Stofnum samfélagsbanka

Ég var að koma af stofnfundi félags um samfélagsbanka. Samfélagsbanki er rekinn með sjálfbærni og samfélagsgildi að leiðarljósi.

Ég veit ekki hvort Steingrímur er búin að fatta það en þetta lið hjá matsfyrirtækjunum virðist hafa lítinn áhuga á sanngirni eða réttmæti.

Ég hef reyndar aldrei heyrt Steingrím nefna það hvernig efnahagskerfið þjónar mannlífinu á Íslandi. 

Enda fengi það slæma einkunn sem slíkt. Fyrir Íslendinga skiptir það mestu máli að efnahagskerfið þjóni þeim vel en ekki að það vaxi.

Fjármálakerfið á að vera fyrir fólkið, fyrir atvinnulífið og stuðla að bættu mannlífi og öryggi.

Í dag njóta bankarnir hvorki virðingar né trausts. 

Þess vegna er mikilvægt að huga að nýjum leiðum sem stuðla að almennri velsæld. 


mbl.is Óréttlátt að lækka lánshæfi nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég hef ekki mikið vit á banka málum Jakobína en furðulegar þykja mér verðbæturnar sem notaðar hafa verið hér ótæpilega en þekkjast ekki erlendis þar sem ég hef búið. Það hlýtur að vera lífsspursmál að almenningur eignist sinn banka og sé ekki uppá banka kominn sem ekki ber hagsmuni þess fyrir brjósti.

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég trúi því að það hafi mikil áhrif á búsetu forsendur í landinu að fólk geti valið sig frá ríkjandi fjármálakerfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.4.2011 kl. 00:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál. Er hægt að skrá sig sem stofnfélaga/áskrift að hlutafé eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.4.2011 kl. 08:17

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Birjaðu á því að skrá þig í félagið Ari. Ég skal senda þér díteila.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.4.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband