Ég fékk bréf frá Jóhönnu Sigurðar og Degi Eggerts

Ég birt hér póstinn sem ég fékk frá Jóhönnu og Degi og svar mitt til þeirra. 
 
Sæl Jóhanna og sæll Dagur
 
Ég er sammála því að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave snýst ekki um þessa ríkisstjórn. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla snýst um ríkisstjórnir sem setið hafa við völd undanfarna áratugi og blóðmjólkað almenning. Hún snýst um spillt flokkakerfi og forkólfana sem líta á skattgreiðendur sem skiptimynt í valdaspili. Hún snýst svo sannarlega um AGS, EES og ESB og þeirra stefnu og regluverk. Og hún snýst um réttlæti.Hún snýst einnig um þá glórulausu hugmynd að skattgreiðendur eigi að vera tryggingpottur fyrir sparifjáreigendur.
 
Það er grundvallarmiskilningur að JÁ þýði að málinu ljúki með sátt. Jón Baldvin Hannibalsson hafð forræði að því að innleiða EES samningin og Vigdís Finnbogadóttir brást skyldu sinni þegar hún vísaði honum ekki til þjóðarinnar. EES samningurinn er forsenda þess að Icesave varð til. Vegna þess að lýðræðið var hunsað við innleiðingu samningsins er þetta mál ekki mál þjóðarinnar, ekki mál skattgreiðenda heldur einungis mál spilltra stjórnmálamanna. Þess vegna mun aldrei verða sátt um þetta mál af hálfu þeirra sem vilja lýðræði.
 
Ég er ekki hrædd við að berjast fyrir hagsmunum barna minna og annarra þeirra sem þurfa að líða fyrir lántökugleði stjórnvalda. Það liggur nú þegar fyrir að spár og áætlanir AGS hafa ekki staðist heldur eru hagtölur mun lakari en ráð var gert fyrir. Orðalag eins og "gæti fallið" og "margt bendir til" afhjúpar þá áhættu sem ríkisstjórnin vill nú leggja á íslenska skattgreiðendur og komandi kynslóðir.
 
Það er mjög vanhugsað og ber vott um kunnáttuleysi í hagfræði og viðskiptafræði að halda því fram að auknar skuldbindingar ríkissjóðs munu leiða til hagstæðari lánakjara og aukins aðgangs að lánsfé. Þeir sem eru vel að sér í þessum fræðum gera sér fulla grein fyrir því að þeir sem veita lán gera það á forsendum viðskiptahagsmuna. Litið er til hlutfalls á milli skulda, eigna og tekna þegar lántakandi er metin og vaxtaprósenta speglar áhættuna sem felst í viðskiptunum. Á sviðaðan hátt eru ríki metin eftir því hvernig erlendar skuldir og verg landframleiðsla spila saman.
 
Ég gæti sem best trúað að tafir á fjármögnun framkvæmda og rekstrar liggji helst í því að ekki hefur verið tekið á þeirri gríðarlegu spillingu sem hér viðgengst og að í stað þess að spíta fjármagni í atvinnulífið er fjármunum haldið í gíslingu í bönkum sem ríkisstjórnin hefur ekki talið eftir sér að styrkja.
 
Að lokum vil ég spyrja hvort Landsbankinn keypti sig inn í tryggingakerfi FSCS (svo segir á heimasíðu þess) og hvort að Bretar hafi fengið bættar innstæður upp að 50 þúsund Evrum eða alla vega átt rétt á því frá FSCS. Sjá: http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/
 
Ef svo er hvers vegna hefur það ekki verið rætt og þjóðin upplýst um þetta.
 
 
Óska ykkur alls hins besta
 
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Stjórnsýslufræðingur
 
----- Original Message -----
Sent: Wednesday, April 06, 2011 6:18 PM
Subject: Hvert atkvæði skiptir máli, segjum JÁ

Ágæti Samfylkingarfélagi,

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave snýst ekki um ríkisstjórnina. Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu.

Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð.. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.

Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu.

Fyrirliggjandi samningur sem 70% alþingismanna hefur þegar samþykkt, gerir ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendir til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar.

Kostnaður samfélagsins af Icesave-deilunni hefur hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt er að fullyrða að sá kostnaður er og verður mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega fellur á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið er óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verður Icesave fyrir íslenska þjóð.

Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands.

Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.

Jóhanna Sigurðardóttir
formaður Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson
varaformaður Samfylkingarinnar


mbl.is Umboðsmanni verður svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei eða já. Skiptir engu máli kæri Pjetur.

Páll (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:18

2 identicon

Mitt heimili er skyndilega með ekkert eigið fé, skuldar 100% meira en vorið 2008 og vextir hafa verið hækkaðir um 300% á húsnæðisláninu til næstu 40 ára eða þar um bil. Við höfum ekki efni á að skrifa undir frekari skuldbindingar, takk en NEI takk.

sr (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:21

3 identicon

Þetta líkar mér Jakobína !

Rífa almennilegan kjaft við landráðahyskið !

Nýjasta könnun hjá ÚtvarpSaga sem er  í gangi núna og niðurstöður sjást jafnóðum 80 % segja NEI við Icesave
http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_pollxt&task=init&pollid=180

Frábær umræða Guardian heiðvirðir rökréttir og sanngjarnir bretar taka upp hanskann fyrir Íslendinga vilja NEI-Icesave sýnum fordæmi.
http://www.guardian.co.uk/business/2011/apr/03/icesave-bailout-splits-iceland-voters?commentpage=all#start-of-comments

Fín samantekt orða landráðafólks á Alþingi réttlætta Icesave 2 !
Af hverju treysta þeim núna ?
http://www.youtube.com/watch?v=momD7GkSbZw


Við erum með verri samning ef eitthvað er og eigum að segja NEI bara út á það eitt að landráðafólk Alþingis úr öllum flokkum afsala lögsögu Íslendinga í málum sem tengjast hruninu og neyðarlögunum og ákváðu í leiðinni að slík landráð og alverlegur glæpur gegn fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar ætti ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þó að slíkt sé alfarið skilyrði í stjórnarskr lýðveldisins og þjóðríkisins Íslands !?!

Ég þvinga ekki fólk til að borga ekki ef þau vilja borga stríðsglæpa-, hryðjuverka-, og barnamorðingjaríkjum breta- og hollendingahyskis.

Ég þvinga engan og læt ekki þvinga mig af aumingjum þessarar þjóðar sem hafa afhjúpað sig alfarið sem undirlægjur og er sama um velferð Íslensku þjóðarinnar sem hafa ekki efni á að borga þessi landráð þeirra enda finnum við mest fyrir því en ekki þessar úrkynjuðu landeyður sem hvort eð er sníkjulifnaðarlífi á samfélaginu og verðmætasköpun þess !

Gestur (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:49

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Flott hjá þér Jakobína

Ekki svöruðu þau þér síðustu spurningunni hvers vegna ætli það sé,Sennilega vegna þess að þau vita að þau eru ekki starfi sínu vaxin og eru landráðspakk.

ÉG SEGI NEI ÞANN 9 BARNA MINNA OG BARNABARNA ÞVÍ ÉG ELSKA ÞAU.

Jón Sveinsson, 6.4.2011 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband