Hvítvoðungar í ánauð

Steingrímur stærir sig af því að hafa bjargað Íslandi. Björgunaraðgerðin felst í því að dæma komandi kynslóðir til þess að greiða skuldir forfeðranna. 

Ríkisstjórnin hefur gengið berserksgang í því að taka lán í erlendri mynt.

Það var ekki staldrað við og spurt hvernig getum við forðað komandi kynslóðum frá því að taka við hroðanum sem núverandi kynslóð er að skilja eftir sig.

Hvar eru rannsóknir á útstreymi gjaldeyris á árunum fyrir hrun?

Hvers vegna er verið að afskrifa hundruðir milljarða hjá sömu mönnunum og sitja á stórum sjóðum erlendis sem þeir rændu frá þjóðinni?

Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir gerðu framvirka gengissamninga sem héldu uppi háu gengi krónunnar á meðan eigendur bankanna  og vinir eigenda bankanna keyptu gjaldeyri fyrir krónur og forðuðu fjármununum á aflandseyjar og fjárfestu í erlendum fyrirtækjum.

Hvers vegna er ekki búið að reka mútuþæga stjórnendur lífeyrissjóðanna?

 


mbl.is Steingrímur: Hagkerfið á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steingrímur er blindur og valdafíkinn,með þá persónulegu bresti,reynist honum létt að svíkja loforð og samþykktir sins eigin flokks. Mér verður oft hugsað ,hvar værum við ef hann hefði fengið málum sínum framgengt í Icesave-kúgunarmálum,bara því einu!! Þar sem hann snýr öllu til betri vegar fyrir sjálfan sig,stærði hann sig líklega af því að bjarga okkur í faðm peningapáfanna í Brussel.

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2012 kl. 20:57

2 identicon

Það er sem sagt hægt að setja fram nýja hagfræðikenningu: Íslenska hagkerfið dafnar í öfugu hlutfalli við fylgi VG!

 Ps. Við hendum mútuþegum lífeyrissjóðanna út með samstöðu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband