Framsókn í skítnum...

Fyrrverandi þingmaður framsóknar, Kristinn Gunnarsson, hefur ekki mikla trú á flokknum en hann skrifar:

Því miður er flokkurinn fjær því en fyrir hrun að hafa almannahagsmuni í fyrirrúmi. Hin nýja forysta hefur gengið lengra í því en þeir sem ýtt var til hliðar gerðu að gera flokkinn að verkfæri fyrir fáeina eignamenn og sérhagsmunaaðila.

Flokkurinn er enn notaður sem verkfæri til þess að gefa stórfelld verðmæti. Enn eru í forystu flokksins menn sem eru fyrst og fremst að vinna fyrir fáa á kosnað margra. Nýja forystan hefur ekkert lært af mistökum þeirrar gömlu. Það er greinilegt að eitt hrun er ekki nóg.

Þessu svarar Framsóknarflokkurinn með því að segjast þá einu breytingu vilja gera að útvegsmennirnir fái samning um að hafa kvótann um aldur og ævi. Það á að gera samning við þá sem eru með kvóta í dag til 20 ára og framlengja hann vafningalaust á 5 ára fresti. Handhafar kvótans eiga áfram ekkert að greiða fyrir afnotin annað en málamyndagjald. Þeir eiga áfram að geta leigt öðrum kvótann á markaðsverði og innheimt hagnaðinn. Þeir eiga áfram að geta selt kvótann án nokkurrar greiðslu í ríkissjóð. Þeir eiga áfram að geta ráðið því hverjir eru þeim þóknanlegir og fái að veiða eða starfa í útgerð. Til þess að friða almenning er boðið upp á friðþægingu í formi potta. Það er eins og að henda nöguðum beinum fyrir hungraða úlfa. Þetta leggur flokkurinn til án þess að skammast sín.

Framsóknarflokkurinn vill gera illt verra. Hann vill koma í veg fyrir almannahag með því að ekki verði hægt að breyta löggjöfinni án þess að borga kvótagreifunum út arðinn næstu 20 ár hið minnsta. Flokkurinn gerir ýtrustu kröfur LÍÚ að opinberri stefnu sinni. Hann er sama sem genginn í LÍÚ.(áherslur eru mínar)

Kristinn H Gunnarsson tekur þarna á nokkrum meginmeinsemdum kvótakerfisins:

  • Arðurinn af auðlindinni skilar sér ekki til þjóðarinnar
  • Kerfið er skerðing á atvinnufrelsi
  • Kerfið færir óeðlileg völd og forréttindi til fámennrar stéttar manna

Við þetta má bæta að kvótakerfið í þeirri mynd sem það er í dag dregur máttinn úr atvinnulífi á landsbyggðinni og leiðir til aukins atvinnuleysis.

Þessi færsla tengist fréttinni vegna þess að LÍÚ er leynt og ljóst að nota kjarasamninga sem vopn til þess að viðhalda spilltu kerfi og að ráðast að ríkisstjórninni. 

 


mbl.is RSÍ vill vísa til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband