Það er ekkert lögmál að kjósendur megi ekki greiða atkvæði um tekjuöflun ríkissjóðs

Menn slengja þessu fram sem einhverju gefnu en það er bara alls ekki gefið.

Það eru sennilega auðmenn í landinu sem leggjast gegn því að þjóðin megi hafa skoðun á því hvar tekna er leitað enda eru þeir ekki nema um 5% þjóðarinnar og hafa notið allskyns ívilnanna sem öðrum er ekki boðið upp á. 

Hvernig skattbyrðarnar leggjast á þjóðina kemur þjóðinni við. Þegar sjálfstæðisflokkurinn er við völd verða skattar þungir á millitekjufólki sem er fjölmennasta stéttin í landinu. Auðmenn borga hlutfallslega lægri skatta en reynt er að kremja eins mikil út úr láglaunafólki og mögulegt er. 

Þegar að rannsóknir og kannanir eru skoðaðar þá kemur í ljós að almenningur vill ekki þessa misskiptingu. Almenningur vill ekki fátækt og almenningur vill ekki að mulið sé undir forréttindastétt. 

Það er því ekki undarlegt að málpípur auðvaldsins tali eins og að almenningi komi ekki við hvernig skattar leggjast á þjóðina. 


mbl.is Ákvörðun forsetans kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eftir því sem fjórflokkurinn afhjúpar getuleysi sitt og andverðleika eykst nauðsynin á beinu lýðræði.  Auðvitað á stefnumörkun að vera í höndum almennings en ekki flokkseigendakliíkunnar.  Ef almenningur vill halda uppi þessu bákni þá verður hann að greiða fyrir það.  Ef almenningur vill breyta lögum eða setja ný lög þá á hann ekki að þurfa að senda bænarskjal til forsetans og hlíða geðþóttaákvörðunum þess sem hverju sinni gegnir forsetaembættinu.  Ef almenningur vill lækka skatta þá verður hann að segja hvað á að skera niður í staðinn.  Annars ráðast pólitískir handhafar að innviðunum í stað þess að draga úr bruðli og flottræfilshætti.  Fjórflokkurinn hefur aldrei unnið að hagsmunum almennings.  Það er löngu kominn tími til að gera hann valdalausan.

Öflugur anarkistaflokkur er svarið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2013 kl. 21:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta Jóhannes

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 21:53

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir líta svo á að "þjóðin" og "almenningur" sé einhver önnur tegund en alþingismenn og ráðherrar.

Ég man ekki betur en að Sigurður Ingi og Hanna Birna hafi verið "almenningur" áður en þeim var stillt upp sem pólitíkusum sem aldrei skyldi verið hafa - í það minnsta sjaldan skyldi verið hafa.

Röflandi alþingismaður - ráðherra er til muna ömurlegri en röflandi bóndi á Sæluvikunni.

Engir hafa orðið þessari þjóð til meira tjóns en alþingismenn og ráðherrar.

Árni Gunnarsson, 11.7.2013 kl. 08:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er eins og vitfirringin nái tökum á fólki þegar það ratar inn í stjórnarráð. Man eftir fáum með viti þar í augnablikinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 12:00

5 identicon

Sæl.

Ef þetta er rétt hjá þér, sem vel getur verið, mega þá kjósendur ekki líka greiða atkvæði um tekjuöflun ríkissjóðs? Mætti þá ekki hugsa sér að kjósendur fengju að greiða atkvæði um það hvort t.d. tekjuskattur einstaklinga væri :

a) 45%

b) 35%

c) 25%

d) 15%

e) 0%

Gengi það ekki upp?

Helgi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 08:37

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það mætti líka setja þetta upp á annan hátt. T.d. að fólk greiddi iðgjöld eins og gert var hér áður fyrr. Ákveðinn hluti tekna færi til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmála. Þá væri hægt að kjósa um restina s.s. hvað er sett í sendiráð, í byggingu gangna og önnur gæluverkefni stjórnmálamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 12:25

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi þú ættir að skoða þessa færslu

http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/1305956/

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 13:02

8 identicon

Sæl.

Vandinn er að opinberir aðilar skulda svo mikið, 2200 milljarða, að það er alveg sama hve mikið ríkið tekur til sín - það er ekkert nóg. Skera þarf grimmt niður í opinberum rekstri.

Hvað er að því að reka hið opinbera eins og heimilin reka sjálf sig?

Best væri að lögfesta að opinberir aðilar (ríki og sveitarfélög) megi ekki taka nema 10% af tekjum einstaklinga og fyrirtækja. Þá hyrfi atvinnuleysi eins og dögg fyrir sólu.

Helgi (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 20:22

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

@Helgi: Þessi vúdú hagfræði hefur aldrei sannað sig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2013 kl. 21:19

10 identicon

Sæl.

Það sem þú kallar vúdú hagfræði hefur margoft sannað sig, sú hagfræði sem nú hefur mest áhrif verður sett á ruslahaugana innan nokkurra ára. Þá verður gaman að sjá hvort Krugman verður tilbúinn að skila Nóbelnum sínum?

Hagsæld verður ekki til með neyslu heldur framleiðslu verðmæta - nokkuð sem opinberi geirinn gerir ekki. Stór opinber geiri sogar til sín verðmæti frá einakgeiranum þar sem þau geta farið í arðbær verkefni en gera ekki. Í opinbera geiranum er verðmætum iðulega sóað. Skuldabyrði okkar mun þyngjast eftir fáein ár þegar vextir hækka.

Þú talar um að þessi hagfræði hafi aldrei sannað sig. Nú þarftu heldur betur að fara að opna bækurnar. Mér finnst merkilegt að þú skulir hafa þig svona mikið í frammi í umræðum um efnahagsmál þegar vanþekking þín blasir við þeim sem sjá vilja.

Vandinn við að reyna að rökræða við þig er að þú lítur algerlega framhjá því sem þér finnst óþægilegt eða þú skilur ekki. Ef eitthvað sem ég segi fellur ekki að þinni heimsmynd lætur þú eins og það sé ekki til. Lestu þér svolítið til, það er til fullt af prýðilegum bókum um efnið. Ég sting upp á "Hagfræði í hnotskurn" svona til að byrja með enda er hún auðskiljanleg og ætti að kenna í framhaldsskólum.

Veistu hvað við greiðum árlega í vexti og afborganir af okkur skuldum? Er það kannski líka bara vúdúhagfræði? Skiptir það engu máli?

Helgi (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 12:15

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi bara svo það sé á hreinu þá hef ég leyfi menntamálaráðherra til þess að kalla mig hagfræðing. Hefur þú leyfi til þess að kalla þig hagfræðing?

Þú segir að opinberi geirinn skapi enginn verðmæti sem er auðvitað algjör rökleysa. Ef þú færð botnlangakast (eins og Elton John fékk í fyrradag) þá efa ég að þú kallir þá þjónustu sem þú færð hjá hinu opinbera verðmætalausa. Hvað með menntun barna þinna er hún einskis virði?

Ýmislegt annað sem er í höndum hins opinbera hefur klárlega verðmæti fyrr samfélagið. Bólusetningar af ýmsu tagi draga úr smitsjúkdómum. 

Því miður greiðir ríkið fimmtíu til hundrað milljarða á ári í erlenda vexti vegna þess að frjálshyggjufíklarnir, sægreifarnir og kjölfestufjárfestarnir tæmdu gjaldeyrisvaraforðann og stungu af menn hann til aflandseyja. Fyrri ríkissstjórn þurfti vegna þessa að taka að láni um 1000 milljarða hjá Alþjóðagjaldeyissjóðnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2013 kl. 17:30

12 identicon

Sæl. 

Hérlendis hefur engin frjálshyggja verið ríkjandi, hvorki á árunum fyrir hrun né nú. Frjálshyggja er m.a. þegar hið opinbera tekur minna til sín, reglum fækkar og það skiptir sér að sífellt færri hlutum. Ekkert slíkt gerðist á árunum fyrir hrun, hið opinbera stækkaði raunar og reglum fjölgaði.

Ef opinberi geirinn skapaði verðmæti ættu lönd með stóran opinberan geira að vera ríkari en lönd sem eru með lítinn opinberan geira, njóta hærra atvinnustigs, hafa meiri hagvöxt og margt fleira (þessi hugtök eru þó alls ekki gallalaus við að meta hagsæld þjóða eins og Stiglitz hefur bent á). Við ættum t.d. að verða sífellt ríkari eftir því sem fleiri starfsmenn eru ráðnir til hins opinbera og hagur okkar sífellt að batna eftir því sem reglum fjölgar. Besta leiðin er þá að ráða alla sem atvinnulausir eru til ríkis og sveitarfélaga því þá framleiðum við svo mikil verðmæti. Rímar þetta við veruleikann?

Þér sem hagfræðingi er án efa í lófa lagið að ganga úr skugga um hvort þetta rímar við veruleikann. Það gerir þú hins vegar ekki vegna þess að þá þarftu að endurskoða þína heimsmynd og það ætlar þú þér ekki að gera.

Þú ættir kannski að segja sérstökum saksóknara hvað ". . . frjálshyggjufíklarnir, sægreifarnir og kjölfestufjárfestarnir . . . " gerðu. Þetta ættu að vera mikilvægar upplýsingar fyrir hann, miklu skiptir að koma upp um þjófa og svikahrappa. Þú kannski spyrð hann í leiðinni hvers vegna hann hafi ekki hreyft við endurskoðendum?

Hvað fór Steingrímur J. marga milljarða framúr í sinni tíð sem fjármálaráðherra? Voru hans framúrkeyrslur kannski einhverjum öðrum að kenna? Sjöllum? Kvótagreifum? Útrásarvíkingum?

Helgi (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 22:03

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er talað um hina ýmsu skóla hagfræðinnar. Einn skóli hagfræðinnar segur okkur annað en annar skóli hagfræðinnar. Það er því aldrei hægt að leita óyggjandi svar í hagfræðinni. Hún er eingöngu til gagns ef sá sem er að tala  út frá hagfræðilegum rökum skilur grundvallarforsendur kenninga og takmarkanir kenninga.

Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á viðmiðum. Hvenær er gott raunverulega gott og gott fyrir hverja? Við þurfum líka að skilja hvað liggur að baki mælikvörðum sem við notum eins og t.d. hagvöxtur en hagvöxtur tryggir engan veginn almenn lífsgæði því hann mælir ekki mismunun.

Mismunun er í raun vond fyrir alla þótt margir og þá sérlega þeir sem tilheyra klíkusamfélaginu leiða hjá sér. Mörg samfélagsvandamál eiga rætur í mismunun.

Því miður er mismunun fest í lögum á Íslandi en það er sennilega skýrasta dæmið um þá firringu sem hefur ríkt lengi vel í stjórnmálum á Íslandi.

Ef þú villt höggva í eitthvað í samfélaginu sem skapar ekki verðmæti þá eru bankarnir ágætis dæmi um stofnanir sem skapa ekki verðmæti og eru baggi á samfélaginu.

Bankarnir eru snýkjudýr á atvinnulífinu en þeir hafa tekjur af því að lána fjármuni sem eru í raun ekki til. Þetta eykur verðbólguna og hinn raunverulegi kostnaður af útlánum bankanna legst svo á höfuðstól lána í formi verðbóta. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.7.2013 kl. 18:21

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þegar Steingrímur J keyrði fram úr á fjárlögum þá var það honum sjálfum að kenna og viðkomandi yfirmönnu þeirra embætta sem hann stýrði.

Rétt eins og það er Geir Haarde að  kenna að hann setti samfélagið á hausinn. 

Rétt eins og það er kjölfestufjárfestunum að kenna að þeir settu bankanna á hausinn.

Rétt eins og það er Alfreð Þorsteinssyni að kenna að orkuveitna er á hausnum

Rétt eins og það er Friðrik Sophussyni að kenna að Landsvirkjun fór út í spilavítisfjárfestingar fyrir hrun (gambling)

Rétt eins og það er Guðmundi Bjarnasyni og Árna Magnússyni að kenna að Íbúðarlánasjóður er á hausnum.

Osfrv.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.7.2013 kl. 18:28

15 identicon

Sæl.

Þú ert við sama heygarðshornið, svarar ekki því sem til þín er beint ef það raskar þinni heimsmynd.

Hvernig setti Geir Haarde samfélagið á hausinn? Manngarmurinn gæti það ekki þó hann reyndi það.

Var ekki eitthvað álit að koma frá Evrópu um Landsdómsmálið? Hefur verið hreyft við Mervyn King? Var hreyft við Gordon Brown eða Tony Blair? Getur verið að vinstri sinnar hérlendis stjórnist fyrst og fremst af persónulegri óvild í garð manna og láti sig iðulega málefni litlu varða?

Farðu nú að hita upp sökudólga fyrir næsta hrun sem gæti hæglega orðið á þessu kjörtímabili, bankahrunið verður sennilega eins og hurðarsprengja í samanburði við það sem koma skal.

Hið opinbera skapar ekki verðmæti, þess vegna erum við á hausnum.

Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband