Æðrulausir Íslendingar eða sjálfbjarga þjóð?

Nú er liðinn mánuður síðan ósköpin dundu yfir þjóðina eins og grjótskriða. Fjöldi glæpa hefur verið afhjúpaður en ekki hefur nokkur aðili verið ákærður. Það sem meira er að það er ekki farið að rannsaka mál.

Menn sem ábyrgir eru fyrir hruninu hafa þó brugðist hratt og hart við að bjarga sér og sínum. Það hefur heldur ekki gengið illa að finna þá sem bera eiga skaðann en það eru launþegar sem missa vinnuna, fjölskyldufólk sem skuldar í húsnæði sínu og sparifjáreigendur. Þessir aðilar eiga það sammerkt að hafa ekki tekið þátt í spillingunni. Þeir höfðu ekki völd, ekki áhrif né upplýsingar og geta því ekki talist ábyrgir.

Háværar raddir hafa hrópað að allir hafi tekið þátt í hinu svokallaða góðæri. En það var aldrei neitt góðæri. Þetta svokallaða góðæri var gríma sem duldi það hvernig var verið að færa verðmæti sem auðlindir og starf þjóðarinnar sköpuðu markvisst úr landi.

Það dugði ekki að gera þetta bara pínulítið eða svolítið mikið. Nei menn stoppuðu ekki fyrr en búið var að þurrausa þjóðarbúið. Nú halda margir kannski að þeir séu hættir og byrjaðir að skammast sín.

Nei þeir eru ekki byrjaðir að skammast sín og þeir eru ekki hættir. Þetta er eina trúverðuga skýringin á undarlegri hegðun ýmissa aðila sem kallast eiga ráðamenn núna.

Við Íslendingar eigum nefnilega meira. Þeir eru búnir að rústa fjárhag þjóðarinnar en auðlindirnar og frelsi Íslendinga er eftir. Gætum þess að þeir nái því ekki líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Á meðan ekkert er gert koma þessir sömu menn og liggja undir ámæli og kaupa upp fjölmiðla landsins á brunaútsölu.

Ég hef það á tilfinningunni að það sé verið að tefja málin vegna þess að spillingin tengist inn í stjórnkerfið tvist og bast!

Þinginu haldið utan við allt.

Ég sé ykkur öll á laugardaginn, nú ætla ég að mæta og vera bara "lummuleg" eins og mér hefur fundist mótmæli vera, fram að þessu hruni bankana.

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flottur og gagnorður pistill hjá þér! Reyndar alveg frábærlega gagnorður!! Tek ofan fyrir þér fyrir það hvað þú kemur vel orðum að kjarna þess sem við er að glíma

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband