Valdið til þjóðarinnar

Það virðist vera gildandi trú í forystu flokkanna að þeir fari með skilyrðislaust vald ef þeir komast í stjórnarráðið. Stjórnarskráin, stjórnsýslulög og jafnréttislög virðast vera verðlaus og jafnan hunsuð. Þetta leiðir auðvitað af sér forneskjulega og óvandaða stjórnsýslu.

Málskotsréttur forsetans snýst ekki um hans vald heldur vald þjóðarinnar. Flokkarnir æsa sig yfir þessu og tela að vald þeirra eigi að vera takmarkalaust á þinginu. 

Forsetinn hefur gefið út ákveðin viðmið um forsendur fyrir synjun laga. Hæst ber fyrirbærið "gjá á milli þings og þjóðar".  Vissulega er þessi forsenda fyrir hendi nú til að synja lögum um lækkun á veiðigjaldi. Á örfáum dögum söfnuðust 35.000 undirskriftir og skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er á móti frumvarpinu/lögunum. 

Eðlileg niðurstaða með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar ætti því að vera að lögunum sé vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Það hefur sýnt sig að ef þjóðin hefur góðar upplýsingar þá tekur hún góðar ákvarðanir.


mbl.is Forsetinn boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband