Fundu leið úr klípunni

Fyrrverandi stjórn Kaupþings er búin að finna leið úr klípunni. Þessir snillingar hafa ákveðið að kalla þetta bara eitthvað annað.  Afskriftir Kaupþings eru nú kallaðar að bankinn hafi fellt niður þa480413Að sem eftir stæði af  ábyrgð starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum.

Í frétt segir að þann 25. september, þegar ákvörðunin var tekin var staða Kaupþings banka góð og sú atburðarás sem fylgdi í kjölfarið ekki fyrirséð. Líta menn á þessum bæ aldrei í bókhaldið? Hvernig getur staðan verið góð og bankinn gjaldþrota í sama mánuði? Lygaþvælan í þessu fólki virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Ætlar Kaupþing líka að fella niður persónulegar ábyrgðir á öðrum lánum og leyfa fólki að flytja þau í hlutafélög?


mbl.is Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við ráum því í rauninni, þetta er ríkisbanki. Hvað segið þið? Ég greiði atkvæðimeð því að farið sé að lögum og að allir sitji við sama borð. Kannski getum við líka fært rök fyrir því að sama gildi um eignir þessara einstaklinga og skuldir. Þ.e. það sem þeir græddu á að sama skapi að fara inn í dæmið!

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Svarið við síðustu spurningunni þinni er nei. Gæti farið út í persónulega sögu á því en þar sem sagan er bæði snúin, löng og ekki lokið læt ég það ógert. Læt nægja að vitna í orð yfirmannsins sem ég er að reyna að fá til að skilja það að vegna núverandi veikinda einstaklingsins sem skuldar þeim þá finnst mér það sanngirniskrafa að hann fái greiðslufrest og ábyrgðarmenn skudarinnar fái frið á meðan.

Yfirmaðurinn sem ég talaði við hjá Kaupþingi sagði m.a. að bankinn að hugsa um hag einstaklingsins með því að leggjast af meiri hörku í innheimtu þessarar skuldar núna vegna þess að það væri ljóst að ef hún væri ekki gerð upp núna þá myndi hún vaxa með ógnarhraða á næstu mánuðum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Úff

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kaupþing rak sína eigin innheimtustarfsemi þannig að þeir græða sjálfir á því að hraða innheimtu. Innheimtuþóknunin rennur til Kaupþings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, Jakobína. Eitt af því sem ég benti manninum á var að það stæði þannig á núna að enginn sem þeir vildu gera kröfu í væru borgunarmenn fyrir þessum skuldum sem þeir vildu ganga í að innheimta akkúrat núna. Kannski allt í lagi að bæta því við að hér er um að ræða gamlar skuldir þannig að auðvitað furðaði ég mig á tímasetningunni á hertum innheimtuaðgerðum

En nóg um það. Það sem ég vildi bæta við er að upp úr stendur að bankinn er varinn fyrir tapinu sem hann verður fyrir á biðtímanum með vöxtunum. Það eru auðvitað þeir sem munu vaxa svo hratt á næstu mánuðum þanig að umræddur yfirmaður vildi meina að hann væri að verja hagsmuni skuldara og ábyrgðarmanna með því að fá skuldirnar uppgreiddar núna! en ekki síðar.

Ályktunin sem ég dreg af þessu er að það gildir alls ekki það sama um Jón og Banka-Jón.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.11.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Því miður er allt gegnsósa í spilltu hugarfari á þessum og fleiri vígstöðum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband