2011-04-07
Ábyrgðarleysi að samþykkja Icesave
Almenningur var aldrei hafður með í ráðum í því ferli sem leiddi til bankahrunsins og Icesave.
Almenningur fékk ekki að kjósa um aðild að EES samningnum
Almenningur fékk ekki að kjósa um aðild að frjálsu flæði fjármagns
Almenningur fékk ekki að kjósa um einkavæðingu Bankanna
Í dag er hins vegar gerð sú krafa til skattgreiðenda að þeir súpi þann súra kaleik að hreinsa upp klúður stjórnmálamanna sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð og borgi fyrir glæpi kjölfestufjárfestanna.
Icesave er ekki sáttagjörð í eiginlegum skilningi orðsins. Þessi samningur er gerður undir þvingun stórvelda og færir áhættuna af innheimtu eignarsafns Landsbankans, af hugsanlegri hnekkingu neyðarlaganna og gengisþróun alfarið á herðar íslenskra skattgreiðenda.
Ef öll þessi atriði bregðast sem ég hef talið fram hér að ofan er stoðum efnahagslegrar sjálfbærni kippt undan íslensku samfélagi.
Jafnvel þótt neyðarlögin haldi og innheimta eignasafns Landsbankans verði sómasamleg getur þessi samningur hæglega leitt samfélagið í miklar ógöngur. Samningurinn gerir ráð fyrir að ríkissjóður ábyrgist eftistöðvar höfuðstóls. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig ríkissjóður ætli að standa að því að greiða þessa fjárhæð sem getur orðið umtalsverð út úr efnahagskerfinu. Ríkissjóður hefur eins og kunnugt er tekjur sínar í íslenskum krónum. Ríkissjóður er í þeirri stöðu að hann er að skera niður heilbrigðiskerfið vegna skertra tekna. Skattheimta er nú þegar orðin slík að mikill samdráttur á sér stað í neyslu t.d. bílanotkun.
Þeir sem tala fyrir því að kjósendur samþykki þennan samning á þeim grundvelli að standa þurfi við einhver loforð gera það á veikum forsendum. Stjórnvöldum er ekki heimilt að gefa loforð sem skuldbindur ríkissjóð og þess vegna eru slík loforð hjóm eitt. Þetta vita erlendar valdastofnanir.
Icesave samningurinn er í eðli sínu brot á stjórnarskránni. Ekki er heimilt að gera slíkar eftiráskuldbindingar samkvæmt ákvæðum hennar.
Almenningur er nú kvattur til þess að samþykkja það að skattgreiðendur fjármagni óupplýstan glæp. Hulu hefur verið sveipað yfir þá glæpastarfsemi sem átti sér stað í Landsbankanum.
Almenningur var aldrei hafður með í ráðum í öllu því ferli sem leiddi til hrunsins
52% segjast ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða bull er þetta? Síðan hvenær urðu milliríkjasamningar stjórnarskrárbrot? Alþingi getur skuldbundið ríkissjóð. Alþingi er búið að samþykkja þetta og hvað þá ef þjóðin samþykkir saminginn. Hvert er þá vandamálið?
Soffía (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 21:28
Ég segi ekki að milliríkjasamningar séu stjórnarskrárbrot. Lestu textann betur og reyndu að fabúlera ekki með hann.
Hvorki embættismenn né ríkisstjórnin getur gefið einhliða loforð sem fela í sér útgjöld ríkissjóðs. Þannig er það bara.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2011 kl. 21:40
Sæl! Síðan eru þessir háu herrar,sem þannig brjóta stjórnarskrána,þess umkomnir að benda á aðra og leiða fyrir Landsdóm. Að ég tali nú ekki um árásir þeirra á forsetann.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2011 kl. 22:13
Það eru hvorki embættismenn eða ríkisstjórn sem eru að gera þennan samning. Alþingi samþykkti þennan samning með meira en 2/3 hluta atkvæða. Ef þjóðin samþykkir þetta líka, í hverju felast stjórnarskrárbrotin?
Soffía (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 22:28
Soffía lestu þetta:"Icesave samningurinn er í eðli sínu brot á stjórnarskránni. Ekki er heimilt að gera slíkar eftiráskuldbindingar samkvæmt ákvæðum hennar."
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 22:38
Haraldur ég las. Vitleysan verður hvorki réttari né skiljanlegri eftir því sem hún er lesin oftar.
Soffía (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 23:01
Soffía lestu þá stjórnarskránna eða snúðu þér að því að tala um eitthvað sem þú skilur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2011 kl. 23:16
Já eins og Bjarni Ármanns sagði forðum: Það væri ábyrgðarleysi að borga þessar skuldir.
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 7.4.2011 kl. 23:24
Reyndar er þekki ég þetta ágætlega. Það truflar mig hins vegar að þú skulir vera svona afdráttarlaus án þess að benda á neitt þessu til stuðnings. Jakobína, segðu okkur hvaða ákvæði stjórnarskárinnar eru brotin með samþykki Alþingis og þjóðarinnar.
Soffía (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 23:32
Soffía þú getur bara lesið stjórnarskrána sjálf. Hún er hér: http://www.althingi.is/lagas/138b/1944033.html
Ef þú leitar vel þá finnur þú ákvæði sem takamarka heimildir stjórnmálamanna um að gefa loforð um útgjöld ríkissjóðs sem ekki er lagaheimild fyrir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2011 kl. 00:20
Sigurður Hlynur hvað varðar ríkissjóð og skattgreiðendur þá er engin Icesave skuld til staðar. Landsbankinn skuldar Icesave. Það er ábyrgðarleysi að taka á sig annarra manna skuldir ef maður er ekki borgunarmaður fyrir þeim.
Ef neyðarlögin verða felld þá mun Icesave kosta ríkið yfir 350 milljarða.
Ef lögin um gjaldeyrishöftin verða felld þá mun Icesave kosta ríkið yfir 300 milljarða í viðbót.
Þá erum við ekki farin að tala um gengisáhættu. Bara síðan um áramót hefur kostnaðaraukning vegna gengis verið 20 milljarðar.
það er ábyrgðarleysi að gera lítið úr þessari áhættu.
Á meðan ekki hefur fengist niðurstaða í málaferli um neyðarlög og gjaldeyrishöft er það algjör firra að láta sér detta í hug að samþykkja Icesave.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2011 kl. 00:25
40. gr.: Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
77. gr.: Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
anna (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 09:35
Já það er einmitt þetta ákvæði sem stríðir gegn Icesave: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
Þegar atvikin urðu...þ.e.a.s. innlánsöfnunin og hrunið var ekki til staðar heimild í lögum til þess að leggja á skatt vegna þessara atvika. Þetta ákvæði er sett til þess að tryggja að ekki sé verið að rugla með ríkissjóð sem ætlað er það hlutverk að styrkja innvið samfélagsins og gæði stjórnsýslu.
Það stríðir gegn stjórnarskránni að setja skatttekjur í að losa Ísland úr gíslingu fjármálaterrorista. Enda hafa slíkir terroristar það fyrir sið að koma aftur og aftur og aftur sé undan þeim látið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2011 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.