Bankamannaskuldir og úrelt þekking

Nú er fullyrt að FME og skilanefndir bankanna ætli að fella niður skuldir útvaldra. Þeir sem ætluðu að græða á kerfinu ætla ekki að tapa á því. Ætla ekki að tapa á eigin fífldirfsku. Þetta er eitt af því sem þeir sem verða nú gjaldþrota eiga nú að borga!

Eins og vandi er á þeim bæ á að ÚTSKÝRA FYRIR ALMENNINGI að aðgerðir sé óhjákvæmilegar.

ÚTSKÝRINGIN er jú þetta: að ef "ÚTVÖLDUM" verði ekki gefnar eftir skuldir sínar verði bankarnir óstjórnhæfir vegna þess að gjaldþrota einstaklingar mega ekki vinna í bönkum sem stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar (lög nr. 161 frá 20. desember 2002, 52. gr.).

Hverjir eru þessir ÚTVÖLDU?

Útskýringin er ekki útskýring. Hún er FYRIRSLÁTTUR.

Bankarnir eru núna bara einfaldir viðskiptabankar. Þetta þýðir að mikið af þeirri þekkingu sem var til staðar í gömlu bönkunum sem voru með annars konar starfsemi er nú orðin úrelt.

Starfsemi í venjulegum viðskiptabönkum er ekki mjög flókin. Ég var einu sinni bankastjóri þannig að þetta veit ég vegna eigin reynslu. Ég réði mig sem sparisjóðsstjóra hjá litlum sparisjóði úti á landi og starfaði þar í eitt ár.

Áður en ég réð mig til starfsins hafði ég aldrei starfað í banka eða sparisjóði. Það tók mig stuttan tíma að komast inn í starfið sem gekk síðan hnökralaust.

Nú getur einhverjum dottið í hug að þetta hafi verið einfaldara af því að sparisjóðurinn var lítill en það er þvert á móti flóknara. Ef stofnunin er lítil ber hún ekki sérfræðinga. Bankastjórinn þarf því að kunna allt. Ég þurfti að redda öllu meira að segja ljósritunarvélinni þegar hún bilaði.

Það er örugglega enginn skortur á hæfu fólki í dag sem tekur störfum í bönkunum fegins hendi auk þess að uppfylla skilyrði laga. Bönkunum veitir ekki af endurnýjun og ferskleika. Spyrjið bara næsta mann sem þið hittið úti á götu.

Bankamenn sem skulda eiga bara að lúta sömu aðgerðum og aðrir. Það er bara hægt að frysta og skuldbreyta lánum þeirra eins og annarra.

Ég tek undir með því fólki sem nú kallar eftir Utanþingsstjórn. Það þarf að koma þessum skríl í burtu áður en allt fer ennþá meira til fjandans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband