Klúður ríkisstjórnarinnar

Íslendingar tryggðu 20 þús evrur, Hollenski bankinn 80 þús evrur en það sem er umfram þá fjárhæð er ótryggt.

Þeir sem lögðu fé inn á þessa reikninga t.d. bæjarfélög og aðrir sem fóru með almannafé áttu að kynna sér reglurnar. Ef þeir hefðu gert það mátti þeim vera ljóst að það sem er umfram 100 þús evrur er ótryggt.

Nú heimta þeir að Íslendingar borgi og geta réttlætt sig að einhverju leiti með neyðarlögunum.

Er ekki kominn tími til þess að ríkisstjórnin horfist í augu við sína ábyrgð og leyfi fólki sem er saklaust af þessu klúðri að taka um taumanna.


mbl.is 100 þúsund kröfur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Það er nú svo einkennilegt að allt þetta ágæta fólk sem þarna missir sparifé (og það á alla mína samúð) virðist ekki gera sér grein fyrir því að því hærri sem ávöxtunin er, því meiri er áhættan.  Sveitafélög og sjóður erlendir sem hafa fagfólk til þess að ávaxta fjármuni fyrir sig fær hinsvegar enga samúð hjá mér.  Takk fyrir góða punkta.

Róbert Tómasson, 12.11.2008 kl. 19:13

2 identicon

Mikið til í þessu.  Kv. Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband