Rökskrípi arðránsins.

Hinn forheimskandi áróður LÍÚ virðist eiga sér lítil takmörk.

Bjarni Jónsson er einn þeirra sem trúir á hagkvæmni stórútgerðarinnar sem þó vælir sífellt yfir afkomu sinni. 

Bjarni Jónsson segir:

Við skulum reyndar bara taka dæmi af togaranum Páli Pálssyni, ÍS-102.  Jaðarkostnaður hans við að bæta einu tonni við 70 t afla sinn er miklu lægri en kostnaður smábátsins við að fiska 1 t. 

Hugtakið jaðarkostnaður er notað yfir útreikninga sem eru notaðir til þess að skoða hagkvæmni aukinnar framleiðslu. Breytilegur kostaður er eingöngu notaður við þessa útreikninga en horft fram hjá kostnaði sem framleiðsluaukning hefur ekki áhrif á. Það er því aldrei hægt að nota jaðarkostnað til þess að bera saman hagkvæmni tveggja fyrirtækja eða framleiðslueininga og sér í lagi þegar fjárfestingastrúktúr þessara framleiðslueininga er mjög ólíkur.

Ég benti Bjarna Jónssyni á þetta en hann svaraði mér:

 Það er ekki gott að henda reiður á flaumnum frá þér, sem ber allur vott um yfirgripsmikla vanþekkingu á málefninu, sem hér er til umræðu, sjávarútveginum, ásamt hugtökum, sem notuð eru til að bera saman hagkvæmni mismunandi aðferða.

Það vill svo til að ég hef skrifað Kand mag ritgerð við háskólann í Gautaborg þar sem rannsóknarefnið var kostnaðarútreikningar og var þetta hugtak á meðal þess sem þar var til umfjöllunar og er óhætt að fullyrða að ég sé sérfræðingur á þessu sviði. 

Rökvillur og reikningskúnstir eru útgerðinni til skammar og skýra kannski að hluta hvernig þessisjavarutvegur.jpg starfsemi hefur ratað í skuldafen þrátt fyrir að hafa einokunarrétt á sjávarmiðunum. Þegar þeim er bent á rökvillur svara þeir með skætingi og persónuárásum. Ég get ekki séð að fólki sem fer fram með vitstola umræðu sé treystandi fyrir þeim völdum sem fylgja því að ráða yfir atvinnuvegi í byggðarlögum landsins. 


mbl.is Hafa beðið um fund með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert væntanlega að tala um "marginal cost" Jakobína?

Ég hef nú lengi reynt að benda á, að það sem er hagkvæmt fyrir einokunarfyrirtæki er ekki endilega hagkvæmt fyrir ríkið.  En alltaf koma þessir snillingar með sömu rökin að kvótakerfið hafi aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði og þannig gert  sjávarútveginn arðbæran sem er náttúrulega þvílík öfugmæli að engu tali tekur.  Við getum alveg eins sagt að niðurskurðurinn á Landsspítalanum hafi gert heilbrigðiskerfið hagkvæmt.  En fáir held ég myndu samþykkja það. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.7.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jaðarkostnaður er "marginal costs" á ensku og það fullyrti við mig einu sinni breskur prófessor að flestir skildu ekki þetta hugtak. LÍÚ er trúlega vísvitandi að misnota hugtakið.

Já Jóhannes það gleymist auðvitað að reikna einokunarstöðuna inn í þetta dæmi og fórnarkostnaðinn sem lendir á öðrum en sægreifunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2013 kl. 17:21

3 Smámynd: Þórður Einarsson

Gaman að geta verið sammála einhverjum hér á blogginu,það gerist ekki oft.

Þórður Einarsson, 5.7.2013 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband