Ég styð stofnun sjálfstæðisframsóknarfylkingu Jóhönnu.

Gott væri ef Jóhanna stofnaði bara flokk sem sameinar þá sem eru hlynntir Evrópusambandsaðild og eru með skýra stefnu í þeim efnum.

Stefnur flokkana eru að mestu sjónarspil og blekkingar ef sjálfstæðisflokkurinn er undanskilinn.

Við skiljum alveg hvað sjálfstæðisflokkurinn er. Hann er hagsmunabandalag hægriafla sem vinna að hagsmunum þeirra 5% sem eiga mest öll verðmæti í landinu.

Aðrir flokkar hafa í raun enga stefnu og hlaupa bara á eftir tækifærunum sem þjóna valdagræðgi stjórnmálamanna.

Mikið væri nú yndislegt að geta valið á milli alvöru stjórnmálaflokka sem stæðu heilir að baki sinni stefnu og fórnuðu persónulegum hagsmunum forystunnar til þess að standa með sínum kjósendum.

Ég hvet því alla Evrópsinna að fylkja sér um Jóhönnu.

Ég velti því fyrir mér hvort að slíkt stjórnmálaafl muni starfa í anda Uffe Elleman Jensen sem er mikill elítusinni og fordæmir lýðræði almúgans. Telur að almúginn sé of ódannaður til þess að taka afstöðu til þjóðmála. Hann kallar þessa stefnu frjálslynda eða líberalisma.


mbl.is Mælt fyrir öðru frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi örvæntingarfulla tillaga Jóhönnu virðist bera vitni um fjörbrot stefnu hennar. En að vissu leyti er það rétt hjá þér, að hentugt geti verið hafa allt þetta stuðningafólk innlimunar í erlent stórveldi (Großmacht Delors) á einum stað, þjóðræknu fólki og fylgismönnum stefnu Jóns forseta til viðvörunar. Það gæti m.a.s. stuðlað að því, að þau 40% kjósenda Samfylkingarinnar, sem styðja EKKI inngöngu í Esb., fari að huga að öðrum valkostum en þessum afvegaleidda flokki.

Jón Valur Jensson, 29.5.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Ekki veit ég í hvaða heimi Jóhanna, Jakobína og fylgjendur þessarar hugmyndar eru.  Þetta myndi passa prýðilega í söguna um Lísu í Undralandi.

Kristinn Daníelsson, 29.5.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Viltu meina Kristinn að þetta líkist draumórum Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddsonar um alheimsfjármálamiðstöð?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2011 kl. 23:33

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Heldur vil ég vera í litlum flokki fólks sem nennir að vera sjálfstætt og bjarga sér sjálft heldur en stórum flokki tækifærissinna og sín sköfu manna sem ryðja þér grandalausum fyrir borð með olnboganum þegar engin sér.

  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband