Kjölfestufjárfestar sex ár að setja þjóðarbúið á hausinn

Mér er algjörlega fyrirmunað að taka afstöðu til þess hvort að brottrekstur Gunnars Andersen eru góð eða vond tíðindi. Það vakna þó ýmsar spurningar um hæfni ráðherra við að skipa embættismenn í stjórnsýslunna. Sé Gunnar vanhæfur nú þá hefur hann einnig verið það fyrir þremur árum þegar hann var ráðinn í embættið.

Sumir hafa bent á að það sé dularfullt að hann skuli vera rekinn nokkrum klukkustundum eftir að fyrsti dómur í innherjasvikum er kveðinn upp í hæstarétti og gera má ráð fyrir frekari rannsóknum um innherjaviðskipti stjórnmálamanna og annarra í aðdraganda hrunsins. Tvennt getur í raun ráðið för. Í fyrsta lagi að FME hefur þrátt fyrir að hafa sent fjölda mála til Sérstaks Saksóknara ekki hróflað við mönnum sem koma úr ákveðnum kima samfélagsins. Hinu hefur þó líka verið gert skóna að forstjórninn hafi verið of skilvirkur við að senda Sérstökum saksóknara mál.

Sú staðreynd liggur þó fyrir að stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, hafa sloppið undan athugulum augum forstjóra FME.

Bjarni Benediktsson og nánir ættingjar hans seldu hlutabréf fyrir milljaða í aðdraganda hrunsins.

Þorgerður Katrín og maður hennar færðu hlutabréf fyrir á annan milljarð af sinni persónulegu kennitölu.

Þetta eru þau mál sem mest hafa verið áberandi en trúlega eru fleiri mál sem þarf að skoða.


mbl.is Forstjóra FME sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar gerði mistök upp á 350 milljarða.

Það stendur í ársskýrslu FME 2011 og dómi hæstaréttar í máli 600/2011.

Menn hafa misst vinnuna fyrir minna en 22% af vergri landsframleiðslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 06:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef svo er þá ætti að vísa til þess máls í uppsögninni og reka seðlabankastjóra líka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband