þingmaður 8 Sá ekkert spurningamerki en get tekið undir hugleiðingar þínar. Ég sendi þessum þingmanni ábendingu um að spurningin væri í fyrirsögninni og fékk þá þetta svar: Fór of hratt yfir. Já, hann er sannarlega einn af þeim tiltölulega fámenna hópi.
Þingmaður 9 Nei, ég er alveg á gati og skil ekki einu sinni spurninguna. Ég sendi þessum þingmanni ábendingu um að spurningin væri í fyrirsögninni og fékk þá þetta svar:Sæl, ég skil ekki fyrirsögnina heldur. Hvað meinarðu með að stjórna Íslandi? Það eru auðvitað margir kraftar sem stjórna einu landi eða þjóðfélagi, ríkisstjórn, fjármagn etc, etc. Ég veit ekki nákvæmlega um hversu valdamikill Vilhjálmur Egilsson er í hinu stóra samhengi hlutanna, enda hugsa ég sjaldan um hann. Ég hef semsagt ekki hugmynd um það, en prívat og persónulega finnst mér Villi Egils bara vera lítill skítur.
Þingmaður 10 Ég átti svolítið erfitt með að greina spurningu í annars athyglisverðum hugleiðingum. Nema þó þá, hvort eingöngu sé það launatékkinn sem laði ráðherra og þingmenn að störfum sínum eða hvort völd geri það líka. Hér verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en í mínu tilviki er það nú líklega einna helst löngun til þess að verða að liði og gera gagn sem laðar mig að þessu starfi. Ef ég geri ekki gagn, á ég ekkert erindi í þetta.
Þingmaður 11 sael er erlendis, skal svara tegar kem heim
Þingmaður 12 Mér skilst að Adam Smith (sá sem kapítalistar vitna gjarnan í varðandi ósýnilegu hönd markaðarins) hafi alfarið lagst gegn því að vinnuveitendur/atvinnurekendur fengju að bindast samtökum. Hann taldi að þann rétt ættu aðeins starfsfólkið að hafa, því svo mikið hallaði á þá gagnvart fjármagninu og valdinu sem því fylgir. Ég get ekki betur séð en að hann hafi haft ýmislegt til síns máls þegar ég hlusta á málflutning SA.
Funda með embættismönnum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.