Þessu er haldið leyndu af stjórnvöldum

Er það rétt að Landsbankinn hafi keypt tryggingu vegna Icesave í Bretlandi?

Er það rétt að þessi sjóður hafi greitt út innstæður Breta í Icesave upp að 50 þús evrum?

 Samkvæmt því sem kemur fram á FSCS virðist þetta vera raunin

Þetta kemur heim og saman við það sem mér var sagt af aðila sem þekkir vel til í málefnum Landsbankans og Icesave.

Í tilskipun ESB er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv.Viðskiptaráðuneytið fékk ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina.  Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin átti að ljúka störfum í september sama ár. Nefndin hélt fjölmarga fundi en innleiddi aldrei tilskipunina.

Þegar ég leitaði eftir skýringu á því í byrjun árs 2009 hvers vegna umrædd tilskipun var ekki innleidd var mér tjáð að það hefðu verið vegna þess að stjórnendur landsbankans hefðu keypt tryggingu upp að 50 þúsund Evra. Því væri þessi tilskipun óþörf.

Því er nú haldið fram að þessari tryggingu hafi borið að bæta breskum innstæðueigendum innstæður sínar upp að 50 þúsund EVRA. Sögur herma einnig að það hafi verið gert.

Hvers vegna hefur RUV ekki fjallað um þetta?

Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki fjallað um þetta?


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því þetta er eitt stórt samsæri!

J (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:54

2 identicon

Það er ekki flókið af hverju þetta hefur ekki verið upplýst.

Þettar lið, þingmenn og samninganefndin, þjáist öll á Svavars syndróninu. Það nennir þessu ekki og vill ekki hafa þetta hangandi yfir sér. Þess vegna hefur þetta fólk ekki kynnt sér málin og veit ekki að þessari tryggingu.

Bretarnir vita þetta og eru að nota Icesave málið sem féþúfu. Þeir ætla sjálfir að hirða þetta fé sem þetta tryggingafélag hefur borgað út.

Það er alveg ljóst að þetta er fé sem einhver ætlað að stela. Annað hvort breska ríkið eða samninganefndirnar.

Annað þessar fjárhæðir eru í pundum, ekki evrum.

Páll (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 01:37

3 identicon

Jæja Jakobína segirðu "stjórnvöld" haldi þessu leyndu?

Já, ó, afsakið, þú ert auðvitað að tala um strengjabrúður alþjóða gjaldeyrissjóðsins og dyramottur auðvaldsins. Sem sagt "stjórnvöld" innan gæsalappa. Það verður gott að vera laus við þau!

Fram, fram fylking! Nýtt Ísland!

Nýtt Ísland (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:04

4 identicon

@Páll...já ætli letin hafi ekki náð þarna nýjum hæðum. Maður fer loksins að skilja hvers vegna blessuð letin var talin ein af dauðasyndunum. Hún getur orðið argasta siðleysi, til eru menn sem nenna ekki bara ekki að vinna vinnuna sína, eins og fólkið þarna á þingi, heldur nenna þeir heldur ekki að halda höfði og standa í lappirnar, sýna neina sjálfsvirðingu eða standa í því að hugsa og reyna að breyta rétt, hvað þá leita að röddu samvisku sinnar. Þeir vilja bara fara í vinnuna, taka við skipunum, vera hlýðnir, og fá borgað, og fara svo heim og horfa á sjónvarpið, vakna næsta daga og gera það sem yfirmaðurinn segir þeim, og hugsa það sem borgar sig fjárhagslega fyrir þá þá og þá stundina. Síðan forðar blessuð letin þeim líka frá því að þurfa að horfast í augu við þetta. Þeir eru of latir til að stunda neina sjálfskoðun eða sjálfsgagnrýni, hvað þá sjálfsbetrun, sem er hlutur sem þeir hafa óbeit á innst inni.

Nýtt Ísland (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband