Stærstu málin órannsökuð

Atburðir sem ekki fer á milli mála að áttu langmestan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn hafa ekki verið rannsakaðir. Þetta er einkavæðing Bankanna og framferði stjórnenda lífeyrissjóðanna. Vissulega hafa lífeyrissjóðirnir rannsakað sjálfan sig. Ýmislegt er látið liggja á milli hluta í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna.

Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir.

 

Menn með innherjaþekkingu, oft menn úr æðstu valdaembættum landsins, seldu hlutabréf sín í bönkunum eftir að ljóst var í hvað stefndi með bankanna. Kaupendur voru lífeyrissjóðir launamanna. Innherjaviðskipti af þessu tagi ganga út á að svíkja fé út úr kaupandanum. Um er að ræða hundruð milljóna og jafnvel milljarða.

 

Hví er þetta ekki rannsakað? 

 

Í sama mánuði og Bjarni Ben, formaður sjálfstæðisFlokksins, skrifaði upp á pappíra sem þjónuðu þeim tilgangi að sniðganga reglur um útlán í Glitni og varð þannig þátttakandi í gjörningi sem stuðlaði að því að setja bankann á hausinn seldi hann hlutabréf sín í Glitni. Faðir Bjarna seldi einnig sín hlutabréf uppá 800 milljónir. 

 

Vilhjálmur Birgisson greinir frá því á pressunni að Bjarni seldi lífeyrissjóðunum bréf sín. Þegar Helgi Seljan spurði Bjarna hvað hann hefði gert við andvirði hlutabréfanna svaraði Bjarni því til að hann hefði byggt hús fyrir fjölskylduna.

 

Hafi Bjarni haft innherjaupplýsingar á þessum tíma, t.d. vegna aðkomu hans af málefnum sem tengdust bankanum þá þýðir það að Bjarni hafi svikið fé út úr lífeyrissjóðunum. Það fer samt ekki á milli mála að Bjarni byggði hús sitt fyrir sparifé launamanna.  

 

Bjarni ber því við að hann sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð og bregst ókvæða við þegar Helgi Seljan spyr hann hvort hann telji að ekki þurfa að rannsaka þessi viðskipti. Segist ekki vera grunaður. Ég verð þó að játa að það þarf sérlega einfalda sál til þess að gruna Bjarna ekki um neitt miðað við þær staðreyndir sem liggja fyrir og Bjarni hefur viðurkennt. 


mbl.is Mun andmæla kröftuglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Velkomin aftur í stríðið Jakobína.

Kjarninn er sá að það er ígildi þess að finna upp nýtt náttúrulögmál eins og að láta valdastéttina rannasaka sjálfa sig og hún geri það.

Og mér er það til efs að þó það verði reynt milljón sinnum þá muni niðurstaðan alltaf vera sú sama.

Kattarþvottur.

En til þess að kattarþvotturinn gangi upp þá þarf að telja almenningi í trú um að eitthvað uppgjör eigi sér stað.  Og vissulega er verið að rannsaka eitthvað og vissulega eru jafnvel birtar ákærur en þegar þær eru skoðaðar þá sést alltaf að þetta eru fallnir menn, menn sem mega missa sig.

Þegar hitnar undan mafíunni þá róar hún alltaf almenning með því að afhenda dómsstólum einn og einn leigumorðingja sem má tengja við hina og þessa glæpi.  En nýjir eru alltaf ráðnir í staðinn og veldi hennar aldrei ógnað.

Því veldi hennar hefur fyrir löngu tryggt sér dómsstólana, stjórnmálamennina og fjölmiðlana.  

Það er skýring á því að skipulögð glæpastarfsemi þrýfst áratug eftir áratug, og vinnubrögðin eru alltaf þau sömu.

Þú þarft að skipta út kerfinu ef þú vilt uppgjör.

Það var ekki gert á Íslandi, það var skipt út stjórnmálaflokki.  Og fólk var svo auðtrúa að það hélt að meikaði einhvern diff.  Sem það augljóslega  gerði ekki.

Það er ein forsenda sem fólk þarf að uppfylla ef það vill breytingar, og hún er ákaflega einföld, að fólk hætti að láta spila með sig.

Íslenska Andófið uppfyllti ekki þessa forsendu og því er árangur þess skýr og ótvíræður.

Enginn.

Sárt en satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.2.2012 kl. 15:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið Ómar. Ég held að það sé hægfara en örugg þróun í þá veru að fólk láti ekki spila með sig. Hræðslupistlar púðurbossa valdamafíunnar benda m.a. til þess auk þess sem umræðan hefur opnast töluvert.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2012 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband