Bannað að kalla mútur, mútur

Já ilhýra málið getur reynst mönnum dýrkeypt. Mútur til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka er uppspretta þeirrar hnignunar sem er við lýði og mun áfram verða við lýði vegna þess að núverandi valdhafar Steingrímur Joð og Jóhanna Sigurðar hafa löggilt múturnar. Með því er verið að tryggja áframhaldandi sóðaskap í stjórnmálum.gudlaugur_thor3.jpg

Fyrirtæki hafa ekki kosningarétt. Auðmagnið hefur ekki kosningarétt.

En íslenski stjórnmálamenn sem ekki geta byggt á eigin mannkostum og flokkar sem vinna gegn alþýðu landsins hafa tryggt sér lagaumhverfi sem færir valdið til fyrirtækja og auðmagns. 

Stjórnmálamenn eru til sölu. Flokkar eru til sölu.

Eigur almennings eru gerðar upptækar og færðar í hendur forréttindastéttarinnar sem kaupir sér þingmenn. 

Er ekkert við þetta að athuga?


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt það sama í hug þegar ég heyrði að Árni Þór hefði fengið "gefins stofnfé" í SPRON.

http://www.vb.is/frett/62939/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf ekki að vera að frambjóðendur hafi tekið við styrkjunum sem beinum greiðslum fyrir einhverja ákveðna þjónustu. En komi nafn styrkveitandans upp í t.d. vali á milli viðskiptaaðila, sem þingmaðurinn hefur með að gera, þá hefur styrkveitandinn liðkað til fyrir velvild þingmannsins í sinn garð, þó ómeðvitað sé. Þetta vita "styrkveitendur" manna best og af þeirri ástæðu einni eru menn tilbúnir að reiða fram milljónir, en ekki af einhverri góðvild einni saman í garð frambjóðandans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2011 kl. 14:28

3 identicon

Góðann daginn.

Nú er ég búin að fygjast með skrifum hér og þar eftir hrun Íslands, þar sem reiðir íslendigar tjá huga sinn, fjallað er um sjálfsmorð, og að þeir veikustu í samfélaginu ekki hafi fyrir mat eða lyfjum......Og engin breyting verður..?

Hvernig stendur á því að þingmenn taka ekki til sín þjáningar landans..?

Og hvernig stendur á því að sameinuðu þjóðirnar ekki grípi inn þegar heil þjóð er að deyja, út af siðblindu,grimmd og hroka fárra persóna í landnu..? 

Kanski íslendingar þurfi sjálfir að gera eins og arabarnir í Egyptalandi og Sýríu..?

Hafið þið ekki reynt allt annað....íslendingar góðir.?  

Anita Holm (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:35

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hvenær verða styrkir til stjórnmálamanna mútur og hvenær eru þeir bara styrkir? er það upphæð greiðslunnar sem ræður því, eða er það eitthvað annað?  Ef það er upphæð er réttlætanlegt af stjórnmálamanni að taka við 5 milljónum í styrk en mútur ef upphæðin er 10 milljónir?

Það þarf að fá svar við þessari spurningu svo stjórnmálamenn verði ekki ótrúverðugir bara af því að þeir vissu ekki hvaða upphæð þeir máttu taka við.

Mín skoðun er að það sé nokkuð sama hvort stjórnmálamaður tekur við 1/2 milljón eða 10, hann hlýtur alltaf að vera á einhvern hátt skuldbundinn þeim sem greiddi.  Þá er spurningin hvernig á stjórnmálamaður að fjármagna baráttuna, varla er hægt að ætlast til að hann eyði í hana stórum hluta þeirra tekna sem hann á von á að bera úr býtum næstu 4 árin.  Þá hefðu ekki aðrir tök á að komast til áhrifa í stjórnmálum en auðkýfingar, ekki viljum við það.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.4.2011 kl. 15:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ein lausn væri að skammta hverjum frambjóðenda aðstöðu og styrk frá ríkinu. Jafnt á alla og einnig þá sem eru utan þings. Banna alla styrki. Afnema ríkisstyrki til flokkanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2011 kl. 16:30

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Á að vera:

Ein lausn væri að skammta hverjum frambjóðenda aðstöðu og styrk frá ríkinu. Jafnt á alla og einnig þá sem eru utan þings. Banna alla styrki utan þessa ramma. Afnema ríkisstyrki til flokkanna.

það er bein að för að lýðræðinu að fyrirtæki kaupi stjórnmálamenn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2011 kl. 16:32

7 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Kjartan: þú hittir naglann á höfuðið

Kosningar eru nefnilega fyrst og fremst markaðssetningar herferð þar sem frambjóðendur eru leigðir/keyptir og markaðssettir.  það eru afskaplega fáir sem geta markaðssett sig án þess að selja sig einhverjum sem hafa fjármagn.

þetta snjalla kerfi tryggir að fólk fer inn á þing er bundið þeim sem keyptu þá. því eins og þú bendir réttilega á kjartan, er maður alltaf skuldbundin þeim sem greiddi, ekki þeim sem kaus. kerfið sér til þess að kosningar hafa nánast ekkert með lýðræði að gera heldur er einhvers konar sölutorg.  

Ef kosningar snérust um lýðræði væri ekki um kosningabaráttu að ræða heldur rökræður um það hvernig á að halda á hinum ýmsu málum í samfélaginu. Alvöru rökræður um mikilvæg mál, en ekki bara innihaldslaus loforð og yfirboð til að kaupa atkvæði.

mikilvægum málum er hins vegar kerfisbundið haldið utan við umræðuna. AGS prógrammið hefur aldrey verið rökrætt. niðurskurður í velferðarkerfinu hefur aldrey verið rökræddur.  Ef á Íslandi væri lýðræði hefði það verið rökrætt hvort við ættum skerum niður velferðakerfið eða að þvinga lánadrottna til að gefa eftir eithvað af kröfum sínum. En þetta eru of mikilvæg mál til að þau séu rædd á opinberum vettvangi.  Raunar sást það vel eftir að stjórnvöld voru þvinguð til að leggja Icesave fyrir þjóðina hversu megna fyrirlitningu valdhafar hafa á lýðræði. Talsmenn elítunnar hafa sett það mjög skýrt fram að mikilvæg mál séu ekki á færi skílsins að fjalla um. Og þeir fengu meira að segja hjálp frá honum Úffe Eleman Jensen því það lá svo mikið við.

Það væri mjög áhugavert að fá þetta inn í dómsali sem meiðyrðamál. því að kæmi vel í ljós hvert vihorfið þar væri til lýðræðis.

Eru kosningar markaðsetning? þá eru ummæli Björns Vals klár meiðyrði. 

Eru kosningar lýðræðislegt fyrirbæri? þá eru ummæli Björns klárlega rétt. því út frá lýðræðislegu sjónarhorni eru þessi "styrkir" ekkert annað en mútugreiðslur.

Það má til gamans geta að Obama fékk markaðssetningar verðlaun fyrir árið 2008. Hann þótti nefnilega best markaðssetta varan það ár. áhugavert sjónarhorn á okkar svokallaða lýðræði.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 28.4.2011 kl. 17:27

8 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég þakka ykkur, Jakobína og Benedikt fyrir góðar og málefnalegar undirtektir undir skoðun mína á styrkjum til stjórnamálamanna, það er alveg ólýsanleg tilfinning þegar maður kemst að því að maður á skoðanasystkin.

Ég held að þetta sé mál sem verður að finna lausna á sem allra fyrst, ástandið eins og það er í dag er ólíðandi.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.4.2011 kl. 08:32

9 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Kosningar eru vertíð auglýsingastofa og fjölmiðla. Ef allir eyða jafn miklum peningi til auglýsinga, detta auglýsingarnar dauðar niður. Því er raunin sú að sá sem hefur mest fjármagn úr að spila verður ofaná í ,,kaupum" á atkvæðum. Þá er lag fyrir fjársterka aðila að koma inn í og ,,styrkja" frambjóðendur til ,,góðra" mála.

Mín niðurstaða er að banna þurfi auglýsingar sem greitt er fyrir í kosningabaráttu. Styrkja þyrfti hins vegar fjölmiðla til að sinna upplýsingaskyldu sinni í aðdraganda kosninga og setja um hana ákveðnar reglur þar sem jafnræðis sé gætt. Þessi styrkur kæmi í stað styrkja til stjórnmálaflokka enda er framkvæmd slíkra styrkja vandasöm þannig að lýðræðissjónarmiða sé gætt og jafnræðis. Ef ég stofna t.d. stjórnmálaflokk núna (samkv. núgildandi reglum) sem hefði fullt erindi á þing fengi ég ekki krónu frá ríkinu til að koma flokknum á lappirnar af því við hefðum engan þingmann. Svo þarf þessi nýi óþekkti flokkur að keppa við ríkisstyrktar flokksmaskínur í næstu kosningum. Þetta er að mínu viti óskapnaður sem þarf að breyta.

Elín Erna Steinarsdóttir, 2.5.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband