Höfuðverkur landsmanna

Hið Íslenska fasteignaböl

Ekki verður betur séð en að þeir aðilar sem veita fasteignalán hafi samráð um að ráðskast með fasteignamarkaðinn og viðhaldi á þann hátt verðbólgu. Þetta veldur því að höfuðstóll lána er mun hærri en við eðlilega samkeppni og markaðsaðstæður. Fjármálafyrirtækin í landinu eiga þúsundir íbúða. Við eðlilegar aðstæður myndu fjármálafyrirtækin vera í samkeppni um að selja íbúðir eða leigja þessar fasteignir sem myndi leiða til lækkunar á húsaleigu og söluverði fasteigna og draga þar með úr verðbólgu.

Húsaleiga og fasteignaverð eru meðal þeirra þátta sem hafa mikil áhrif á verðbólguþróun og þar með höfuðstól fasteingnalána.  Markaðsmisnotkun íbúðarlánasjóðs, lífeyrissjóða og bankanna er því mjög alvarlegt mál og bein árás á lánþega fasteignalána.

Fjármálastofnanirnar hafa beinan ávinning af því að halda íbúðum af markaði og halda uppi söluverði fasteigna. Þetta birtist í hagstæðari efnahagsreikningi banka, lífeyrisjóða og íbúðarlánasjóðs. Með því að halda uppi falskri verðbólgu geta þessar stofnanir eignfært verðbólgugróða og eignasafn þeirra vegna fasteigna er hærra metið. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar fyrir skattgreiðendur. Fasteignamatið er hækkað og þar með fasteignagjöld. Hátt fasteignamat hefur áhrif hjá mörgum til lækkunar á vaxta- og barnabótum.

Nú segja kannski margir en hvað þá með íbúðareigendur. Tapar fólk ekki á því að fasteignir þeirra falla í verði. Fasteignamarkaðurinn er aldrei hagstæður fyrir alla. Hann er annað hvort seljendamarkaður, þ.e. það er hagstætt að selja eða þá kaupendamarkaður og þá er hagstætt að kaupa. Þeir sem bera mesta byrði vegna húsnæðis eru leigjendur, láglaunafólk og ungar barnafjölskyldur. Þessir aðilar þurfa að láta hlutfallslega mest af launum sínum í húsnæði. Í mörgum tilvikum er staða þessara einstaklinga óbærileg og þetta er sá hópur sem er fórnarlamb markaðsmisnotkunnar fjármálafyrirtækja.

Í heildina myndu fjölskyldurnar í landinu hafa hag að eðlilegri samkeppni á fasteignamarkaði. Þeir aðilar sem myndu tapa á eðlilegu markaðsumhverfi væru þeir sem vilja losa sig við fasteign án þess að kaupa aðra á móti, þ.e. þeir sem vilja komast út úr kerfinu. Lyklafrumvarp sem Lilja Mósesdóttir hefur mælt fyrir myndi leysa vanda þeirra vanda þeirra sem eru í neikvæðri eiginfjárstöðu.

Kostnaður við að hafa þak yfir höfuðið er böl á mörgum fjölskyldum. Margir kenna hruninu um en aðgerðir stjórnvalda hafa markvisst aukið þennan vanda. Fyrsta árásin á fjölskyldur í landinu var gerð áður en bankarnir voru einkavæddir. Þá undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var fasteignamat á íbúðum hækkað umfram það sem lög leyfðu og veðhæfni fasteigna hækkað. Þessi aðgerð varð grundvöllur að fasteignabólunni og hafði áhrif á verðbólgu til hækkunar.

Þessi aðgerð var ólögleg vegna þess að ekki var lagaheimild fyrir henni en þess er krafist vegna þess að fasteignamatið er álagningagrunnur fyrir fasteignagjöld, fasteignaskatta og vaxta- og barnabætur. Vaxtabætur þurrkuðust við þessa aðgerð og fasteignagjöld hækkuðu. Áætlanir fóru verulega úr skorðum hjá mörgum sem höfðu nýlega keypt húsnæði.

Það er því ekkert nýtt að verðbólgunni á Íslandi sé stjórnað af yfirvöldum.  Það hefur verið gert í þágu byggingaverktaka og fjármálastofnana en fjölskyldurnar í landinu eru viðstöðulaust fórnarlömb árása ríkisvaldsins á fjárhag þeirra. Eflaust brýtur þetta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks líðræðis og velferðar


mbl.is Allt fullt hjá Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að þér? Þetta hefur EKKERT með fréttina að geta og ég krefst þess að þú takið tenginguna við fréttina af.

Þvílík sóun á dýrmætum kaffitíma að hafa endað inná þessu vælubloggi.

Arnar (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll

Víst hafa forsendur almennings til þess að eignast fasteign eitthvað með byggingarbransann að gera. Þú ákveður sjálfur hvernig þú verð tíma þínum. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2012 kl. 09:51

3 identicon

Gott að fá Bauhaus inn á markaðinn. Gott fyrir samkeppnina - sem Sjálfstæðisflokkurinn þolir ekki.

http://www.visir.is/politik-red-thvi-ekki-ad-byko-fekk-lod-i-gardabae/article/200660308044

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 10:14

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jakobína Ingunn. Takk fyrir frábæra samantekt í þessum pistli.

Á sama tíma og svona Bauhaus-bóla blæs út, þá hefur sumt fólk ekki efni á að búa í viðurkenndu og traustu íbúðarhúsnæði á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt, miðað við að fjölmargar byggingar standa tómar, og þjóna engum tilgangi. Þær eru frekar látnar grotna niður, en að leyfa rændu fólki að búa í þeim.

Það er ólöglegt að búa í óviðurkenndu iðnaðarhúsnæði, en það er ekki ólöglegt að búa á götunni eða í tjaldi.

Það er mikið að í íslenskri stjórnsýslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband