Næsta skrefið að setja strikamerkingar á rassinn á íslenskum skattgreiðendum

Íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið upp á þeim fjanda að selja Bretum og Hollendingum íslenska skattgreiðendur.

Helmingur þessara einstaklinga sem seldir hafa verið í skattaánauð eru börn. Þau eru einfaldlega seld.

Spurningin er hvað eru íslensk yfirvöld að kaupa þessu verði.

Jóhannes Björn hefur sett fram þá tilgátu að íslenskir stjórnmálamenn séu háðir bönkunum og að meiri hluti þingmanna frá hruntímabilinu séu flæktir í kúlulánaævintýri bankanna.

Það er líka þekkt að fyrirtæki eðalkjölfestufjárfestisins Björgólfs Thors hafa lagt flokkunum til hundruð milljóna í styrki.

Já hvað er verið að kaupa?


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistillinn er einn samfelldur brandari en þetta er best:"Jóhannes Björn hefur sett fram þá tilgátu að íslenskir stjórnmálamenn séu háðir bönunum ".

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott að hafa húmorinn í lagi.

Mér finnst þó lítið grín að stjórnmálamenn virðast hafa tapað glórunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.4.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Jakobína og það hlítur að vera mikil örvænting hjá Steingrími og þeim núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 16:25

4 identicon

Þetta er miklu betra eftir leiðréttingar. Ég ætla að vona að skrif um sölu á börnum sé líkingamál. Þú er væntanlega að vísa til þess að í samningnum sem kjósa á um er gert ráð fyrir hámarki greiðslna á hverju ári og að greiðslur taki lengri tíma(fleiri ár) ef endurheimtur úr þrotabúi Landsbanka verða minni en áætlað er. Efnislega er fjallað um allt sem þú nefnir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.(Getur þú sagt mér við hvað Jóhannes Björn starfar?)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 17:27

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína, ég held að þetta snúist meira um þor, að hafa kjark til að ganga gegn ríkjandi hugsun eða hinu hefðbundna.

Þrælastefna AGS er hin hefðbundna lausn, og það að gera hina ríku, ennþá ríkari.

Kúlulánin skýra margt, en ekki svik írskra stjórnmálamanna eða þeirra portúgölsku, hvað þá grísku svikin.

Vandi okkar er ekki séríslenskur, en við gætum mótað íslenska lausn.

Nei-ið þann níunda er liður í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hrafn mér er fúlasta alvara. Skattar hafa í för með sér fórnir frá skattgreiðendum. Þetta er réttlætanlegt þegar skattarnir eru notaðir í að auka velferð og bæta samfélagið.

Það er hins vegar óafsakanlegt að stjórnvöld skuli vera leggja skatt á herðar börnum um langa framtíð til þess að tryggja hagsmuni innstæðueigenda.

Þetta er sérlega ógeðfelt fyrirbæri og náskylt barnaþrælkun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.4.2011 kl. 19:16

7 identicon

Skattar eru fórn í þeim skilningi að ráðstöfunartekjur minnka. Hluti skatta rennur til baka í formi bóta og annarra greiðslna. Vandinn við skattinn hér á landi eru fyrst og fremst tengd ótrúlega umfangsmiklum skattsvikum.Tekjudreifin hér er ójafnari en á Norðurlöndum. Afar miklu máli skiptir að tengja persónuafslátt við veruleikann.Börn eru ekki skattskyld hér á landi eins og allir vita. Þjóðin mun borga Icesave rekninginnog það gerir enginn annar. Enginn getur vitað nú hversu langan tíma það tekur. Með hóflegri bjartsýni skulum við segja 2016. Íslendingar er ein af ríkustu þjóðum heimsins. Þjóðin er ung og menntun er almenn og góð. Langlífi er með því mesta sem gerist. Dánartíðni ungbarna er sú lægsta í heimi. Allt tal um barnaþrælkun og það að selja börn í skattaánauð er hreint út sagt ömurlegt og lágkúrulegt. Slíkt tal ber merki um málefnalega fátækt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:10

8 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

hrafn virðist ekki skilja þetta.. Þegar þessu er líkt við barnaþrælkun er átt við að börn, ýmist ófædd eða ekki orðin nógu gömul til að vinna, þurfa að borga hluta af þeirra launum til Breta og Hollendinga þegar þau svo loksins fara út á vinnumarkaðinn. Ef þú fattar ekki samlíkinguna þarftu að fara hreinsa aðeins til þarna uppi hjá þér félagi.

Charles Geir Marinó Stout, 3.4.2011 kl. 21:26

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.

Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!

Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?

Einnig mætti spyrja:

Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?

Auðvitað á að innheimta ALLAR útistandi skuldir, líka skuldir þeirra sem stýrðu eða tengdust Landsbankanum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 01:02

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eitt að enginn þarf að standa skil á glæpastarfseminni í bönkunum nægir mér til þess að segja NEI

Það eitt að bankastjórar gangi út úr bankanum með tugi milljóna nægir mér til þsee að segja NEI

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband