Við erum að eingnast fólk sem berst fyrir góðum málstað

Það hefur verið nánast ógnvekjandi undanfarna áratugi að horfa á fólk sem fylgir villukenningum stjórna landinu. Mögum kann að finnast þessi orð hörð en afleiðingarnar eru líka grafalvarlegar. Við erum að grafa undan framtíð barna okkar með slæmri meðferð á náttúruauðlinum og það það fylgir því engin aflausn að fylgja villukenningum og verja þær út í eitt.

Ég hef enga sérstaka andúð á einum stjórnmálaflokki umfram annan. Ég tel einfaldlega að allir stjórnmálaflokkar þ.e. hinir hefðbundnu hafi brugðist. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk á ferð heldur einfaldlega vegna þess að það getur ekki látið af trú sinni á villukenningar. 

Gunnar Tómasson sagði okkur frá brestum hagfræðikenninga sem farið hefur verið eftir frá 1970. Árið 2008 var mér hleypt inn í hópinn hans gang 8 sem fjallar mikið um bresti nútímahagfræði og hef því getað fylgst með umræðunni í þeim hópi. 

Ég fylgi þeirri hugmynd Michael Hudson að fjármálakerfið sé í raun að kyrkja raunhagkerfið.  Viðtalið við Kristínu Völu var líka mjög áhugavert. Við eigum auðvitað fyrst og fremst að passa upp á auðlindirnar okkar fyrir þá sem hafa treyst sér til þess að búa í landinu í aldir og fyrir þá sem búa í landinu núna og í framtíðinni. 

Það að hleypa erlendum fjárfestum, auðjöðrum, stóriðju og auðhringjum inn í landið til þess að arðræna það eru svik við komandi kynslóðir. Tilgangurinn virðist vera sá einn að verja neyslusamfélagið og halda uppi mælikvörðum sem segja lítið um almenn lífsgæði í landinu. 


mbl.is Forsetinn: Maðurinn er ekki vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Stóriðja sem hingað kemur, t.d. álverin, er ekki að arðræna okkur. Áliðnaðurinn skilaði 220 milljörðum í erlendum gjaldeyri inní landið í fyrra. Kallarðu það arðrán? Í dag starfa um 2000 manns við áliðnaðinn og borga sín opinberu gjöld. Hvar er arðránið þar? Síðasta efnisgrein þín virðist litast mjög af vanþekkingu. Nú er forstjóri LV með barnaskap sínum búinn að koma í veg fyrir "arðrán" og sú "björgun" hans kostar okkur milljarða á milljarða ofan og hundruðir starfa. Vonandi sparka ný stjórnvöld honum á fyrsta degi. Ekkert arðrán þar :-) en í staðinn fá hundruðir einstaklinga ekki vinnu.

Þú ættir að spyrja Gunnar um bresti Keynismans, þeir eru miklir og í raun orsök okkar vandræða. Hann hefur nú verið skólaður þeim fræðum. Spurðu Gunnar um hlut Seðlabanka heimsins í kreppunni. Þessir brestir sem talað er um hér eru mun eldri en síðan 1970. Spurðu Gunnar einnig um það hvernig kreppan 1921 var snúin niður, kreppan sem þú hefur sjálfsagt ekki heyrt um en var mun verri en sú sem við glímum við í dag. Þar höfum við sögulegt dæmi um orsakir kreppu og hvernig á að snúa kreppu niður á skömmum tíma.

Fáðu Gunnar til að leggja út af þessu: Árið 2006 gat maður fengið 4 gallón af bensíni fyrir silfurúnsu í USA. Í lok febrúar árið 2012 var hægt að fá næstum 11 gallón af bensíni fyrir sömu silfurúnsu. Olía hefur ekki hækkað í verði heldur hefur verð gjaldmiðla lækkað verulega vegna óhóflegrar peningaprentunar og handstýringar Seðlabanka á vöxtum. Miðlæg stýring efnahagsmálum hefur ekki virkað og mun ekki virka. Verðbólga veldur því að kjör miðstéttarinnar, burðaráss nútíma samfélaga, rýrna og veikja þar með miðstéttina. Hér höfum við gott dæmi um slæm opinber afskipti.

Ef fyrirtæki í einhverjum geira græða mjög mikið er það sterk vísbending um skort á samkeppni og fyrir það líður almenningur. Skortur á samkeppni er nánast alltaf hinu opinbera að kenna.

Hið opinbera þarf að hætta afskiptum sínum af fjármálakerfinu og þarf að hætta að bjarga bönkum sem fara á hliðina vegna þess að þeir eru illa reknir. Hérlendis þarf að auka samkeppni á milli fjármálastofnana en hún er nánast engin þökk sé EES reglum. Í dag eru allir að tuða yfir verðtryggingunni en enginn spyr hvað við hér séum að borga í raunvexti af okkar húsnæðislánum samanborið við t.d. Þjóðverja? Sá mikli hagnaður sem verið hefur af bönkunum undanfarin misseri bendir til þess að samkeppni milli þeirra sé ónóg. Hver er þá lausnin? Breyta þarf reglum þannig að auðveldara sé að stofna nýja banka þannig að neytendur hafi val. Reyna þarf að lokka erlenda banka hingað. Láta þarf markaðinn um málin en ekki hið opinbera.

Vandamálið er ekki fjórflokkurinn heldur sú vanþekking sem fólk hefur og hve illa læst það er á efnahagsmál. Menn fagna alltaf þegar ný framboð koma fram en þau breyta engu ef þau fylgja í öllum aðalatriðum þeirri hugmyndafræði sem kom okkur í þessi vandræði. Hvað er framboðið hans Guðmundar Steingríms annað en Sf 2? Hérlendis vantar með öllu hægri flokk, hér eru meira eða minna allir flokkar á miðjunni og til vinstri. Stjórnmálamenn kæmust ekki upp með öll þessi axasköpt ef kjósendur létu þá bera ábyrgð á þeim.

Svo er eitt sem er gaman að benda á en aldrei heyrðist neitt um í fjölmiðlum. Icesave klúðrið allt saman er auðvitað sósíalismi í hnotskurn, gott dæmi um opinber afskipti og að stjórnmálamenn skipti sér að því sem þeim kemur ekki við (á við bæði Breta og Íslendinga). Er nema von að í heiminum sé kreppa þegar sósíalismi er ríkjandi hugmyndafræði?

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 06:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Úr skýrslu Indriða Þorlákssonar:

Innlendur virðisauki af starfsemi stóriðjuvera á Ísland er ekki mikill. Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 millj. króna. Svarar það til um það bil 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi virðisauki lendir að c. 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis að 1/3 hluta hjá íslenskum aðilum. Svarar það til 0,6 – 0,7% af þjóðarframleiðslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 08:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem einkennir íslenska stjórnmálaflokka er íhaldsemi og hræðsla við breytingar. Það köllum við að vera hægri sinnaður. Ég vil því meina að allir hinir hefðbundnu íslensku flokka séu hægri flokkar.

Það er ljótt að fullyrða og fleygja fram tölum án þess að vísa í heimildir því til stuðnings. Indriði Þorláksskon skoðaði ábata af stóriðju og niðurstaðan var sú á ábatinn var nánast enginn. Stóriðjan greiðir háar fjárhæðir í vexti til erlendra móðurfélagaga og losnar þannig við að greiða skatt og nær arðinum úr landi. 

Ég kalla hina ríkjandi hugmyndafræði ekki sósíalisma heldur er þetta auðræðisstefna (plutocracy). Sú stefna sem hefur verið rekin hér er að vernda hina ríku á kostnað almennings. Þetta er gert með því að útdeila einokunarréttindum, með því að gefa einkaaðilum rétt til skattheimtu (kvótaleiga), með því að láta skattgreiðendur bjarga auðæfum fámenns hóps (innstæður, 95% í eigu fárra aðila), með því að lögleiða glæpi og með því að færa löggjöfina í hendur viðskiptaráðs

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 08:55

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Og Indriði segir líka:

Starfsmenn við álverin þrjú sem starfandi eru að viðbættum afleiddum störfum eru um 1,7% af vinnuafli í landinu. Ætla má að til lengri tíma hafi erlendar fjárfestingar ekki áhrif á atvinnustig og fjölda starfa í landinu. Virðisauki vegna launa álveranna er því ekki viðbót við hagkerfið en kemur í stað launa fyrir störf sem ella hefðu orðið til. Skammtímaáhrif og svæðisbundin áhrif á atvinnustig kunna þó að vera til staðar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 08:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta eru líka mjög athyglisverð rök hjá Indriða:

Fræðilegu mati á efnahagslegri þýðingu stóriðju virðist ekki hafi verið gefinn mikill gaumur við hér á landi. Þótt sérfræðingar hafi lagt fram upplýsingar af þessum toga hafa þær drukknað í þeirri sannfæring að eina leiðin til að nýta orkuauðlindir landins sé að byggja upp erlenda stóriðju. Hagur af orkusölu og stóriðju væri sjálfgefinn m. a. í formi atvinnubótar. Trú á ágæti stóriðju og orkusölu til hennar virðist einnig hafi leitt til síaukinnar eftirgjafar gagnvart hinum erlendu fjárfestum bæði hvað varðar orkuverð og tekjur af iðjuverum. Hefur verið bent á með góðum rökum að arðsemi virkjana til til stóriðju sé lág og hafi farið lækkandi. Eins má gera því skóna að hagur landsins af stóriðjurekstri erlendra aðila sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 09:03

6 identicon

Sæl.

Mér finnst merkilegt að þú skulir trúa einu orði í skýrslum Indriða. Sami Indriði sá ekkert athugavert við að setja Icesave klafann á okkur. Dómgreind þessa manns er ekki treystandi. Það er ekki heil brú í því sem Indriði segir.

Til er önnur svipuð skýrsla frá fyrirtæki í eigu sonar Jóns Bjarnasonar, hagfræðingsins Ásgeirs Jónssonar sá hins sama og var yfirmaður greiningardeildar KB banka en allir vita hve vel greiningardeildir bankanna stóðu sig. Sú skýrsla segir álíka mikla vitleysu og það sem Indriði segir enda eru niðurstöður hennar pantaðar og notaðar í pólitískum tilgangi alveg eins og orð Indriða.

Frá árinu 1969 hefur hlutur áls í vöruútflutningi tæplega fimmfaldast og árið 2008 var hlutur áls meiri en hlutur sjávarútvegs í fyrsta sinn. Á síðasta ári námu útflutningstekjur af áli um 225 milljörðum króna sem svaraði til 25% heildarútflutningsverðmæta þjóðarinnar. Hvernig samræmist þetta málflutningi Indriða? Árið 2011 nam heildarkostnaður álveranna innanlands tæplega 40% af rekstrartekjum þeirra, eða um 80 milljörðum króna. Starfsmenn álvera, ca. 2000 manns, greiða auðvitað opinber gjöld og þannig nýtur þjóðarbúið og velferðarkerfið góðs af þessum iðnaði. Því kýs Indriði auðvitað að líta framhjá, viljandi eða óviljandi.

"Trú á ágæti stóriðju og orkusölu til hennar virðist einnig hafi leitt til síaukinnar eftirgjafar gagnvart hinum erlendu fjárfestum bæði hvað varðar orkuverð og tekjur af iðjuverum" segir Indriði. Nú er verið að "laga" þessi mistök og hverjar eru afleiðingar þess? Ekkert álver á Bakka, sem kostar ríkisstjóð tugi milljarða á næstu árum í tapaðar skatttekjur. Ekkert gagnaver eða álver vegna þess að yfirvöld hér þykjast geta sett einhliða upp orkuverð en gleyma því auðvitað að markaðurinn ræður þessu og að annars staðar er hægt að kaupa raforku. Hvað ætli þessi snilld kosti mörg störf? Indriða og skoðanasystkinum hans er auðvitað sama því enginn er skilingurinn á verðmætasköpun og andúðin á einkaframtakinu augljós öllum sem vilja sjá.

Indriði gleymir því líka alveg, viljandi eða óviljandi, að eftir ca. 10 ár eigum við Kárahnjúka skuldlausa og þá fyrst fer sú virkjun að mala gull.

Hvað á Indriði svo við með þessu: "Ætla má að til lengri tíma hafi erlendar fjárfestingar ekki áhrif á atvinnustig og fjölda starfa í landinu. Virðisauki vegna launa álveranna er því ekki viðbót við hagkerfið en kemur í stað launa fyrir störf sem ella hefðu orðið til". Þetta er hreint bull enda augljóst að engin störf koma í staðinn fyrir þau sem ekki urðu til við Bakka og ekki urðu til við gagnaver sem nú verður aldrei reist. Svo talar hann um að erlendar fjárfestingar hafi ekki áhrif á atvinnustig í landinu. Trúir maðurinn þessu sjálfur? Sjá þriðju efnisgrein hér að ofan.

Hinir ríku eru ekki verndaðir á kostnað almennings. Í USA t.d. greiðir ríkasta 1% þjóðarinnar 40% af öllum sköttum. Hérlendis er þetta sjálfsagt ekki mjög ólíkt. Þetta vissir þú sjálfsagt ekki enda upptekin við að lesa áróður Indriða. Indriði færir hvergi fram rök, bara fullyrðir, gerir að einhverju skóna og slítur úr samhengi.

Þú baðst um heimildir:

http://www.samal.is

Hægri sinnar vilja minni opinberan geira og aukið frelsi einstaklingsins. Vinstri sinnar halda í gamlar kreddur sem sagan hefur sýnt okkur að virka ekki. Af hverju ætti íslenskur sósíalismi að vera öðru vísi en t.d A-þýskur sósíalismi? Fólk flúði þaðan og það flýr héðan líka eins og sjá má á strauminum frá landinu.

Ekki segja mér að þú trúir því sem sagt hefur verið að núverandi ástand sé til komið vegna frjálshyggjunnar sem átti víst að vera óheft hér á árunum fyrir hrun?

Hafðu það gott.  

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 10:53

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Útflutningstekjur segja ekkert um hversu hagkvæm þessi iðja er fyrir þjóðarbúið. Á móti útflutningstekjunum kemur innflutningskostnaður og vaxtagreiðslur til móðurfélaga. Stóriðjan hefur komið sér undan því að greiða skatt á Íslandi en notar þó samneysluna á Íslandi eins og hvert annað fyrirtæki.

Ef ekki væri stóriðja væri hægt að skapa hundrað sinnum fleiri störf við annan iðnað sem notar orku. Störf sem myndu skila skatttekjum fyrir ríkið og auka atvinnustig. Innan við 2% af starfsafla starfa við stóriðju sem er ekki mannfrekur iðnaður. 

Eitthvað ertu orðin rökþrota þegar þú ferð að tala um Ameríku. Sýnt hefur verið fram á að aukning í svokölluðum 90/10 mismuni Í stjórnartíð sjálfstæðisflokk jókst um16.1% fyrir skatta en 39,4% eftir skatta. Skattkerfið var notað til þess að auka mismunun ráðstöfunartekna. Auk þess sem skattpíning á millistéttar og láglaunafólki var stefna sjálfstæðiflokksins var skerðing á atvinnufrelsi, höft og einokun ofarlega á dagskrá.

Með því að tala um hægri sinna átt þú trúlega við sjálfstæðisflokkinn en ríkisbáknið hefur aldrei þanist út viðlíka og á valdatíð flokksins. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í að halda uppi gæðingum auk þess sem skattheimta var líka færð á hendur einstaklinga eins og t.d. Finns Ingólfssonar sem færa að rukka fólk um mælagjöld eða þá til útgerðamanna sem fá að innheimta skatt af einstaklingum fyrir að leifa þeim að nota þjóðarauðlindina. Ekkert við þetta sem minnir á frelsi. 

Fólk er að flýja frá Íslandi vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn SETTI ÞJÓÐARBÚIÐ Á HAUSINN. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 11:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS. Indriði Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri og fáir einstaklingar hæfari en hann til þess að gera úttekt á efnahagslegum ávinningi stóriðjunnar.

Mér finnst þú glata trúverðugleika þegar þú hjólar í mannin og gerir það án þess að gera grein fyrir því hver þú ert. Lágkúrulegt og ekki sæmandi. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 11:30

9 identicon

Sæl.

Ég hjóla í Indriða því hann gerir sig sekan um furðulegan málflutning sem kostar þjóðarbúið tekjur og marga vinnuna. Ég gagnrýni hann málefnalega og þú svarar mér ekki málefnalega. Ég er búinn að benda þér á atriði sem sýna svart á hvítu að Indriði veður reyk. Þú vilt hins vegar ekki trúa eða skilja og virðist ekki geta skipt um skoðun. Það er því tilgangslaust að eiga við þig orðastað.

Þú segir mig rökþrota þegar ég vísa til talna frá USA. Hvernig væri að svara mér efnislega varðandi þessar tölur? Það getur þú auðvitað ekki heldur skiptir um umræðuefni.

Skattkerfið var ekki notað til að auka mismun ráðstöfunarekna, þar ferð þú rangt með (sennilega eru að vitna í Stefán Ólafsson). Allir greiddu hærri skatt vegna þess að tekjur allra hækkuðu.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur í minni bók enda þandi hann út ríkisvaldið eins og ég ímynda mér að þú og fleiri séuð sátt með.

Mætti ég hjóla í Indriða ef ég væri þjóðþekktur einstaklingur? Þarna ertu að mæla fyrir elítisma þó þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því. Er því kannski þannig farið að bara sumir séu færir um að stjórna og þessir sumir séu vinstri sinnar sem vilja að hið opinbera greiði skuldir einkaaðila?

Sjallarnir settu þjóðarbúið ekki á hausinn, nú hefur þú meira álit á þeim flokk en hann á skilið. Settu þér líka önnur lönd á hausinn? Hvað með Grikkland? Það varð hrun annars staðar líka. Skipuðu þeir bönkunum og almenningi fyrir. Sögðu Sjallarnir almenningi að fá lánað fyrir hinu og þessu? Ber almenningur ekki ábyrgð á neinu? Af hverju hafa vinstri menn látið bankamenn komast upp með að bera ekki ábyrgð á útlánastefnu sinni?

Vandamál ykkar vinstri sinna er að þið áttið ykkur engan veginn á upptökum kreppunnar. Hefur þú aldrei spurt þig að því hvaðan allir þessir peningar komu sem lánaðir voru um alla koppa og grundir hér? Þeir komu að verulegu leyti erlendis frá. Hvaðan fengu erlendu bankarnir, sem lánuðu íslenskum bönkum fé peninga til að lána hingað? Slóðin endar öll á sama stað.

Innihaldslausar fullyrðingar eru í besta falli hlægilegar og sýna að þú ert búin að mynda þér skoðun án þess að kynna þér málin almennilega. Þú værir því gott efni í ráðherra.

Hafðu það gott.

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 13:38

10 Smámynd: Höfundur ókunnur

Hér er gerð tilraun til að lýsa því hvaðan loftið kom inn í bankabóluna: http://andriki.is/post/19919222467.

Ath. þetta er líklega rétt, enda ekki frá ríkisfjölmiðli.

Höfundur ókunnur, 23.4.2012 kl. 14:45

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn segja að þegar afskriftartími virkjananna væri lokið og búið a borga upp lánin, þá rynnu tekjurnar af virkjunum beint til þjóðarinnar. Svo virðist bara alls ekki vera. Samkvæmt þessu ættu allar tekjur (mínus rekstrarkostnað) vegna Búrfellsvirkjunar, Hrauneyjafossvirkjurnar, Sigölduvirkjunar og nokkurra smærri virkjana að koma fram sem hagnaður hjá Landsvirkjun. Svo er ekki. Mér telst til að þessar virkjanir skaffi rétt innan við helming af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar eða 45,4%. Miðað við tekjur Landsvirkjunar upp á 436 m. USD eða 50,6 ma.kr. þá ættu tæpir 23 ma.kr. að koma frá þessum virkjunum. Samt er hagnaður Landsvirkjunar "bara" 106 m.USD eða 12,3 ma.kr. Þýðir að eldri virkjanir eru að greiða talsvert með þeim nýrri því rekstrar- og viðhaldskostnaður allra virkjana og flutningskerfis er rétt um 91 m.USD. Þetta þýðir einfaldlega að "nýjar" virkjanir (byggðar eftir 1985) eru reknar með tapi (Marínó Njálsson)

Marinó Njálsson segir:

Ég hef margoft talað um þetta atriði, því í lokaverkefni mínu við Stanford háskóla árið 1988, en verkefnið var um samspil framboðs og eftirspurnar í íslenska raforkukerfinu, þá bentu útreikningar mínir til þess að arður ríkissjóðs af sölu raforku til stóriðju fælist fyrst og fremst í sköttum starfsmanna stóriðjuveranna og þeirra fyrirtækja sem veittu þeim þjónustu.


Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 14:50

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú mátt hjóla í Indriða ef þú kemur fram undir fullu nafni. Annað er heigulsháttur.

Þú segir sjallarnir settu ekki landið á hausin eða hvað með Grikklandi? En hvað þá með Danmörku, Svíþjóð, Finnland eða Noreg jú eða bara Færeyjar. 

Með dyggri aðstoð framsóknarmanna bera stjórnvöld ábyrgð á fasteignabólunni, firrtri útlánastefnu og kúlulánabastarðnum sem menn vilja kalla verðtryggð jafngreiðslulán.

Bankarnir voru ekki að taka erlend lán til þess að endurlána til íbúðarkaupa heldur til þess að lána eigendum bankanna til þess að fjárfesta erlendis.

Þeir komu síðan gengisáhættunni yfir á íbúðarkaupendur með myntkörfulánunum. 

Þú slærð vindhögg ef þú ætlar að væna mig um þekkingarleysi á þessu sviði. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 15:02

13 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Færeyingar settu sig sjalfir a hausin a synum tima og veist tu hver adferdin var,fyrst forstu til frænda i bankanum,fekst vilirdi fyrir 10% af kostnadi sydan forstu med tetta vilirdi til tess sem tu nu vildir kaupa togaran af og fekst skipid(og sa sem tu keiftir af vissi ju um adferdina tannig ad vissi lika ad hann feingi ekki tessi 10% strax)sydan forstu aftur til frænda og sagdir takk fyril lofordid en tarf ekki a laninu ad halda tarna varstu komin med skip an trss ad leggja kronu i tad,tetta gekk agætlega tangad til fiskistofnarnir hrundu vegna ofveidi ta for alt a hausin og Danir borgudu.En hefur tu ekki tekid eftir ad tad er kreppa i allri Evropu???Danir ,Sviar, Finnar hafa ekki farid a hausin mer vitandi tott bankar tar hafi farid a hausin vegna offjarfestinga,og eftir tvi sem eg best var Noregur med STORT + a synum Rikisutgjøldum,Og vaarla hafa Sjallarnir sett Grikland a hausin teir voru full færir um tad sjalfir held eg,td med ad innheimta adeins brot af skøttum sem atti ad innheimta dæmi eru um skattaskuldir hja einstaklingum upp a annan miljard Evra,tusunddir og aftur tusundir obinberra starfsmanna feingu laun tog teir væru ekkert ad gera, adrir feingu stora bonusa fyrir ad hlaupa med bref milli hæda,tusundir af lifeyristegum feingu lifeyrir to teir hefdu verid undir grænni torfu i mørg ar,svarta hagkerfid stærra en tad obinbera flestir luxusbilar mydad vid høfdatølu svo tu verdur visst ad roa a ønnur mid med tetta 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.4.2012 kl. 15:34

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú mátt hjóla í Indriða ef þú kemur fram undir fullu nafni. Annað er heigulsháttur.

Þú segir sjallarnir settu ekki landið á hausin eða hvað með Grikklandi? En hvað þá með Danmörku, Svíþjóð, Finnland eða Noreg jú eða bara Færeyjar. 

Með dyggri aðstoð framsóknarmanna bera stjórnvöld ábyrgð á fasteignabólunni, firrtri útlánastefnu og kúlulánabastarðnum sem menn vilja kalla verðtryggð jafngreiðslulán.

Bankarnir voru ekki að taka erlend lán til þess að endurlána til íbúðarkaupa heldur til þess að lána eigendum bankanna til þess að fjárfesta erlendis.

Þeir komu síðan gengisáhættunni yfir á íbúðarkaupendur með myntkörfulánunum. 

Þú slærð vindhögg ef þú ætlar að væna mig um þekkingarleysi á þessu sviði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 15:35

15 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Færeyingar settu sig sjalfir a hausin og adferdin var ad ad fyrst forstu til frænda i bankanum og fekst vilirdi fyrir 10%af utborgunininni sydan forstu i skipasmidstødina med lofordid(teir voru ju med i flettuni)syndir og fekst bokfært tetta loford fra bankanum,sydan aftur til frænda ad skila lofordinu og vups tu varst komin med nytt skip og ekki kronu i utborgun,tetta gekk tangad til ad fyskistofnarnir hrundu vegna ofveidi,hvad skedi ta teir foru lodrett a hausinogDanska rikid borgadi,og tegar eg vissi seinast um ta var kvorki Danmørk Svitjod eda Finland farid a hausin to einhverjir bankar hafi rokid vegna offjarfestinga,og noregur med stort +  synum Rikisutgjøldum.Grikkir turftu ju heldur ekki neina hjalp til ad fara a hausin,tad eru dæmi um skattaskuldir hja einnstaklingum upp a a annan miljard evra,vegna tess ad skattar voru ekki innheimtir eingin haafdi hugmynd um hversu margir voru i vinnu hja tvi obinbera fleiri tusund feingu borgud laun tott teir mættu aldrei i vinnu og adrir feingu stora bonusa fyrir ad hlaupa mef bref milli hæd,tusundir llifeyristega feingu greiddan lifeyri tratt fyrir ad hafa verid undir grænni torfu i araradir,flestir luxusbiler mydad vid høfdatølu i Evropu,folk setur steipustyrktarjarn a a hustøkin tvi ta turfa teir ekki ad borga fasteignagjøld,svarta hagkerfid stærra en tad obinbera svo tad var kanski ekki skritid ad teir færu a hausin

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.4.2012 kl. 16:07

16 identicon

Góður innsláttur frá "Höfundur ókunnur", gott að fleiri en ég hafa áttað sig á þessu. Lykilinn að skilningi þessa hruns er að átta sig á hvaðan peningarnir komu, þeir þrælgóðu vefþjóðvilja menn rétt nefna það hér en hafa farið betur út í það annars staðar. Nú ert þú kominn í hóp þeirra sem ekki er hægt að ljúga fulla um orsakir hrunsins. Ég var þar einu sinni að skammast mín fyrir það að eilífu. Þakka þér fyrir þetta innslag.

Sæl.

Þú skautar alltaf framhjá mínum spurningum og skiptir um umræðuefni. Hvernig stendur á því? Er ég þá nokkuð að slá vindhögg fyrst ég fæ engin?

Já, stjórnvöld hér bera sinn hluta ábyrgðarinnar á fasteignalánunum, staðfestir það sem ég sagði um slæm afskipti hins opinbera. Ég mæri hvergi Sjallana hér. Ef þú ætlar að bíða eftir að ég verji þá þarftu að bíða ansi lengi. Ég segi einmitt að hið opinbera eigi að hætta afskiptum af fjármálakerfinu. Hrunið var samt ekki séríslenskt fyrirbæri, bara minna þig á það.

Ég nenni ekki að karpa við þig um í hvað bankarnir notuð erlenda lánsféð en vísa að öðru leyti í það sem ókunnur höfundur segir. Þú mátt trúa því sem þú vilt.

Þú getur vitnað í hvaða menn sem þér dettur í hug en þær tilvitnanir hrekja ekki það sem ég segi í annarri færslu minni. Marínó of fleiri geta reiknað út það sem þeim dettur í hug en reikningarnir verða aldrei betri en forsendurnar. Þeir nota kannski svipaðar aðferðir og Indriði Icesave? Indriði meinar án efa vel í Icesave og varðandi þessa skýrslu sem þú vitnar í en eftir stendur samt að ekki er heil brú í þessu hjá þeim ágæta manni.

Um 4800 manns hafa framfæri sitt af álgeiranum. Sá gjaldeyrir sem álið kemur með inn í þjóðarbúið heldur uppi lifistandard hérlendis. Sala raforku til áliðnaðar hefur verið með arðsömustu starfsemi raforkufyrirtækja hér á landi um árabil sbr. nýlegar upplýsingar OR og Landsvirkjunar. Sem dæmi má nefna að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar hefur að meðaltali verið um 15% á ári undanfarin 10 ár. Það virðist samt ekki vera nóg fyrir forstjóra LV og kostar það okkur milljarða á milljarða ofan að hafa þar mann sem ekki skilur hvernig þessi hlutir ganga fyrir sig.

Árið 2010 námu tekjur af útflutningi áls 225 milljörðum króna. Þetta svarar til um það bil 25% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Til að framleiða þessi verðmæti þurfti að flytja inn súrál fyrir um 63 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuður áliðnaðarins á síðasta ári nam um 120 milljörðum króna (jákvæður). Kostnaður sem fellur til vegna reksturs álveranna hér á landi nemur um 40% af heildartekjum þeirra. Á síðasta ári nam þessi kostnaður því um 80 milljörðum króna. Hvernig rímar þessi tala við 25 milljónirnar hans Indriða?

Landsvirkjun hefur á undanförnum árum byggt upp traust eiginfjárhlutfall án framlaga frá eigendum sínum og verið fær um að standa  undir afborgunum þeirra lána sem fyrirtækið hefur tekið.  Þar hafa skattgreiðendur ekki þurft að hlaupa  undir bagga. Svo kemur auðvitað að því að lánin verði greidd upp líkt og með Kárahnjúka eftir um 10 ár.

Við þurfum að selja raforku til þeirra sem hana vilja kaupa til að skapa hér verðmæti, eðlilegast er að tengja verðið með einhverjum hætti við markaðverðmæti þeirra afurða sem það fyrirtæki selur með einhverju gólfi fyrir okkur svo ekki verði tap. Þig rekur kannski minni til fréttar fyrir ekki svo löngu síðan þar sem talað var um að brátt gæti LV farið að greiða eigendum sínum arð.

Það er frábært að Marínó skuli átta sig á því að þegar fjárfest er skilar fjárfestingin ekki strax arði. Ef menn heimta að fjárfestingin skili arði hraðar verður sennilega ekki um neina fjárfestingu að ræða, eins og forstjóri LV er að reka sig á núna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Hér ræður markaðurinn en ekki duttlungar ríkisforstjóra sem sennilega vill fá plús í kladdann hjá núverandi stjórn.

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 21:31

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ónafngreindur aðili sem slengir fram tölum sem hann sýnir ekki fram á heimildir fyrir er ekki trúverðugur. Fjöldi manns hefur sýnt fram á firringu stórniðjunnar á íslandi með góðum heimildum. T.d. Andri Snær, Marinó Njálsson, Indriði Þorláksson. Fleiri hafa einnig bent á gerræðislega drauma stóriðjufíkla s.s. Prófessor Stefán Arnórsson, og jarðeðlisfræðingurinn Sigmundur Einarsson. Kristín Vala hefur einnig verið ótrauð við að draga fram hliðar á málinu sem þú virðist snúa blinda auganu að.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.4.2012 kl. 00:50

18 Smámynd: Höfundur ókunnur

Hinn heiguli ókunni höfundur bætir við, og bendir á: 

Það er rétt hjá þér að eldri virkjanir eru látnar "borga með" þeim nýju, hjá LV, ef þú vilt orða það þannig. Hins vegar er út úr korti að þær séu reknar með tapi.

Það að bankarnir vörpuðu gengisáhættu yfir á íbúðakaupendur er ekki rétt, viðskiptamódelið var ekki það snjallt. Þeir tóku lán á kannski 0,5%+Libor og áframseldu það svo á 1,5%+Libor (prósentur ágiskun, en þetta má sannreyna með einföldum hætti). Það var allt og sumt, enda hófust erlend lán löngu fyrir þungar endurgreiðslur jöklabréfa, sem svo að lokum felldu krónuna. Hins vegar vörpuðu bankar gengisáhættu í miklu meira mæli yfir á lífeyrissjóði og stærri fyrirtæki (m.a. útgerð) sem voru til í að veðja með krónunni fram undir haustið 2008. Eini lífeyrissjóðurinn sem beið nógu lengi og ég veit um er frjálsi, þar var skiptigengið í kringum 200 (GVT) í stærstu samningum.

Varðandi blinda augað þá er mjög vont að blanda saman mönnunum Andra Snæ, Indriða Þorláks og Marínó Njálsson. Þetta minnir á blöndu af whiskey og mjólk.

Hvers vegna hrökklaðist Marínó frá Hagsmunasamtökum Heimila (og fröken Andrea kom þar í staðinn)? Er hugsanlegt að sömu ástæður liggja að baki því hvernig hann túlkar hlutina (sumt rétt, sumt þokkalega rétt, annað algerlega út úr korti)? Ég myndi næstum því nota tiltil næstu færslu á þessari síðu um hann, svona sjálfur, í lokuðum hópi.

Andri Snær er nær ávallt með mjög góðan málflutning og ábendingar, á ekki heima í þessum selskap.

Höfundur ókunnur, 24.4.2012 kl. 09:29

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Málflutningur Marinó Njálssonar er sterkur í þessu máli. Hann sagði af sér í Hagsmunasamtökum heimilanna vegna þess að fjölmiðlarnir voru farnir að sækja svo hart að honum en konan hans er MS sjúklingur og svona persónuárásir eru erfiðar fyrir fólk sem er að berjast við erfiða sjúkdóma.

Víst var verið að færa gengisáhættu yfir á heimili með útlánum bundnum við erlend gengi. Mér er vel kunnugt um að lífeyrissjóðirnir voru líka látnir taka á sig gengisáhættu fyrir eigendur bankanna og gerðu það í miklu stærri stíl. Ólafur Ísleifsson hefur gert ágæta grein fyrir því. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.4.2012 kl. 09:47

20 Smámynd: Höfundur ókunnur

Amx er lélegt vefrit en þó er eitthvað til í þessu: http://www.amx.is/fuglahvisl/16158/

Hins vegar virðist þú vera í politík með þessum endalausu skrifum þínum, og politík er hafin yfir rökræðu (eða er það öfugt?). 

Því er bara að kveðja fyrir mína parta. Hins vegar þakka ég fyrir að fá að halda nafnleynd, allmörgum þykir sá þyrnir of stór samþykktar.

Höfundur ókunnur, 25.4.2012 kl. 11:09

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nafnleynd dregur úr trúverðugleika. Bendir til þess að viðkomandi vilji ekki tengja nafn sitt við sinn málflutning. Ég held að þú skiljir ekki hugtakið pólitík eins og þú ert að nota það hérna. Ég veit ekki á hvern hátt ég ætti að vera pólitískari en hver annar. Ég er aðallega á móti heimsku en af henni hefur verið nóg í íslenskri pólitík.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.4.2012 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband