Gylfi þín persónulega skoðun er ekki frétt

Hví ætti ég eða nokkur annar að hafa áhuga á persónulegum skoðunum Gylfa Arnbjörnssonar. Telur hann eða þá Mogginn að hann sé þvílík mannvitsbrekka að kjósendur muni hafa hans persónulegu skoðanir að leiðarljósi?164307_10150098461404841_775949840_5835584_5746513_s_1075367.jpg

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir skattgreiðendur að kjósendur segi NEI við Icesave. 

Það er glórulaust að skattgreiðendur séu þvingaðir til þess að bæta sparifjáreigendum tap sitt þegar bankar falla.

Trygging innistæðna á að vera inni í bankakerfinu. Fjármálakerfið vill ekki standa skil á kostnaðinum sem því fylgir og því er kostnaðinum ýtt yfir á skattgreiðendur. 

Icesave er í raun birtingarmynd stéttarbaráttu. Þeir ríku sem eiga digra sjóði á sparisjóðsreikningum gera kröfu um það að skattgreiðendur tryggi öryggi fjármuna þeirra á kostnað lífsgæða og heilsu. 

Þeir sem mestu tapa ef Icesave verður samþykkt eru ungar barnafjölskyldur. Það er verið að vega að þeim og fólk sem hefur tryggt sér digra eftirlaunasjóði með sjálftöku (sumir kalla svoleiðis fjárdrátt eða þjófnað) hikar ekki að taka þátt í áróðrinum með myndbirtingum af sjálfu sér í auglýsingum áframhópsins.

Ég segi við unga fólkið: standið með ykkur sjálfum og börnum ykkar og segið NEI.


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vel mælt, sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2011 kl. 01:32

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2011 kl. 01:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 02:14

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gylfi er erkifífl en Ólafur Darri er bara Alþýðubandalags kjáni sem hefur ennþá Svavar Gests sem sitt átrúnaðargoð.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2011 kl. 03:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband