Peningarnir okkar í afleitri vinnu?

Gera má ráð fyrir að sú stefna sem stjórnvöld hafa fylgt undanfarna ártugi eigi ríkan þátt í mótun þess samfélags sem við búum við í dag. Ofuráhersla hefur verið lögð á fjármálastarfsemi og jafnvel talað um Ísland sem alsherjar fjármálamiðstöð í þessu sambandi.

Fjármálasérfræðingar voru menntaðir, fólk var kvatt til þess að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum og bankaundrið var í algleymi.

En hvað var verið að vanrækja á meðan?

Orkan fór öll í að belgja út bankanna og starfsemi þeim tengdum. Nú þegar stefna yfirvalda er komin í þrot skortir verkefni fyrir þúsundir einstaklinga.

Eitt af meginviðfangsefnum í samtímanum verður að byggja upp nýja þekkingu og atvinnu fyrir einstaklinga sem treystu stefnu stjórnvalda og biðu því skipsbrot.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband