Speki forsætisráðherra

Forsætisráðherra er búin að fatta að það er ljótt að misnota bankanna. imagesHann sagði á þingi í dag að það verði að „ koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafi hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi misnoti lög um fjármálakerfið." Þetta kemur fram á ruv.is í dag.

Það má gera ráð fyrir því að það gleðji þjóðina að forsætisráðherra geti látið eitthvað svo djúpspekilegt frá sér.

Í fréttinni er bent á að Íslendingar hafi „brennt sig illilega á krosseignarhaldi á hlutabréfum í bönkunum." Kannski að forsætisráðherra fatti bráðum að Íslendingar hafi einnig brennt sig á krossættartengslum á milli stjórnsýslunnar og bankanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gott að sumir fatta þótt seint sé. Knús til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.11.2008 kl. 23:57

2 identicon

Guð hvað Geir er skarpur

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband