Fjármálakerfið ógnar lífi fólks

Fréttir berast að því að íbúar í iðnaðarhúsnæði í Kópvogi hafi verið í lífshættu þegar eldur kom upp í fasteigninni um miðja nótt á meðan íbúarnir sváfu. Húsnæðið er ólöglegt sem íbúðarhúsnæði og brunavörnum er áfátt. Það er nöturlegt ,segir slökkviliðsstjóri, að fólk eigi ekki í önnur hús að vernda.

En hvers vegna á fólk ekki í önnur hús að vernda þegar þúsundir Íbúða standa auðar í borginni og því ætti framboð á leiguhúsnæði að vera yfirdrifið?

Fjármálafyrirtæki virðast hafa haft samráð með sér um að leigja ekki út auðar íbúðir né heldur að selja þær. Leigu- og söluverði fasteigna er því óeðlilegt miðað við ástand á markaði. Ekki verður annað séð en að þessar aðgerðir fjármálafyrtækjanna séu ólöglegar. Það er verið að ráðskast með verðmæti eigna og vinna gegn lögmálum framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Íbúðarlánasjóður og lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur í þessum leik.

Íbúðarlánasjóður á yfir þúsund íbúðir sem standa auðar. Hverjir borga kostnaðinn af þessum íbúðum? Jú, vissulega eru það skattgreiðendur. Íslenskir skattgreiðendur og skuldarar eru í þessu tilviki að standa straum að rekstri og viðhaldi fasteigna sem haldið er auðum til þess að tryggja eigendum bankanna meiri arð. En það eru fórnarlömb í þessum leik.

Málið lítur enn alvarlegar út þegar horft er til þess að hátt fasteigna- og leiguverð hefur áhrif á verðbólgu og á því þátt í að belgja út höfuðstól fasteignalána. Verðtryggð lán sem veitt eru af sömu aðilum og eru að ráðskast með fasteignamarkaðinn. Reiknimódel verðtryggða lána er þannig úr garði gert að þeir sem veita lán hafa hag af verðbólgunni.

Vegið er að lífsskilyrðum landsmanna með þessum framgangsmáta fjármálafyrirtækja og ömurlegt er að horfa upp á ríkið taka þátt í þessum leik.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks líðræðis og velferðar


mbl.is Tveir fluttir á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi óneitanlega ógna endurreistu bankakerfinu ef allar þessar eignir færu á markað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 10:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit ekki hvort það myndi ógna því. Eigendurnir myndu græða minna. Þessar ólöglegu aðgerðir í fjármálakerfinu ógna hinsvegar heimilunum í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2012 kl. 10:51

3 identicon

Það er ekkert að marka tölur bankanna Jakobína. Þeir eru byggðir upp á lygi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband