3 milljarðar á ári

Eitthvað rámar mig í að rekstur Máls og menningar hafi ekki gengið of vel.

Rekstur Hörpu er gríðarlegt áhættuverkefni og spurning hver tekur á sig tapið ef hann gengur ekki upp.

Eftirfarandi grein er birt á visir.is í dag:

Skera verktaka úr snörunni

 Prófessorinn og hagfræðingurinn Robert Z Aliber taldi byggingakrananna í borginni fyrir hrun. Hann spáði síðan hruni efnahagskerfisins en spádómar hans fengu lítinn hljómgrunn hjá valdhöfum. Draugabyggingar sem standa auðar víða á höfuðborgarsvæðinu eru minnisvarði þess æðis sem rann á menn í aðdraganda hrunsins. Þessum fasteignum er haldið af markaði vegna þess að ef að þær eru settar í sölu eða leigu hrynur fasteignaverð. Samráð virðist vera meðal fjármálastofnana um að halda þessum fasteignum af markaði. Í mínum huga þýðir þetta að verið er að ráðskast með fasteingaverð og húsaleiguverð. Því vekur þetta spurningar um hvort þetta standist samkeppninslög. Vissulega kemur það sér illa fyrir skulduga húseigendur og eiginfjárstöðu bankanna ef fasteignaverð hrynur en eins og staðan er í dag er verið að færa tap þeirra yfir á þá sem leigja og þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti eða skipta yfir í stærra húsnæði. Þeir sem græða þó mest á því að bólufasteignaverði sé haldið uppi með markaðsmisnotkun eru fjármálastofnanir og fasteignafélög.

Stundum er minnst á húsnæðisbóluna fyrir hrun en lítið hefur þó verið fjallað um hverjir græddu á henni. Húsnæði var selt á uppsprengdu verði, fólk tók verðtryggð lán og myntkörfulán og staðgreiddi húsnæði. Fasteignasalar héngu á dyrunum hjá fólki og hvatti það til þess að kaupa nýtt húsnæði áður en það var búið að selja húsnæðið sem það var að skipta út. Margir sitja því uppi með tvær fasteignir eftir hrun sem eru óseljanlegar.

Það ætti því að vera ljóst að byggingaverktakar fengu sitt en fólk situr uppi með stökkbreyttu lánin. Stjórnmálamönnum virðist vera sérstaklega annt um byggingarverktakana. Ríkisstjórnin hugar sífellt að því hvernig megi finna byggingaverktökum ný verkefni. Áætlanir eru uppi um að bora göng í gegn um fjöll, að byggja ný fangelsi, að byggja hátæknisjúkrahús og nýverið var lokið við byggingu Hörpu.

Verktakaveislur ríkisstjórna

Fréttir fóru af því eftir hrun að byggingarverktakar hefðu verið gjöfulir við stjórnmálamenn bæði hjá borg og ríki. Núverandi ríkisstjórn hefur fest mútusamfélagið í menningarkima stjórnmálanna í sessi með löggjöf. Stjórnmálamenn voru líka góðir við verktakana og hækkuðu fasteignamatið ólöglega til þess að auka veðhæfni eigna og skapa grundvöll fyrir hækkun fasteignaverðs. Þar sem fasteignamatið er álagningagrunnur í skattaútreikningum má ekki hækka það nema fyrir því sé sérstök heimild í lögum. En aukin veðhæfni fasteigna var grundvöllur fyrir fasteignabólunni. Stjórnmálamenn hjá bæjarfélögunum voru líka mjög liprir við byggingaverktaka og skipulögðu ný hverfi eins og þeir ættu lífið að leysa.

En svo sprakk bólan og hvað gera menn þá. Jú þeir taka yfir verkefni Björgólfs Guðmundssonar sem hafði fengið miðbæinn til ráðstöfunar og kláruðu Hörpuna. Tugmilljarða framkvæmd sem kallar á þrjá milljarða í vaxta- og rekstarkostnað á ári hverju. Ég á ekki von á öðru en að verktakar hafi glaðst.

Hátæknidraumar sjúkraþjálfans

Siv Friðleifsdóttir sat í ríkisstjórninni sem sendi sitt fólk inn í Fasteignamat Ríkisins til þess að skrúfa upp veðhæfni fasteigna. Hún er líka voða spennt fyrir því að byggja hátæknisjúkrahús. Með því að byggja hátækni sjúkrahús er hægt að hleypa byggingarverktökum með lúkurnar í sparifjáreign launþega. En Siv segir í pistli á visir.is: „Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði".

Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa tapað hundruð milljarða af sparifé launamanna. Þrátt fyrir þetta hefur stjórn þeirra ekki verið tekin úr höndum vinnuveitenda og stjórnenda sem þáðu gjafir af fyrirtækjum sem notuðu lífeyrissjóðina til þess að halda uppi gengi krónunnar með framvirkum samningum á meðan fyrirtækin voru að koma fjármagni úr landi. Með þessu móti var sparifé launþega fært viðstöðulaust til fyrirtækja í eigu fárra aðila í mörg ár.

Í niðurstöðum doktorsritgerðar sinnar lýsir Herdís Baldvinsdóttir hvernig fámennur hópur íslendinga náði ítökum í fjármálakerfinu, í lífeyrissjóðum en síðan náðu þeir einnig að yfirtaka bankana. Þessir aðilar hafa stjórnað löggjöfinni í landinu í gegn um viðskiptaráð sem lýst hefur því yfir að 90% af tilmælum þeirra til ríkisstjórnarinnar voru innleidd sem lög. Þetta þýðir að á Íslandi er hreint auðræði og enn leggur fnykinn af sérhagsmunagæslu neðan af Austurvelli.

Siv Friðleifsdóttir skrifar réttlætingarpistil um byggingu hátæknisjúkrahúss undir yfirskriftinni: „Nýr LSH fyrir alla". Hin þverpólitíska samstaða fjórflokksins er enn eitt dæmi um það hvernig flokkarnir starfa saman gegn velferð þeirra sem byggja landið. Sérhagsmunagæsla og kjördæmapot er túlkað sem þjónusta við almannaheill en almenningi er meira annt um að fá góða þjónustu en að skattar þeirra sem notaðir í vaxtagreiðslur vegna stórframkvæmda. Nú þegar er ríkissjóður að greiða meira en sem nemur rekstrarkostnaði Landsspítalans á ári hverju í vaxtakostnað vegna gerræðilegra ákvarðanna og viðstöðulausra árása fyrri valdhafa á velferð almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar


mbl.is Ekki gerð krafa um rekstrarmenntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta línan frá hagfræðingi lífsins sem vill ekki ógna bankakerfinu: vondu verktakarnir?

http://www.visir.is/telur-breytingar-a-kvotakerfinu-ogna-bankakerfinu/article/2011110629114

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 11:53

2 identicon

Hvar er hægt finna doktorsritgerð Herdísar Baldvinsdóttur? Átt þú tengil á hana á Netinu?

Nonni (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:03

3 identicon

Elín, kveikirðu ekki á tengslunum milli Deutsche Bank, Björgólfanna, Rúblunnar, Máls og menningar, Frankfurtar bókamessunnar, Actavis sem helsta kostunaraðilans, Eddu (áður MM)?  ESB væðingin Elín!

Og hátæknimonsterið við Hringbrautina verður boðið út á sameiginlega evrópska efnahagssvæðinu.  ESB væðingin undir leikstjórn gjaldkera Samfylkingarinnar.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:31

4 identicon

Og forstjóri Hörpunnar Elín, hver er hann, sá nýráðni?  Kveikirðu núna Elín?

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:32

5 identicon

Við erum nú ekki að tala um neina litla verktaka Elín mín.

Við erum að tala um uber-verktaka ESB! 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:34

6 identicon

Bravó bjór frá Leníngad og Landsbankinn.

Björgólfur Guðmundsson og Edda (áður MM).

Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn og Harpan.

Björgólfur Thor og Landsbankinn, Deutsche Bank og Actavis.

Frankfurt, menningarelítan og Björgólfar, Deutsche Bank og Actavis.

Vilhjálmur Þorsteinsson, makker BTB, gjaldkeri ESB Samfylkingar.

Ekki biðja mig að þurfa að mata þetta betur ofan í þig Elín. 

Þú veist þetta allt jafn vel og ég og hvað tengslin eru augljós.

Uber-lántaka Elín, skuldabréf Elín, ánauð almennigs um ókomin ár.

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:58

7 identicon

Við erum að tala um það Jón Jón Jónsson að hagfræðingur lífsins sagðist ekki vilja ógna bankakerfinu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:59

8 identicon

Hefurðu semsagt ekkert annað og dýpra um þetta allt að segja Elín?

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:14

9 identicon

Kreppa krónunnar.

Hér er vel kveðið hjá Lilju:

"Kreppa krónunnar birtist í gjaldeyrishöftum sem koma eiga í veg fyrir að 1.000 milljarðar eða snjóhengjan svokallaða streymi úr landinu og gengi krónunnar hrynji.  Snjóhengjan mun halda áfram að vaxa, þar sem ekki má lengur kaupa  gjaldeyri vegna verðbóta á höfuðstól og útgreiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna er ekki lokið.

Þrjár lausnir hafa komið fram á þessum vanda:

Í fyrsta lagi, Harðindaleiðin, þ.e.  með gengishruni krónunnar

Í öðru lagi, Skuldsetningarleiðin með upptöku evru og láni hjá Seðlabanka Evrópu eða útgáfu ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum.

Í þriðj lagi, Skiptigengisleiðin sem gengur út að skrifa niður forðueignir við upptöku t.d. Nýkrónu.

Einkaskuldum þ.e. snjóhengjunni verður komið yfir á almenning ef við förum Harðinda- eða Skuldsetningarleiðina. Aflandskrónurnar bjuggu gömlu bankarnir að hluta til með peningaprentun og eignir kröfuhafa gömlu bankanna keyptu vogunarsjóðir á brunaútsölu. Peningaprentun og afslátturinn á eignum kröfuhafa eru froðueignir.

Hrapið í lífskjörum almennings kemur svo til strax með Harðindaleiðinni en dreifist yfir fleiri ár með Skuldsetningarleiðinni. Markmiðið með Skiptigengisleiðinni er að skrifa niður froðueignir sem engin greiðslugeta er fyrir til að verja kjör almennings og koma í veg fyrir fátækt og landflótta.

Seðlabankinn hefur innleitt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem felur í sér gjaldeyrisútboð. Markmiðið er að minnka snjóhengjuna og undirbúa upptöku evrunnar. Nú hefur komið í ljós að lítill áhugi er á þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans . Það er því hætta á að gjaldeyrishöftin muni vara til eilífðar.

Í nýlegri skýrslu utanríkisráðherra er fullyrt að krónan komist í skjól með stuðningi Evrópska Seðlabankans eftir inngöngu í ESB. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðru vísi en svo að taka eigi lán fyrir snjóhengjunni.

Þetta stemmir ekki við svonefnda framvinduskýrslu um aðildarumsókn Íslands frá í mars, en þar er ítrekuð sú skoðun Evrópuþingsins að afnám gjaldeyrishafta sé skilyrði fyrir aðild að sambandinu og upptöku evru.

Ég spyr því efnahags- og viðskiptaráðherra hvort það sé rétt að engin aðstoð muni fást frá ESB við að leysa kreppu krónunnar fyrr en við höfum losað okkur við snjóhengjuna?

Ef enga aðstoð er að vænta frá Evrópska Seðlabankanum og lítill áhugi á uppboðsleið Seðlabankans, hvernig á þá að losa okkur við gjaldeyrishöftin og hvað mun það taka langan tíma?

Seðlabankastjóri fullyrti nýlega að bankinn hafi ekki umboð til að kanna aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en upptöku evrunnar. Bankinn hafi því aldrei rætt við t.d. kanadísk og sænsk yfirvöld um möguleika á aðstoð við einhliða upptöku gjaldmiðils þessara landa.

Ég spyr því hvernig standi á því að Seðlabankinn hafi ekki umboð til að meta aðra kosti en upptöku evru eins og lofað er í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna?

Ég velti jafnframt fyrir mér hvort vandi þjóðarbúsins sé ekki fyrst og fremst skuldavandi en ekki krónuvandi eins og talsmenn evrunnar klifa stöðugt á?

Skuldakreppan í Evrópu hefur afhjúpað ókosti sameiginlegrar myntar. Jaðarríki hafa þurft að bregðast við lausafjárvanda með nafnlaunalækkunum og stórauknu atvinnuleysi.  Á sama tíma hafa fjármagnseigendur flúið land með evrurnar sínar.  Munu Íslendingar sætta við slíkar aðstæður?

…

Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg.

Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.

Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.

Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar.  Hver vill búa í slíku samfélagi?

Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.

Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.

Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:41

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nonni það er linkur á riterðina í dálkinum hér til hliðar undir skýrslur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2012 kl. 23:21

12 identicon

Takk fyrir. :-)

Nonni (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband