Hvers vegna hlegið er að Íslendingum

Hvers vegna eru erlendir aðilar hneykslaðir á því að á Íslandi sé pólitískt skipaður seðlabankastjóri. Jú þetta er svo ÓSKAMMFEILIÐ.

Hér þykjast stjórnmálamenn ekki einu sinni að vera taka ákvarðanir með þjóðarheill í huga. Hæfasta einstakling í embætti, hvað er það? Síðan tala menn bara við þjóðina í föðurlegum tón og allt er í lagi.

Seðlabankaembættið er ekkert einsdæmi og aðrar þjóðir myndu hneykslast jafn mikið ef þeir fengju fréttir af því hvernig öðrum málum er skipað á Íslandi. Embættismenn hafa gert sig bera af hverju klúðrinu á fætur öðru og það líður bara hjá og almenningur borgar brúsann.

Auðvitað þarf hér umbætur. En valdablokkin stendur eins og svörtu steypuklumparnir sem hún hefur látið steypa upp út um allan bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband