Stjórnvöld skuldvæða þjóðina

Öll höfum við rétt á því að hafa skoðanir á því hvernig samfélag okkar þróast inn í framtíðina. Trú okkar flestra á því að skoðanir okkar og framtíðarsýn byggi á réttmætum grunni er oftast sterk. Upplýsingarnar og úrvinnslan úr þeim er þó oft háð tengslum okkar inn í samfélagið og hverra hagsmunir eru okkur hjartfólgnir.

Nokkur umræða spannst upp á Feisbókinni vegna stóriðu og ferðaiðnaðar vegna færslu sem Marinó Njálssonar sem bar saman tekjur af ferðaiðnaði (133 milljarðar) og virðisauka af stóriðju (90 milljarðar). Sumum þótti þessi samanburður vitlaus eins eða eins og að bera saman epli og appelsínur. En þessi samanburður er alls ekki vitlaus.

Virðisauki atvinnugreinar er summan af EBIDA hagnaði (hagnaði áður en vaxtakostnaður er reiknaður) og launa í greininni.

Tekjur í ferðaiðnaði skila sér að mestu sem virðisauki inn í þjóðarbúið þó vissulega sé rekstrarkostnaður til staðar. Laun eru stór þáttur í virðisauka vegna ferðamennsku en þessi þáttur skilar sér óskiptur i þjóðarbúið.

Rekstur Landsvirkjunar er ekki mannfrekur og því er framlag til virðisauka í formi launa lítið. Af hagnaði Landsvirkjunar fara 82% í að greiða vexti af erlendum lánum. Langstærsti hluti virðisauka vegna starfsemi virkjana hverfur því úr landi. Fjármagnskostnaður er dregin frá tekjum fyrir skattlagningu. Því hefur stór hluti virðisauka af virkjunum ekki í för með sér skatttekjur fyrir ríkið og á þetta bæði við um skatta af launum starfsmanna sem eru ekki margir miðað við annan iðnað og skatta af hagnaði sem er lítill eftir að búið er að reikna frá fjármagnskostnað. Stór hluti virðisauka af stóriðju hverfur úr landi og skilar sér þar með ekki í vinnu fyrir samfélagið.

Margir hafa því bent á að ferðaiðnaðurinn er mun verðmætari fyrir þjóðarbúið en orkufrekur iðnaður. Rökin fyrir þessu er m.a. að það tekur virkjanir áratugi þar til þær fara að skila hagnaði í þjóðarbúið. Virðisaukinn í ferðaþjónustu skilar sér inn í þjóðarbúið og í vinnu fyrir samfélagið til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Uppbygging og áhersla á ferðaiðnað skilar sér því mjög fljótt í minna atvinnuleysi, auknum tekjum ríkissjóðs og býður auk þess upp á fjölbreytt störf. Bæði hálaunastörf og láglaunastörf. Störfin eru að öllu jöfnu áhugaverð í ferðamennsku og bjóða upp á mikil félagsleg samskipti.  Erfitt er að sjá að störf í stóriðju beri með sér svipaða kosti.

Framtíðarsýn þeirra sem vilja verja landið gegn ásælni auðhringa í ódýra orku virðist fara fyrir brjóstið á mörgum virkjanasinnum. Virkjanasinnar hatast jafnan út í náttúru- og umhverfisverndarsinna og saka þá um að vilja drepa niður atvinnulíf. Þeir setja dæmið jafnan þannig fram að valkostirnir séu aðeins tveir; að selja orku til stóriðju eða engin atvinnuuppbygging. Þessi sýn á sér auðvitað enga samsvörun í raunveruleikanum því valkostirnir eru fjölmargir.

Vinsælu ferðamannasvæði og náttúruperlum á að fórna undir jarðvarmavirkjanir þannig að að Reykjanesskaginn verði eitt samfellt virkjanasvæði. Nú þegar hefur fallegum svæðum verið fórnað undir stóriðju bæði í Hvalfirði og Straumsvík. Ferðamenn sem sækja Ísland eru að sækjast eftir að komast í ósnortna náttúru sem er ein af auðlindum landsins. Auðlind sem standa þarf vörð um fyrir komandi kynslóðir.

Eins og nefnt hefur verið hefur orkufrekur iðnaður yfirleitt þau einkenni að vera ekki mannfrekur miðað við aðra atvinnuvegi. Uppbygging orkuiðnaðar skilar fáum störfum til frambúðar miðað við aðrar atvinnugreinar. Hann skilar því litlum tekjum í ríkissjóð vegna skatta af launum. Það vekur því furðu mína þegar að stjórnmálamenn vekja máls á því að laða orkukaupendur til landsins með ódýrustu orku í Evrópu og veita þeim skattaívilnanir. Valkostir sem eru miklu hagstæðari eru jafnframt talaðir niður.

Gildi fullvinnslu fiskafurða, ilrækt til útflutnings og ferðaiðnaður eru jafnan þögguð niður. Stóriðjan er jafnan í umræðunni kölluð næststærsta útflutningsgrein Íslands þótt að ljóst megi vera af hagtölum að ferðaiðnaðurinn er mun verðmætari þjóðarbúinu en stóriðjan. Marinó Njálsson hefur spurt hvers vegna ekki er unnið skipulega að því að byggja upp ferðaþjónustu en viðbrögðin hafa verið hanaslagur um forræði stóriðjunnar.

Hvers vegna er ekki skoðað hvað eitt starf í ferðaþjónustu kostar miðað við eitt starf í stóriðju. Hvers vegna eru aðrir þættir ekki skoðaðir skoðaður, t.d. starfsánægja í stóriðju og starfsánægja í ferðaþjónustu. Yfirvöld vega sífellt að atvinnufrelsi í landinu og virðast kræklingabændur ekki fara varhluta af því. Eitthvað hefur depurð færst yfir íslensku þjóðina frá hruni og eflaust vilja margir endurheimta hamingjuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar


mbl.is Ragnhildur Kolka: Stofnanavæðing stjórnarinnar er helstefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband