Fastir í grárri forneskju

Vilhjálmur Egilsson tilheyrir þeirri tegund Íslendinga sem eru fastir í grárri forneskju. Hann lítur á launþega sem hjörð sem þarf að stilla til friðar með kúgun og virðist telja valfrelsi þeirra í kosningum til trafala.

Hann er einning baráttumaður fyrir því að kvótakerfi verði fest í sessi sem ber keim af þeirri tíð þegar rukkarar lordanna riðu um héruð og hirtu búpening og uppskeru af bændum. Draumsýn þessarar tegundar Íslendinga er að halda uppi kúgaðri stétt leiguliða og launþega í vistaböndum fátæktar.

Forkólfar ríkisstjórnarinnar eru líka smitaðir af þessari draumsýn og því er þjóðinni sú hætta búinn að ríkisstjórnin lyppist niður við hótanir Vilhjálms vegna þess að hún komi ekki auga á því siðleysi sem felst í þeim. Þau eru í sama heimi hroka og réttlætinga á virðingarleysi fyrir alþýðu manna. 

Fyrirbærið Icesave samningur hefur fært þessa draumsýn upp á nýtt svið og opnað nýjar víddir í verslun ríkisvaldsins með launþega og skattgreiðendur. 


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband