Fyrirlítur almenning...

Orðræða Vilhjálms lyktar illa af fyrirlitningu á almenningi og jafnvel almennri skynsemi og dómgreind.

SA hefur óskammfeilið beitt ofbeldi til þess að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar og tryggja hagsmun fámenns hóps. Það vonda við þetta er að þessi hópur kann ekki fótum sínum forráð. þrátt fyrir að hafa haft fyrri ríkisstjórnir í vasanum og stundað einokun og haftastefnu eru fyrirtækin yfirveðsett og á hausnum.

SA berst gegn leiðum sem skapa atvinnu í landinu. Þeir öskra meiri álver og áframhaldandi kvótabrask.

Álverin skapa eingöngu 1% starfa í landinu. Kvótakerfið stuðlar að því að aflinn er fluttur hrár úr landinu og skapar tugi þúsunda starfa erlendis. Og þetta kalla Vilhjálmur atvinnuleiðina. Ég spyr heldur maðurinn að þessi eyja sé byggð tómum hálfvitum.

 80% þjóarinnar er andvíg því kvótakerfi sem er til staðar núna. Því mun aldrei skapast sátt um sjávarútveg nema gerðar verði á því miklar breytingar.

Ríkisstjórnin hefur sýnt allt of mikla linkind í sjávarútvegsmálum. Ofbeldi af hálfu LÍÚ og SA magnast bara. Þetta fólk skilur ekkert nema beinar aðgerðir. Nú þarf að hætta þessu kjaftæði og ríkisstjórnin þarf að fara að sýna hver stjórnar landinu. Kippa inn kvótanum, endurúthluta, breyta regluverkinu á þann hátt að að stuðli að fullvinnslu afurða í landinu, atvinnu á landsbyggðinni og atvinnufresli. Og einnig að rentan af auðlindinni renni til þjóðarinnar en ekki einhverra örfárr aðila sem flatmaga á Spáni.


mbl.is Vilja stríð þegar friður er í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hótanir SA í garð ríkisstjórnar og launþega um að ekki verði gerðir kjarasamningar nema gegn því að þjóðin afsali sér fiskimiðunum er ekkert annað en landráð.

Tel ég það ekki óeðlileg viðbrögð þingsins að kæra þá er að slíkum hótunum standa fyrir tilraun til landráðs. Eðlileg viðbrögð lögreglu við slíkri kæru væri að setja þá er að hótunninni stóðu í gæsluvarðhald uns málið væri fullrannsakað.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 16:53

2 identicon

Ráðamenn á Íslandi eru fávitar.  Afhverju kjósið þið svona fólk?

Forsetinn er eini maðurinn með viti.  Vona bara að hann gefi kost á sér aftur næsta kjörtímabil.

jóhanna (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 18:33

3 identicon

Þjóðaratkvæði og málið er afgreitt.

Vilji 80% þjóðinnar er nokkuð ljós og það verður afar erfitt fyrir ÓRG að samþykkja einhver lög frá Austurvelli sem er án umboðs þjóðarinnar.

Fyrir vikið er það orðið alger forsenda að byrjað sé á þjóðaratkvæði um auðlindir áður en lengra er haldið. 

Það er augljóst.

sr (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.4.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband