Herdís er ekki til sölu

Herdís hefur gefið út yfirlýsingu um að hún þyggi ekki framlög frá fyrirtækjum.

Forsenda lýðræðisins er að það eru einstaklingarnir í samfélaginu sem fara með kosningaréttinn. Þegar fyrirtæki með fjárframlögum og í gegn um fjölmiðla fara að reyna að ráðstafa forsetaembættinu þá er það aðför að lýðræðinu.

Herdís hefur skrifað um skoðanafrelsi sem er réttur einstaklinga til þess að fá heilsteyptar upplýsingar sem efla þá við að taka ákvarðanir sem styðja þeirra eigin hagsmuni.

Kosningaherferðir sem kosta tugi milljóna miða oft að því að leiða athygli kjósenda frá því sem skiptir máli með því að trufla þá með lýðskrumi og fluteldasýningum. 


mbl.is Þingmaður vill opið bókhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband