ESB umsóknarferlið veldur stöðnun

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sýnt litla burði til þess að ná þjóðarbúinu upp úr því ástandi sem sjálfstæðisflokknum tókst að koma því í.

Hluti af vandanum er bankarnir sem draga til sín fjármagn bæði frá fjölskyldum og atvinnulífi.

Þjóðin er gleymd á meðan valdhafarnir beina allri sinni athygli að umsóknarferlinu í ESB.

Linkind ríkisstjórnarinnar við LÍÚ er alvarlegt vandamál. Fiskurinn í sjónum er að mestu í eigu 66 aðila. Þessir aðilar sjá hag í því að flytja mest allan fiskinn úr landi og skapa tugi þúsunda starfa erlendis.

Stefna sjálfstæðisflokksins um að gera Ísland að landi stóriðju og fjármálamiðstöðvar hefur skapað mikið atvinnuleysi í landinu. 

Einungis um 1% vinnuaflans vinnur við Álver. Starfa er því ekki að leita þar. 

Orkuna þarf að nýta í starfsemi sem skapar störf til frambúðar.

Heimsmarkaðsverð á matvælum hefur hækkað um 35%.

Tækifærin liggja í matvælaframleiðslu og fullvinnslu fiskafurða.

Hvers vegna koma stjórnmálamenn ekki auga á þetta?


mbl.is Atvinnulífinu verði ekki haldið í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jakobína þarna er ég algjörlega sammála þér og hef lengi haft þá skoðun að fiskurinn á ekki að fara óunnin úr landi...

Ég er líka að sjá Ísland verða matarland út á við í framtíðinni og vil ég að við sjálf njótum ágóða af því ekki ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.4.2011 kl. 14:05

2 identicon

Meirihluti stjórnmálamanna en lítill minnihluti kjósenda er eins og hundar á lóðaríi í kringum ESB. Á meðan ná þeir ekki hugsa heila hugsun eða framkvæma nokkurn hlut af skynsemi. Blekkingarnar og innihaldslaus áróðurinn í kringum IceSave er lýsandi dæmi um það.

Það verður að koma í veg fyrir að núverandi lénskerfi í sjávarútvegi verði áfram skiptimynt fyrir ESB aðild.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband