Hollendingur hótar íslendingum

Viðtalið við hollendingin í Silfur Egils var vægast sagt furðulegt. Hollendingurinn hótaði íslensku þjóðinni, Þ.e.a.s. hann sagði "You are playing very dangerous game". Maðurinn var mjög líkur íslenskum yfirvöldum því hann hagræddi sannleikanum eftir eigin höfði.

Hann segir frá því að Icesave hafi lokað netbankanum með inneign Hollendinga upp á 2 billjónir evra. Íslendingar gengu strax að skuldbindingum sínum og skrifuðu upp á lán frá hollendingum sem bætti innistæðurnar upp að 20 þús evrum. Hollenska ríkið bætti síðan innistæður upp að skuldbindingum sínum, þ.e.a.s. upp að 80 þús evrum.

Sá vandi situr enn eftir að yfirvöld í bæjarfélögum í Hollandi áttu hærri upphæðir en 100 evrur inn á reikningum og hafa því ekki fengið það sem er umfram þá fjárhæð bætt.

Fáránleikinn í þessu er að þetta er íslensku þjóðinni að kenna að mati Hollendingsins.

Icesave bauð upp á háa vexti í samanburði við aðra innlánskosti. Það má því til sanns vegar færa að þeir sem lögðu inn á reikninganna hafi að einhverju marki verið að fá greitt fyrir að taka áhættu.

Það lá fyrir að reikningarnir voru ekki tryggðir nema upp að 100 þús evrum. Átti íslenska þjóðin að hafa vit fyrir þessum bæjarfélegum sem kusu að leggja fé inn á innistæðureikninga umfram það sem tryggingar voru fyrir?

Kannski hefði það þá verið sjálfsögð kurteisi að láta íslensku þjóðina vita af því hvað þeir voru að gera svo hún hefði getað reynt að hafa vit fyrir þeim!

Þetta er svo fáránlegt að ég skil ekki hvers vegna maðurinn var ekki spurður að þessu.

Bæjaryfirvöld í Hollandi eru ábyrg fyrir því að velja örugga fjárfestingarkosti þegar þau fara með almannafé. Það er billegt að kenna íslensku þjóðinni um sem ekki átti þess nokkurn kost að hafa áhrif á hegðun þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær grein hjá þér ....... 

Linda (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:26

2 identicon

Já þetta er góð grein.

Hvernig getum við verið ábyrg fyrir þessu? Þjóðin var aldrei spurð. Þarna var einkafyrirtæki að bjóða þjónustu. Berum við ábyrgð á því?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þeir sem áttu viðskipti við Icesave gátu kynnt sér reglurnar og áttu þessi viðskipti af frjálsum vilja. Ég er hrædd um að hollendingar myndu aldrei ná að vinna þetta fyrir dómstólum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sammála, af hverju ættu Íslendingar sem margir hafa mist sitt sparífé að taka lán til að borga fyrir útlendinga? Hafa ekki mörg bæjarfélög á Íslandi  tapað millum?

Kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.11.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og við verðum að fara að snúa okkur að öðrum lausnum en IMF því við göngum ekki að fjárkúgunarskilmálum. Mér líst vel á hugmyndina um innleiða einhliða nýjan gjaldmiðil. Ef ég hef skilið rétt þá er hægt að gera það án skuldsettningar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er meiri mæðan með þessa Ice-save reikninga. Já taka upp annan gjaldmiðil strax, evru sennilega eða dollar??

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 23:51

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bjarne en það breytir því ekki að samkvæmt EES samningnum eru Íslendingar ábyrgir fyrir 20 þús evrum en Hollendingar og Bretar eru að reyna að þvinga fram meira. Ekki fár eigindum bankans sem þessir aðilar áttu frjáls viðskipti við heldur af Íslendingum. Það eina sem ég sé vitur legt í stöðunni er að færa þeim Björgólfanna. Það voru þeir og fylgifiskar sem gerðu þetta.

Nota bene Það eru bæjarfélögin sem eru að tapa. Þessir aðilar áttu að kynna sér reglur um tryggingar áður en þeir fóru að nota reikninganna.

Allir innistæðueigendur hafa fengið bætur upp að 100 þúsund evrum þannig að menn sitja varla mjög fátækir eftir. (100 þú evrur eru tugir milljóna)

Þeir þurfa samt meira og vilja nú setja margar kynslóðir Íslendinga í ánauð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Mér líst líka vel á hugmyndina um að innleiða einhliða nýjan gjaldmiðil, Jakobína. Ef það er hægt, þá er það besta bragðið í glímunni, að öllu öðru er eitthvert óbragð.  Það þarf að fá það á hreint, hvort þetta er hægt, helst strax á morgun.  Ég vona innilega að ráðamenn og konur séu með þetta útspil í stokknum og séu að skoða það af alvöru.

Máni Ragnar Svansson, 10.11.2008 kl. 00:35

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er hægt í sjálfu sér. Var gert í Kósovo, Andorra og fl stöðum. Menn hafa sagt að það sé nægilegur gjaldeyrisvaraforði til þess að byrja á þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband