Hvers vegna á þjóðin að borga fyrir svallveisluna?

Ég hef á tilfinningunni að Jóhanna hafi ekki spurt sig þessarar spurningar. Gamalgróin samsömun hennar með valdaklíkunni meinar henni að líta á skattgreiðendur sem einstaklinga sem hafa sjálfstæða réttarstöðu þ.e. mannréttindi. Frá því að þjóðarbúið fór á hliðina undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur stefna þeirra ríkisstjórna sem setið hafa að völdum verið að gera glæpaklíkur‚ embættismenn‚ stjórnmálamenn og fjármálakerfið skaðlaust. Vegið er að skattgreiðendum og fólki með húsnæðis og bílalán sem eru krafið um skil á skuldum forréttindastéttarinnar.

Fjármagn sem verður til í atvinnulífinu er jafnóðum sogið inn í bankakerfið sem ráðherrarnir gáfu erlendum aðilum. Jóhanna og Steingrímur hafa tekið gríðarleg erlend lán til þess að tryggja að erlendir kröfuaðilar geti komið verðmætum að atvinnusköpun í landinu á aflandsreikninga.

Kostnaðurinn sem skattgreiðendur bera af þessu fyrirkomulagi er um hundrað milljarðar á ári. Jóhanna og Steingrímur beygðu sig undir kröfu AGS og seldu velferð þjóðarinnar. Nú fer Jóhanna fram og lofar að gera þetta ekki aftur. Því miður þá er ekki hægt að gera þetta aftur. Það er ekkert eftir til að stela.Það er búið að tryggja erlendum aðilum arðinn af sjávarauðlindinni‚ af orkunni og af vinnuframlagi þjóðarinnar með ofursköttum sem fara til þess að greiða fjármagnsskatta til erlendra banka.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er augljóst ágæti stjórnmálafræðingur.

Íslenski sauðurinn gefur mánaðarlega svör við þessari spurningu í gegn um skoðanakannanir Gallúp. Samkvæmt þeim styður meiri hluti kjósenda hrunflokkana - þ.e. sérhagsmunagæzluflokkana fjóra. Skilaboðin sem flokksfélagar fá eru: Þið eruð á réttri leið.

Svo hví í ósköpunum skyldu þeir leggja af þeirri leið sem þeir hafa verið á ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það. Almenningur þarf að rísa upp og sega NEI.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2011 kl. 14:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það virðist ekki vera neinn áhugi hjá neinum að koma þessari Ríkisstjórn frá.Stjórnarandstaðan er lömuð,svo Samspillingin fær að vaða uppi mað hvað sem Jóhönnu Sig og c/o dettur í hug..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.5.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband