Síðan hvernær hefur arðurinn skilað sér í byggðarlögin?

Útgerðarmenn hafa tekið arðinn út úr sjávarútvegnum og notað hann í fjárfestingar erlendis eða til þess að standa unir eigin gjálífi. Enginn einn aðili hefur arðrænt byggðalögin eins og kvótaliðið.
mbl.is „Úr stjórnun í skattlagningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú gleymir því að græðgin hélt ekki innreið sína í íslenska útgerð fyrr en kvótakerfinu var komið á og náði síðan hámarki þegar leyft var að veðsetja kvótann.  Það notuðu bankar sér til að bjóða gull og græna skóga. Því bankarnir urðu að lána til að geta stækkað.  En þetta veiztu auðvitað Jakobína.  Það er bara svo auðvelt að sparka í útgerðarmenn um þessar mundir.  þeir liggja vel við höggi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.3.2012 kl. 18:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jakobína eigum við ekki að fá tækifæri til að gera yfirbót. Það er nú búið að lemja á þessu kvóta-ljóta svo lengi,að enginn mundi nokkru sinni framselja veiðiheimildir lengur. Það var löglegt ranglæti dauðans,en hversu lengi á að hegna nýjum útgerðum? Íslensk þjóð verður að eiga útgerðarmenn,sem sjá hag í því að veiða fisk. Ekki gefum við eftir sem höfnum innlimun í Esb. Þar með veiðum eftir þeirra reglum. Held stundum að í stjórnarmönnum renni kalt fiskablóð.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 22:44

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helga það er engin að tala um að leggja niður útgerðina. Menn hafa alltaf séð sér hag í að veiða fisk. Ef kvótakerfinu verður ekki breytt þá samþykki ég inngöngu í ESB sem síðasta hálmstráið til þess að losna við mannréttindabrot á Íslandi. Mér er enginn akkur í því að það séu Íslendingar fremur en útlendinga sem arðræna þjóðina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband