Þetta er þitt tækifæri

Á morgun hefur þú tækifæri til þess að segja NEI. Þú hefur tækifæri til þess að taka þátt í baráttunni gegn eignaupptöku og ofríki fjármálakerfisins.

Icesave er ekki deila á milli vinstir og hægri.

Icesave samningurinn er tilraun til þess að kúga íslenska skattgreiðendur til þess að taka á sig ábyrgð af viðskiptum fjármagnseigenda og auðmanna. 

Þingmenn í flokkum Samfylkingar, Sjálfstæðismanna og VG hafa stillt sér í lið með fjármálakerfinu og vinna að því með alþjóðasamfélaginu (sem er samtök fólks sem lifir á því að kreista lífið úr atvinnulífi og viðskiptum annars fólks) að gera ríkissjóð að tryggingakerfi fyrir sparifjáreigendur. Þetta þýðir að í stað þess að skattar almennings fari í að byggja upp þjónustu og innviði samfélagsins er þeim veitt inn í fjármálakerfið og í vasa bankaeigenda.

Vopn fjármálamafíunnar eru hræðsluáróður og höfðað er til undirgefni og þrælslundar til þess að fá almúgann til þess að vinna gegn sjálfum sér. 

Ég ætla að standa mér sjálfri mér, skattgreiðendum og kjósendum og segja NEI

Ég ætla að standa með íslenskri þjóðmenningu, íslensku atvinnulífi og íslenskum viðskiptum og segja NEI.


mbl.is Rúmlega 24 þúsund hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  NEI

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2011 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband