Dauðir karlar stjórna landinu

Stjórnmálamenn völdu kerfi sem kallar fram lénskipulag í anda miðalda fyrir tugum árum síðan.254009_10150260973908832_537583831_8766627_3271799_s Styrkja og kvótakerfi í landbúnaði er fyrirmyndin sem hefur verið færð yfir á aðrar atvinnugreinar í landinu. Atvinnufrelsi er takmarkað og aðgangurinn að náttúruauðlindunum tryggður fáum.

Karlarnir sem áttu frumkvæði að því að móta þetta samfélg eru flestir dauðir en þeir stjórna enn. Lögin tryggja enn körlum völd og tryggja þeim einnig ábyrgðarleysi. Hugtök eins og ábyrgð‚ atvinnufrelsi og kvenfrelsi eru litin hornaugum á þinginu.

Verkamönnum‚ konum og börnum er úthýst úr heimi tækifæranna í kerfinu sem dauðir menn hafa skapað. Í kerfinu sem alþingi stendur vörð um.  
mbl.is Stóra málið ekki afgreitt á vorþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flott ertu Jakóbína, Gamla Ísland afturgengið!

Eftir að Skaftáreldar geysuðu, gáfu Danir Íslendingum heilu skipsfarmana af trjávið, ætluðum til fiskiskipasmíða.

Sýslumenn sem tóku við, létu trjáviðinn grotna niður, þeir vildu alls ekki að almenningur gæti bjargað sér.

Í dag má almenningur alls ekki bjarga sér með handfæraveiðum,

þó það leysi byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 6.6.2011 kl. 12:35

2 identicon

Fyrr má nú rota en dauðrota og amen á eftir efninu!

sr (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband